Vikan


Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 13

Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 13
5AMBUÐIN — Er sú skoðun algild? jrNei, alls ekki. Stundum eru hjón farin að hata hvort annað svo mikið að hvorki þau né börnin geta afborið það lengur. Hatrið er mannskemmandi og getur haft djúp áhrif, ekki síst á börn. Börn geta ekki þrifist í hatri. En við tökum ekki ákvörðun um skilnað. Við reynum að gera fólki grein fyrir afleiðingum skilnaðar, að það verði ef til vill ekki eins ánægt eftir á og það heldur. Bahá’íar líta á skilnað sem neyðar- úrræði, ekki sem auðvelda lausn. Við reyn- um að hjálpa - fólk þjáist yfirleitt mikið við skilnað — ef fólk hefur til dæmis búið saman í 15 ár hefúr það upplifað margt sem ekki verður aftur tekið, ekki eins og hlutirnir sem maður getur pakkað niður og tekið með sér, og því tapar maður miklu. Hreinsar andrúmsloftið að láta allt flakka Þegar fólk kemur til okkar segjum við því oft að það eigi í erfiðleikum vegna þess að það ræði ekki saman. Það á oft í miklum sálrænum erfiðleikum vegna þess að það segir hvort öðru ekki frá því neikvæða, heldur byrgir það innra með sér. Ef fólk getur ekki létt á neikvæðum tilfinningum sínum við maka sinn þa þarf það að burð- ast með þær og þær valda mikilli óham- ingju. Fólk hefur ekki lært að tjá sig, Þetta á ekki síst við um íslendinga. Þið eruð of lokaðir og þið viljið helst ekki sýna ykkar neikvæðu hliðar. ítalir eru til dæmis algjör andstaða. Þar er allt látið flakka og ítalska hjónabandið er ffægt fyrir hávær rifrildi. Stormurinn hreinsar oft andrúms- loftið! Svisslendingar eru svipaðir fslend- ingum að þessu leyti. Móðir mín, sem er bandarísk, er miklu opnari. Þið fslendingar eruð mjög djúpvitrir en Bandaríkjamenn eru það oft ekki! Það kraumar margt í ykkur, en kemur ekki svo létt upp á yfir- borðið. Þið eruð einnig svo spör á handa- hreyfingar og svipbrigði og það er eins og ykkur sé ekkert gefið um að snertast. Ég held að það skipti afar miklu máli í hjóna- bandi og fjölskyldusamböndum að snert- ast án þess að það sé á kynferðislegan hátt. Ég fiest mikið við kynferðisleg vandamál fólks og eitt af því sem helst skortir er blíða, eðlileg og einlæg blíða, milli hjóna og milli foreldra og barna. Fólki er oftast illa við ofsa og ofbeldi, ekki síst hér á íslandi og það metur friðinn mjög mikils og er tilbúið að fórna miklu fyrir að fá ffið. En afleiðingarnar eru oft alls ekki ffiður heldur þvert á móti. Mann- legt eðli er ófullkomið, en við viljum oft loka galla okkar úti. Við verðum að takast á við þá. Ef við látum sem við séum full- komin þá hefur það í för með sér mikla óhamingju. Oft er þetta kallað stolt. Því betur sem foreldrarnir geta gert ungling- unum grein fyrir því að þeir eru ekki full- komnir, en eru allir af vilja gerðir að bæta sig, því líklegra er að ffiður ríki milli for- eldra og unglinga. Fjölskyldan gengur í gegnum visst lærdómsskeið og það skeið felst í því að foreldrarnir brjóta odd af oflæti sínu, ef svo má segja, og standa jafti- feetis unglingunum. Þeir verða að geta sýnt að þeir eigi sjálfir í erfiðleikum og efist um ýmislegt, þeir þurfa ekkert að halda því ffam að þeir séu vondir, heldur einfaldlega að þeir viti ekki alltaf allt og jafnvel spyrja unglingana álits.