Vikan - 19.10.1989, Side 34
LEIKLI5T
TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN
Stjarna Lethal Weapon I og II talar
um frægðina og fylgikvilla hennar.
Kynþokkafyllsti maður í heimi?
„Nah,“ segir Mel Gibson.
„Þetta er sagt um svo að segja alla. Það
er bara markaðssetning." Þessi eilífðartán-
ingur ætlaði sér aldrei annað en að vera
bara einn af strákunum en guðirnir sköp-
uðu hann í líki kærasta alls heimsins. Það
er augljóst að fullkomnun hans er falin í
sæbláum augum, dökkum augnaumbúnaði
og þéttum augnahárum en það er jafn
augljóst að Mel leggur mikla vinnu í að
virka ekki á fólk eins og kvikmyndastjama.
Útlit hans minnir meira á pottorm sem
búið er að þvo í framan og vatnsgreiða
áður en haldið er í sunnudagsíjölskyldu-
boð. Það er þetta útlit sem gerir að menn
vilja vera bestu vinir hans og konur vilja
meira.
„Fyrst í stað fannst mér frægðin óþægi-
leg,“ segir Mel í matarhléi meðan á töku
Lethal Weapon II stendur. „En nú hugsa ég
ekki þannig lengur. Ég var sá eini sem fór
í hnút og nú er mér fjárans sama. Ég var
óöruggur með mig og í mikilli vörn eins
og flest ungt fólk er.“ Hann kyngir og lýsir
síðan yfir nýjustu sannferingu sinni: „Lyk-
ilatriðið er að skemmta sér en ekki að hafa
áhyggjur af því hvernig maður kemst af.“
Hann var orðinn eiginmaður og fáðir
fyrir þrítugt, margmilljónamæringur og
tímaritið People útnefndi hann kynþokka-
fyllsta mann í heimi. En Gibson hefur átt
sínar erfiðu stundir. Árið 1984 lék hann í
fjórum myndum - The Bounty, Mrs.
Sofíel, The River og Mad Max Beyond
Thunderdome og eitthvað gaf sig hjá hon-
um af of mikilli vinnu og álagi. People
sendi blaðamenn til Ástralíu þegar hann
var að leika í Mad Max III og var Gibson
harðorður í þeirra garð. Útkoman var sú
að í blaðagreininni, sem fylgdi á eftir, var
Mel Gibson er nýbúinn að kaupa hús í
Malibu í Kalifomíu fyrir fjölskylduna -
sem fer ört stækkandi. Gibson-bömin
em orðin fimm talsins.
GOSINN
IVIEL
GIBSON
Mel lýst sem skapillum manni sem væri
einkar vondur með víni.
Leikarinn kallar slíkar sögur nú
„þvætting" og það er auðvelt að leggja
trúnað á orð hans. Síðan þetta var hefur
hann skilað sínum besta leik fram að þessu
í myndinni Tequila Sunrise og keypt sér
hús í Malibu í Kaliforníu fyrir fjölskylduna
sem sífellt fer vaxandi. Gibson trúir ekki á
getnaðarvarnir frekar en aðrir sem aldir
eru upp í írsk-kaþólsku kirkjunni og þar eð
Robyn kona hans er á sama máli eru litlu
Gibson-börnin orðin fimm. Robyn segir í
hálfkæringi að hann haldi vöðvunum við
með því að lyfta ungbörnum. Gibson er
sjötti í röðinni af ellefu systkinum og seg-
ist ungur hafa lært að deila með öðrum.
Fjölskylda hans er í fyrsta sæti hjá honum
og hann segir sínar mestu hamingjustund-
ir hafa verið þegar börnin komu í heiminn.
Svo var það síðla ársins 1986 þegar Gib-
son sneri aftur til Hollywood til að leika í
Lethal Weapon að hann ákvað að gefa á-
fengi upp á bátinn í eitt skipti fýrir öll. í
dag segist hann aldrei hafa drukkið mikið.
„Ég hef séð fólk hella í sig og fara vel með
það. Ég er bara ekki þannig." Hvernig vissi
hann þá að hann væri farinn að ofgera sér?
„Maður veit það þegar maður dettur á
hausinn. En það var auðvelt að hætta. Ég
býst við að mig hafi bara ekki langað til að
reka mig á lengur." Svo þagnar hann. Eng-
in Betty Ford, ekkert mál.
Þótt Gibson vinni af eins miklum fítons-
krafti nú og hann gerði vandræðaárið
1984 hefur hann þróað með sér óvenju-
legt jafhaðargeð hvað varðar líf sitt og
starf. Það er sjaldgæft að finna kvikmynda-
leikara sem er svo fús til að játa, eins og
Gibson gerir, að oft „blöffar maður sig
bara í gegnum þetta. Ef hlutfallið er meira
af góðum hlutum en slæmum þá er þetta í
lagi“.
Og þó mörgum viðkvæmum leikaranum
finnist hreinlega sársaukafullt að skoða
sína eigin frammistöðu finnst Gibson gam-
an að sjá sjálfan sig. „Það er ekki sárt.
Kannski dálítið kjánalegt. En það getur
ekki verið sárt - til þess er það ekki nógu
mikilvægt. Sé frammistaðan ekki nógu góð
er ekki annað að gera en að sjá til þess að
hún verði betri næst.“
Það er á vissan hátt þetta sem gerir Gib-
son að jafhgóðum leikara og raun ber vitni
— að hann neitar að taka leiklistina alvar-
lega. Allt í lagi, en getur hann leikið
Hamlet? Því komumst við að bráðlega. Eft-
ir að tökum á tveimur næstu myndum
hans lýkur ætlar hann að leika hinn ódauð-
lega Danaprins fýrir Franco Zeffirelli. Gib-
son lofar því að hann muni ekki leika Ham-
let í svartri rúllukragapeysu með haus-
kúpu í hendi sem er svo sem gott og bless-
að ef hann ekki kemur með Mad Max á
Helsingjaeyri! En hvemig ætlar Mel Gib-
son að ráða við eitt þyngsta hlutverk
leikbókmenntanna? Ekkert af því sem
hann hefur áður gert á hvíta tjaldinu bend-
ir til þess að hann ætti að reyna að takast á
við þetta. Hann viðurkennir að það sé svo-
lítið ógnvekjandi.
„En þú veist hvað gerist taki maður ekki
áhættu. Ekkert. Ég ætla að undirbúa mig
vel — líkamlega og andlega."
Og verði hann sér til skammar? Manni
kemur helst í hug það sem Billy litli Kwan
segir við Guy Hamilton sem Gibson leikur
í Year of Living Dangerously: „Það sem ég
kann best við í þínu fari, Guy, er það að
þér er nákvæmlega sama.“
Gibson segist sjálfur alltaf hafa skemmt
sér vel við tökur og leggur mikið upp úr
því. „Ég get ekki verið frjáls og skapandi
nema ég sé hamingjusamur svo það skiptir
mig miklu máli að líka vel við alla. Ég hef
alltaf skemmt mér vel við tökur. Þetta er
ekki eins og vinna. Ég finn stundum til
sektarkenndar, eins og ég ætti að fá mér
fullorðinsvinnu."
Hann var orðinn eiginmaður og faðir
fyrir þrítugt, hafði hlotið útnefninguna
kynþokkafyllsti karlmaður heims - og
milljónimar streymdu inn á bankareikn-
inginn.
34 VIKAN 21.TBL. 1989