Vikan


Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 18

Vikan - 19.10.1989, Blaðsíða 18
HUGLEIÐIMGAR Mjalllmt Um seiðmagn og sálfræði ævintýrasögunnar TEXTI: GUNNHILDUR HEIÐA AXELSDÓTTIR Mjallhvít er ein þekktasta ævin- týrasaga heimsins. Hún hefur verið sögð í aldaraðir á ýmsum tungum í öllum heimsálfum. Rætur sögunnar um Mjallhvíti er að finna í germönsk- um goðsögnum. Ýmis tákn hennar bera þess Ijóslega merki. Hrafninn og jarðálfarnir (þ.e. dvergarnir) eru til dæmis efniviður úr tevtónskum, germönskum, sið. Yfirleitt er ævin- týrasagan einfaldlega kölluð „Mjallhvít“. Yngra nafn er þó til á þessu forna ævintýri - „Mjallhvít og dvergarnir sjö“. Mjallhvít og öfundsjúka móðirin Margar útgáfur af Mjallhvíti byrja eitt- hvað á þessa leið: „Einu sinni voru jarl og jarlsírú. Eitt sinn óku þau í hestvagni framhjá þremur snjósköflum. Þá hugsaði jarlinn með sér: „Ég vildi ég ætti stúlku sem væri hvít eins og snjór.“ Skömmu síð- ar óku þau lfamhjá þremur pollum af blóði. Þá hugsaði jarlinn með sér: „Ó, hvað ég vildi að ég ætti stúlku með blóðrauðar kinnar.“ Seinna meir flugu þrír hrafriar í grennd við jarlinn. Jarlinn hugsaði þá með sér: „Æ, hvað mig langar í stúlku með bik- svart hár.“ Á för sinni mættu hjónin loks stúlku sem var hvít sem snjór, rauð eins og blóð og með svart hár eins og hrafnsvæng- ur. Þessi stúlka hér Mjallhvít. Jarlinn tók hana strax upp í vagninn og dáðist að henni. Jarlsfrúnni var hins vegar lítið um Mjaflhvíti gefið. Hún sætti færis að losa sig við hana. Loks missti hún viljandi hanska sinn og bað Mjallhvíti að leita hans. Á meðan gaf hún þrælnum eða vagn- stjóranum skipun um að aka með miklum hraða í burtu." í þessari frumgerð sögunnar um Mjall- hvíti eru jarlinn og jarlsfrúin (sem síðar breyttust í stjúpmóður og föður) auðskilin útgáfa af foreldrum barnsins. Stúlkan sem faðirinn eða ímynd hans óskar sér og finn- ur síðan fyrir tilviljun er fulltrúi bamsins. Samkvæmt kenningum Sigmund Freud, Bruno Bettelheim og annarra er svonefnd ödipusarduld, það er kynferðislegur áhugi barnsins á foreldri af gagnstæðu kyni, mót- andi þáttur í persónuþroska þess. Sam- band foreldranna vekur hjá barninu af- brýðisemi út í foreldri af sama kyni. í sög- unni um Mjallhvíti samkennir barnið sig við Mjallhvíti og aðskilur sig um leið frá kynferðislegum tilfinningum og afbrýði- semi. Þessar tilfinningar koma vel fram í við- brögðum jarlsins og jarlsfrúarinnar. Af- brýðisemi veldur því að Mjallhvít er skilin eftir ein. Jafnvel ást föðurins megnar ekki að bjarga barninu. Sálfræði Mjallhvítar og útrás bældra tilfinninga Sagan hefst fýrir alvöru þegar Mjallhvít er sjö ára gömul. Það er dæmigert fyrir ævintýri að þau hefjast einmitt um það leyti sem sögupersónan er að yfirgefa í- myndaðan heim barnsins. Barnið er á þessum aldri að ná meiri tengslum við raunveruleikann. Þegar bamið hefur náð föstum tökum á ímyndunaraflinu hefet sjálfetæðisbaráttan af alvöru. Mjallhvít er að ganga í gegnum ödipusarstigið í persónuþroska sínum. Á þessu tímabili vill stúlkubarnið vinna ástir og athygli föður síns og í flestum tilfellum finnst barninu móðirin vera fýrir sér. Barnið verður af- brýðisamt vegna þeirrar athygli sem for- eldrarnir sýna hvort öðru. í slíkum tilvik- um vill bamið losna við það foreldranna sem er af sama kyni. Þessi reynsla veldur oft miklu sálarstríði hjá barninu og djúpstæðri sektarkennd. í ævintýrinu um Mjailhvíti er stjúpmóðirin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.