Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 31
...íslendingar
eru bara svona!
RA<;A QkRIPAP
...og ég sá í hendingskasti fyrir mér með
hryllingi að með svona áframhaldi væri
þessari skóbúð alveg trúandi til þess að
koma fyrir stórum nuddpotti í versluninni
svo viðskiptavinirnir gætu nú slappað al-
mennilega af á meðan verið væri að
pakka skótauinu inn...
Ef eitthvað nýtt kemur
á markaðinn hér
heima, en það skeður
á hverju ári, þá er
ekkert sem heitir, enginn telst
maður með mönnum nema
eiga svo sem eins og eitt ein-
tak af tilfellinu eða í svæsnustu
tilfellunum, eitt eintak á fjöl-
skyldumeðlim, en það getur
nú verið ansi teygjanlegt
hugtak, þar sem venjuleg ís-
lensk fjölskylda getur saman-
staðið af svona einum og upp í
sex til sjö manns.
En hvemig sem það nú er,
þá líður mér ekki úr minni sú
einkennilega og undurfurðu-
lega græðgi sem greip um sig
hér á landi fyrir nokkrum
árum þegar bláu Clairol-fóta-
nuddtækin fóm að sjást í búð-
argluggum víða um land. Ég
gat ekki betur séð en tryllings-
legum glampa brygði fyrir í
augum fólks er talið barst að
þessari bláu himnasendingu.
Fólki fannst einhvem veginn
eins og það hefði gripið Guð í
fótinn!
Tilvalið þótti að staðsetja
gripinn fyrir ffaman hæginda-
stólinn og setja svo sem eins
og einn til tvo lítra af ylvolgu
Gvendarbrunnavatni í og
duggunarlítið af baðsalti eða
öðmm ilmsöltum. Þar næst
átti að dýfa þreyttum og
þvældum fótunum ofan í og
setja í samband.
Þá heyrðust dmnur miklar,
ekkert ósvipaðar og í ryksugu
eða hrærivél og Gvendar-
bmnnavatnið fór að krauma
og sjóða, ekkert ósvipað því
þegar maður stendur hjá
Grýtu í Hveragerði sem búið
er að setja grænsápu ofan í...
nema hvað ekkert gos mynd-
aðist.
Þó nú ekki væri!
Skárri hefði það nú verið
bölvaður dónaskapurinn í
framleiðendunum að láta sér
detta þvílíkt og annað eins í
hug og sulla þannig út bæði
stofuna og sjónvarpsholið!
Nú, en síðan bættist titring-
ur við þetta allt saman, ekkert
ósvipaður titringnum í Grohe-
tækjunum, þannig að það
heyrðist ekki mannsins mál
fýrir dmnum og frussi.
Þar fýrir utan eyddi þetta
tæki víst miklu rafmagni, og þó
nokkuð margar sögur fóm af
blöðmbólgu er hefði stungið
sér niður vítt og breitt um
landið, því sumir höfðu víst
sofnað í öllum herlegheitun-
um, vatnið kólnað og kaldan
gust leitt upp eftir fótleggjun-
um, alla leið upp í allra heilag-
asta, að ekki sé nú minnst á þá
er hreinlega fengu rafstraum í
allri græðginni og óðagotinu.
Nei! Clairol-nuddtæki skyldi
það vera, hvað sem það kost-
aði! Svona gekk þetta um tíma,
hvar sem maður var staddur í
heimsókn, þá blasti hvarvetna
bláa himnasendingin við aug-
um, og svei mér þá ef maður
rakst ekki einnig á þau undir
skrifborðum og sófaborðum á
vinnustöðum í matar- og kaffi-
tímum.
En alveg gekk nú fram af
mér þegar ég einn eftirmiðdag
rakst á fýrirbærið inni í einni af
skóverslunum hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Hjón komu
inn í verslunina, konan var að
leita sér að samkvæmisskóm,
og á meðan hún grúskaði í hill-
unum og mátaði var mannin-
um „Veskú“ boðið sæti
„ganske pænt“ og að draga af
sér bæði sokka og skó, og
smeygja fótunum ofan í yl-
volgt vatnið!
Og ég sá í hendingskasti fyr-
ir mér með hryllingi að með
svona áframhaldi væri þessari
skóbúð alveg trúandi til þess
að koma fýrir stórum nudd-
potti í versluninni svo við-
skiptavinirnir gætu nú slappað
almennilega af á meðan verið
væri að pakka skótauinu inn í
smekklegan pappír með til-
heyrandi slaufum og krúsin-
dúlli.
Síðan myndi þetta þróast
svona koll af kolli, og að lokum
myndi sundlaug bætast við og
að sjálfsögðu sundnámskeið,
sem gæti náttúrlega þýtt það
að Sundhöll Reykjavíkur og
Sundlaugarnar í Laugardal
færu í mál, Verslunarmanna-
félag Reykjavíkur yrði að sker-
ast í leikinn og verslunarleyfið
tekið af skókaupmanninum.
En svona eru íslendingar!
Þeir hreinlega umturnast ef
eitthvað nýtt í ætt við bláu raf-
væddu himnasendinguna berst
hingað til lands. En svo allt í
einu einn góðan veðurdag datt
allt í dúnalogn! Hrærivéla-
ryksugusullumbull - hljóðið,
sem fór sigurför um allt ísland
á methraða, steinþagnaði!
Fólk tók upp fyrri siði og
settist fyrir framan sjónvarpið
og í matar- og kaffitímum í
skótauinu eins og ekkert hefði
í skorist. Og nú var annað
hljóð komið í strokkinn þegar
maður skrapp í heimsókn til
kunningjanna, þá blöstu
Clairol-fótanuddtækin við aug-
um hátt uppi í forstofuskáp,
ekki 1 eða 2 heldur 3 eða 4.
En þegar þetta æði var geng-
ið yfir tók nú ekki betra við,
því þá tók „Litli ljósálfurinn"
með 7 vatta perunni við, og
allir hömuðust sem mest þeir
máttu við að lesa uppáhalds-
bókina á kvöldin þegar þeir
voru komnir upp í, með ljós-
álfinn festan við kjölinn á bók-
inni, svo betri helmingurinn
gæti nú sofið í friði.
Það var ekkert verið að hafa
áhyggjur af því þótt þessi
„álfur" hefði slæm áhrif á sjón-
ina. Þetta var „In“, það var
heila málið!
En nú, þegar þessi orð eru
töluð, eru það farsímamir sem
hafa tekið völdin og símsvar-
arnir og farsímar með sím-
svara... Allir eru með sím-
svara... vitið þið það, að...
Það er best að segja ekki
meir!
21.TBL. 1989 VIKAN 31