Vikan - 19.10.1989, Page 27
DULFRÆÐI
er 1918. Þetta var þá afekekkt og frum-
stætt lítið þorp. Þetta gerðist þrem dögum
eftir að munkar héldu hátíð til þess að
minnast blæðinga hins helga Frans írá Ass-
isí.
Faðir Pio var að biðjast fyrir þegar þetta
gerðist. Allt í einu heyrðist voðalegt óp úr
kapellunni. Faðir Leone, einn munkanna,
skundaði þegar inn í húsið. Hann kom að
föður Pio liggjandi meðvitundarlausum á
gólfinu og rann blóð úr honum frá þessum
venjulegu sex stöðum, sem kallast stig-
mata. Og næstu 50 ár áttu þessar blæðing-
ar hans eftir að halda áfram án þess að
nokkru sinni leiddi af því nokkrar sýkingar
af neinu tagi.
Þegar fréttist að hér væri stigamata á
ferðinni brást Vatikanið fljótt við og sendi
ljósmyndara og dr. Luigi Romanelli til þess
að rannsaka föður Pio. Skýrsla hans og
fleiri lækna um þetta fýrirbæri voru svip-
aðar og annarra sérfiræðinga um þetta efiii
og verður ekki eytt tíma hér í að rekja það
í einstökum atriðum.
En eins og nærri má geta vöktu þessar
fréttir gífurlega athygli og aðdáun kaþ-
ólskra manna. Reglubærður Pios höfðu því
nóg að gera við að gæta bróður síns. Þann-
ig gættu þeir þess að hin síblóðugu föt
hans væru ekki brennd heldur varðveittu
þeir þau í sérstöku herbergi í klaustri sinu.
Ekki var Vatikanið síður á verði og harð-
bannaði honum að láta nokkuð frá sér fara
á prenti eða skriflega. Einnig var honum
stranglega bannað að ferðast frá klaustrinu
sem hann var í. Það síðara leiddi hins veg-
ar til þess að það sem eftir var ævi hans lá
stöðugur straumur pílagríma til hans þar
sem hann var.
Á sér sálrænar rætur?
Þó ég aðeins nefhi hér stigmatatilfelli frá
20. öld gæti ég sagt ykkur frá mörgum og
merkilegum tilfellum af þessu tagi, en ég
læt þessi nægja að sinni.
Eins og bent hefur verið á hér að ffarnan
vita menn alls ekki með vissu af hverju
þetta stafar. Þó vil ég ekki ljúka greininni
að þessu sinni án þess að benda á eitt
atriði sem mér hefur fundist mjög eftir-
tektarvert. Það er sú sannreynd að við at-
hugun hefur komið í ljós að sár þau sem
fram hafa komið á stigmatasjúklingum,
sem vitanlega eru ekki eins, þótt með
vissu sé talið, að þau yfirleitt komu fram á
þeim stöðum líkamans þar sem frásagnir
segja að Kristur hafi verið særður við
krossfestinguna. Það hefur nefnilega kom-
ið fram við rannsóknir á því sérstaklega að
þetta fólk verður jafiian fyrir sárum sem
eru mjög lík þeim sem sjást á helgimynd-
um af krossfestingunni í nágrenni við þá
staði þar sem viðkomandi hefur búið eða
dvalið.
Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa
komið um það hvemig standi á þessum
furðulegu fýrirbæmm sem kallast stigmata
er sú að þetta eigi sér sálrænar rætur. Það
s'em hér er vitanlega átt við er að stöðug
umhugsun um þessar þrautir Krists, sem
haldið er vakandi í lengri tíma, geti að lok-
um beinlínis komið ffarn á viðkomandi
persónu. Það skýrir einnig þá sannreynd
að í nálægð þessa fólks hafa verið mjög
skýrar og átakanlegar myndir til af Kristi á
krossinum og þjáningum hans. Þetta þykir
mér eðlilegasta og sennilegasta skýringin á
þessum fýrirbæmm, sökum þess að ég
hygg að sterk hugsun, sem sífellt er haldið
í lengri tíma, komi fýrst ffam á hinum and-
lega líkama persónunnar og fáeri sig síðar
yfir á jarðneska líkamann og verði öllum
sjáanleg. Þetta sé aðeins eitt dæmið um
mátt mannshugans og áminni okkur um
mikilvægi hugsunar okkar og mátt hennar
og megin. Gæfa okkar allra felst í því að
temja okkur jákvæðan hugsunarhátt í hví-
vetna. (Ég á vitanlega ekki við að hugsun-
arháttur sá sem getur leitt til stigmata sé
neikvæður). Minnumst þess að við getum
að miklu leyti ráðið hugsunarhætti okkar
og af því leiðir sannleiksgildi hins forna ís-
lenska málsháttar Hver er sinnar gœfu
smiður. □
úsundt!
■
ódfiai nolatoi og nf/ai bmaYöiui
VERSLUNIN
PJONUSTA I PINA PAGU1
BARNALAND
SÍMI 20119 Á KVÖLDIN 0G UM HELGAR
NJALSGOTU65
91-21180
í'Barnavagnar
tKprrur
‘VðfMur
fXSmtarúm
Vagn- og £prrupof&r
‘Burfarám
%þCur
Sf&ptipolyir
‘BaigHníCur
21.TBL. 1989 VIKAN 27