Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 15
SIG UM HLUIVERK KONUNNARI ÞJOÐFELA9INU
„Ég er á því að Rósa sé mikMI húmoristi"
- segir Svanfríður Jónasdóftir
„Mér sýnist að Rósa Ingólfisdóttir sé ein-
ungis að leita eftir athygli með sömu yfir-
lýsingum og fýrir tíu til fimmtán árum.
Hún fékk athygli út á þær þá. Viðbrögð
mín þá voru hneykslan en núna hló ég.
Mér finnst miklar þverstæður koma frarn í
þessu viðtali varðandi skoðanir hennar á
fólki. Annars finnst mér viðtalið við hana
hafa vakið mesta athygli fýrir þær myndir
sem þar birtast. Ég er á því að Rósa sé mik-
ill húmoristi.
Ef við snúum okkur að jafhréttisbarátt-
unni þá finnst okkur hafa miðað í rétta átt.
Auðvitað eru bakslög eins og gengur. Þau
hafa alltaf komið en sem betur fer einnig
ávinningar.
Jafhréttisbarátta snýst í mínum huga um
það að hver maður fái að skapa sitt hlut-
verk en þurfi ekki á grundvelli kyns síns
fýrst og fremst að ganga inn í ákveðin
hlutverk. Það á að skapa mönnum þær að-
stæður að þeir geti sjálfir skrifað sín
hlutverk.
Erffiðara fyrir konur að
komast í stjórnunarstörf
Því fleiri konur sem eru sýnilegar í
stjómunarstörfum eða þar sem ákvarðanir
eru teknar því sjálfsagðari verður myndin
af konum við þær aðstæður, rétt eins og
körlum. Þetta er mikilvægur hluti af upp-
eldinu. Tökum dæmi um barn sem horfir á
sjónvarpið og sér forseta sem er karlmað-
ur. Því finnst það skrítið því það er vant að
sjá konu sem forseta. Mér finnst að strákar
og stelpur þurfi að sjá fyrirmyndir sem
víðast. Stelpurnar horfa eftir fyrirmynd í
hópi kvenna. Það á að gera meira að því
að hvetja konur. Ég er ánægð með að
menntamálaráðuneytið skuli beita sér
fýrir umræðu um jafnrétti í skólunum því
þar á geysileg félagsmótun sér stað.
Hvað varðar stjórnunarstörf og ýmsar
þær stöður sem flokkaðar hafa verið sem
karlastörf þá er erfiðara fýrir konur að
komast í þessar stöður. Þær hafa heldur
ekki barist eins hart fyrir því að fá þær og
karlar, eru mun hlédrægari. Ef þú ert kona
áttu annarra kosta völ. Samfélagið gerir
ennþá aðrar kröfur til kvenna en karla
hvað það varðar að standa sig á opinber-
um vettvangi eða þátttöku í atvinnulífi.
Konur geta dregið sig í hlé, þær eiga þann
kost, en það hefur líka dregið úr þeim að
standa upp og berjast. Veröldin í stjórn-
málum og æðstu stöðum hefur verið ver-
öld karla. Þar hafa mótast ákveðnar sam-
skiptareglur. Ungir karlmenn virðast eiga
auðvelt með að ganga af öryggi inn í þenn-
an heim. Það er erfiðara fyrir konur því
þær hafa ekki þessar hefðir. Þær eru að
skapa sér sínar eigin hefðir og sögu á þeim
vettvangi.
Erfitt að samræma
fjöiskyldulíf og vinnu
Það hefur lengi loðað við konur sem
beita sér að þær séu ffekjur en ef það eru
hvorki góð
sé oft kveðin"
menntunar og svo ffamvegis. Við kröfð-
umst jafhréttis á borð við karla og höfum
fengið það í orði kveðnu. Ég er ekki að
halda því ffam að baráttumál síðasta ára-
tugar hafi öll náð ffam að ganga, þar er
langur vegur frá, en þau eru orðin réttmæt
í augum fólks. Jafhréttið svokallaða reynd-
ist konum skammgóður vermir því enn
eru störf kvenna illa launuð og lítils metin
enda hafa áherslur í kvennabaráttunni
breyst og konur krefjast þess nú í æ ríkari
mæli að vera þátttakendur í þjóðfélaginu á
eigin forsendum. Konur eru hættar að una
því að vera annars flokks þjóðfélagsþegnar
með tvöfalt vinnuálag í eigin þjóðfélagi.
Það er einmitt þessi hugarfarsbreyting
sem er svo gífurlega mikilvæg.
íslenskar konur staðið
meira í beinum aðgerðum
Kvennahreyfingar í Evrópu og Banda-
ríkjunum hafa lagst í rannsóknir síðustu
árin. Þar hefur saga kvenna, list kvenna og
menning verið skoðuð og dregin fram í
dagsljósið. Þetta er að sjálfsögðu ómetan-
legt. Á íslandi hefur þetta ekki fengist
nema í litlum mæli. Það verður að segjast
eins og er að hvorki Háskóli íslands né
yfirvöld hafa verið beinlínis hjálpleg eða
hvetjandi hvað þetta varðar. Við höfum
hins vegar staðið meira í beinum aðgerð-
um. Þar má nefna kvennaframboðin bæði í
byrjun aldarinnar og nú kvennaffídagana,
kosningu Vigdísar og fleira. Þetta er svo-
lítið sérstakt meðal kvennahreyfinga og er
ein höfuðástæða þess að hingað kemur
aragrúi erlendra blaðakvenna ár hvert. Það
má segja að íslenskar konur séu nánast
þjóðsagnakenndar í augum margra er-
lendra kvenfrelsiskvenna vegna þessa.
Vilja konur axla ábyrgð?
Það er fátt sem fer eins í taugarnar á mér
og fullyrðingin um að konur vilji ekki axla
ábyrgð. Vond vísa verður hvorki góð né
sönn þótt hún sé oft kveðin. Hvað sýnist
mönnum konur vera að gera dags daglega
annað en að axla ábyrgð á mikilvægustu
þáttum mannlegs lífs? Maðurinn virðist
hafa tapað áttum í eltingarleik sínum við
hégóma á borð við hagvöxt og vísindi.
Frh. á næstu opnu
21.TBL 1989 VIKAN 15