“ Móðurást oft eigingjörn og rómantísk ást skáldskapur í fyrirlestri sínum fjallaði Agnes ítarlega um gildi þess að karlar og konur lifðu í jafhrétti. „Karlar og konur eru félagar," sagði hún. „Eyki, eins og tveir hestar sem draga sama vagninn." Samvinna skiptir miklu máli. Hin aldagamla verkaskiptin, það er, karlar sjá um útiverkin og konur inniverkin, á ekki lengur við. Karl og kona eiga þess í stað að hjálpast að. Verksviðin geta verið ólík, að minnsta kosti um tíma meðan börnin eru ung og konan hefur þá mikilvægu hlutverki að gegna. En feður gegna einnig stóru hlutverki í uppeldi barna. Þá skiptir ef til vill ekki mestu hve mikið eða lengi faðirinn er með barni sínu, heldur hvemig hann ver þeim tíma. Agnes segir kvenfrelsishreyfinguna hafa leitt í Ijós mikla getu og færni kvenna, en konur séu margar hverjar enn of háðar körlun- um. Hún kveðst hafa mikið álit á íslensk- um konum. „Þær virðast mjög vel mennt- aðar, færar og kunna sig vel.“ Agnes leggur áherslu á að virðing og vinátta verði að ríkja innan fjölskyldunnar. Hver einasti fjölskyldumeðlimur verður að njóta jafnrar virðingar, einnig börnin. „Ef við þroskum þessa virðingu þá tökum við skoðanir annarra alltaf með i reikning- inn. Ef foreldrar virða ekki börn sín, getur það haft afar neikvæðar afleiðingar." Síðast en ekki síst nefndi Agnes gildi ástarinnar. „Ástin er besta húsráðið," segir hún. — Þú fjallaðir mikið um ástina í fyrir- lestrinum þínum og sagðir að hún hefði margar hliðar? „Ég tel ástina ekki vera það sem við álít- um hana oft vera. Ástin birtist í mörgum myndum. Hún er ekki bara tilfinningamál heldur mótast og af hugsunum og gildis- mati. Við höfum ýmsar hugmyndir um ást- ina, til dæmis móðurást og rómantísk ást, en mér er satt best að segja lítið um hvort tveggja gefið. Móðurástin getur oft orðið mjög eigingjöm, stjórnast af eðlishvöt og ég held að manneskjurnar eigi ekki að láta eðlishvötina eina ráða gerðum sínum. Rómantísk ást er skáldskapur, hún er ekki raunveruleg og er líka síngjörn. Manneskja sem er haldin rómantískri ást treður ákveðinni ímynd upp á þann sem hún elskar og ef hinn heittelskaði getur ekki staðið undir þessari ímynd verða afleið- ingarnar skelfilegar. Fólk lærir ekki að þekkja hvert annað eins og það er í raun og vera. Fyrir mína parta tel ég okkur vera allt of sterkt mótuð af þessari rómantísku hugmynd og hún á þátt í mörgum hjóna- skilnuðum — fólk þekkist ekki raunveru- lega. í Bahá’í-trúnni er mjög mikilvægt að fólk vandi vel makavalið, ekki bara að það sé ástfangið heldur að það kynnist vel skapgerð og gildismati tilvonandi maka og fjölsky'Idu hans. Ástin felst í því að reyna að skilja að- stæður, skilja manneskjurnar og þekkja sjálfan sig. Það getur borið vott um ást að láta ekki undan, til dæmis óskum barn- anna, og það er ekki ást að vera sífellt að skammast í þeim. Börnum er spillt vegna þess að foreldrarnir vilja stöðugt gera þeim til hæfis. Það er hlutverk foreldranna að mennta bamið og menntun felst ekki í því að láta sífellt undan því og gera þvi til hæfis. Það er ekki eiginleg ást, heldur ást sem sprettur af efinishyggjunni. Þreyttir foreldrar láta undan og gefa börnum sín- um alla hluti. Foreldrar á íslandi þurfa oft að vinna langan vinnudag og hafa því enga orku afgangs til að mennta börnin. En efh- ishyggjan rekur fólk oft til að vinna meira en það raunverulega þarf. Það gerir sér ekki grein fyrir hver eru hin raunverulegu verðmæti tilverunnar. Ég tel að þegar fólk hefur efhisleg gæði í fýrirrúmi dragi það úr því máttinn á vissan hátt. Það verð- ur svo þreytt og þjakað af þessari skyldu að vinna mikið og keppa við aðra. Fólk gerir sér oft ekki grein fýrir þessu — ég hef talað við marga íslendinga og þeir eru snillingar í að réttlæta þessa miklu vinnu sína. Ég þekki þetta vel vegna þess að Svisslendingar eru eins — Svisslendingar eru vinnusjúkir. Þetta er skaðlegt, mjög skaðlegt, ekki síst fýrir fjölskylduna. Fólk kann ekki lengur að vera saman. Að sitja saman fyrir framan sjónvarpið eru ekki samskipti. Ég tel að það þurfi að rækta sambandið innan fjölskyldunnar hvern einasta dag. Það getur verið erfitt verk, en ber árangur." 21.TBL. 1989 VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.