Vikan - 19.10.1989, Side 22
KEHM5LA
HUÓDSETNING
og yfirfœrsla
a
kvikmyndum,
skyggnum
og tölvuefni
UMSJÓN: MARTEINN SIGURGEIRSSON
Ef þú leggur þig augnablik með aug-
un aftur og hlustar á öll þau hljóð
sem eru í umhverfinu verður þú ef
til vill undrandi á því hvað þau eru mörg
og margbreytileg. Hljóðnemi myndavélar-
innar tekur upp öll hljóð í umhverfinu,
hvort sem þau eru æskileg eða ekki. Við
sem einstaklingar getum aftur á móti ein-
beitt okkur að ákveðnum hljóðum og úti-
lokað önnur í dagsins önn. Við frekari
hljóðvinnu í þáttagerð reynum við að
stjóma upptöku á hljóðinu með lausum
stefriuvirkum hljóðnema eða setjum ný
hljóð við myndina þar sem það á við.
Myndin getur ekki verið hljóðlaus þar sem
við viljum sýna rólegt og kyrrt umhverfi.
Það virkar hjákátlega, betra er að heyrist
tíst í fugli eða niður í lækjarsprænu.
Gallar við upptöku
Þegar við komum heim að lokinni
myndatöku koma oft í ljós gallar á hljóði
myndarinnar. Þetta geta verið óþarfa framí
köll ffá þeim sem augu myndatökumanns-
ins beinast að. Einnig geta verið óþægileg
hljóð í umhverfinu, firá umferð eða ís-
lensku roki. Þessi hljóð er hægt að þurrka
út og setja inn þulartexta, músík eða um-
hverfishljóð (leikhljóð). Einnig eru mynd-
ir oft hljóðsettar eftir klippingu.
Hljóðsetning
Lykillinn að hljóðsetningu er takkinn
„audio dub“ sem er á vandaðri myndavél-
Best er að máta textann sem lesinn er inn, áður en upptaka á hljóðinu hefst.
5. ÞÁTTUR
Ljósmyndir er hægt að „skanna" inn á
tölvur þar sem bæta má við textum o.fl.
sem síðan er yfirfært á myndbandið.
Ef þú gerir kápu utan um hylkin verða
þau mun eigulegri.
um og myndbandstækjum. Þegar við
hljóðsetjum tengjum við hljóðnema við
„mic“ eða „audio in“ á tækjunum. Næst
finnum við staðinn á bandinu þar sem nýtt
hljóð á að byrja, ýtum á „play-paus-audio
dub“. Tækið er tilbúið til upptöku þegar
„paus“takkanum hefur verið sleppt. Nú fer
bandið af stað, við sjáum myndina á skján-
um og getum lesið inn texta sem passar
við myndirnar um leið og allt hljóð, sem
fýrir var á bandinu, þurrkast út. Ef þú vilt
láta ákveðinn hluta myndarinnar halda
upprunalegu hljóði er best að finna byrjun
á þeim hluta myndarinnar, setja teljarann
á 000 og bakka að þeim stað þar sem nýtt
hljóð á að byrja. Síðan hljóðsetur þú þann
hluta sem fær nýtt hljóð og fýlgist grannt
með teljaranum til þess að stöðva upptök-
una í tíma áður en teljarinn kemur á 000.
Hljóðblöndun
Ef þú átt kost á því að tengja hljóðið við
„mixará' getur þú samtímis lesið inn nýtt
hljóð og sett inn músík með leikhljóðum.
Einfaldara er að lesa inn textann þar sem
músíkin kemur firá hátalara rétt við þular-
borðið en gæðin verða lakari. Það getur
tekið smátíma að prófa sig áfiram svo jafn-
vægi verði milli hinna ýmsu hljóða. Sum
vandaðri tæki hafa tvær hljóðrásir. Þá er
hægt að setja nýtt hljóð inn á aðra rásina
sem blandast við hljóðið sem fýrir er. Sá
galli er á gjöf Njarðar að ekki er hægt að
stýra styrknum á upprunalega hljóðinu.
Til þess að leysa þann vanda verður að
kópera upprunalega hljóðið yfir á aðra
spólu og spila það svo aftur inn á réttum
styrk með nýja hljóðinu með því að tengja
saman tvö myndbandstæki.
22 VIKAN 21.TBL. 1989