Vikan


Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 42

Vikan - 19.10.1989, Qupperneq 42
5MA5AGA Hann var vingjarnlegur á svip og gleraugun hans voru ekki nema umgerðin ein, en hann handlék skammbyssuna eins og sá sem valdið hafði. Ég furðaði mig á rósemi minni þegar mér varð ljóst hvert erindi hans var. — Það er leiðinlegt að þurfa að deyja og vita ekki ástæðuna, sagði ég. — Hver hefur fengið yður til að myrða mig? — Ég gæti sjálfiir verið óvinur yðar, sagði hann blíðlega. Ég sat í vinnustofu minni og hafði verið í þann veginn að hella viskíi í glasið mitt þegar ég varð hans var. — Ég tók ílöskuna og hellti í glasið. — Ég þekki óvini mína en yður þekki ég ekki. Er það konan mín? — Þér eigið kollgátuna, og tilgangur hennar er auðsær. — Já, sagði ég. — Ég á peninga og það er greinilegt að hún vill komast yfir þá alla. Hann horfði rannsakandi á mig. — Hve gamall eruð þér? — Fimmtíu og fjögurra ára. — Og konan yðar? — Tuttugu og tveggja ára. Hann skellti í góm. — Það var heimsku- legt af yður að halda að þetta gæti gengið til lengdar. Ég dreypti á viskíinu. Ég gat vel hugsað mér að skilja við hana eftir eitt eða tvö ár og greiða henni ríflega lífeyri en mig lang- aði til að lifa lengur. - Konan yðar er falleg en ágjöm, hr. Williams, og ég furða mig á því ef þér hafið aldrei orðið þess var. Ég leit á skammbyssuna. — Ég get ímyndað mér að þetta verði ekki fyrsta morðið, sem þér fremjið? — Nei. — Og þér hafið greinilega ánægju af þessu? Hann kinkaði kolli. — Sjúklega ánægju, það skal ég viðurkenna, en samt er þetta staðreynd. Ég horfði á hann og beið átekta. Að lok- um sagði ég: — Þér hafið verið hérna í rúm- ar tvær mínútur og ennþá er ég á lífi. - Ekkert liggur á, hr. Williams, sagði hann vingjamlega. — Jæja, það er þá ekki sjálft morðið heldur aðdragandi þess, sem þér hafið mesta skemmtun af. — Þér emð mjög skarpskyggn, hr. Will- iams. Og meðan ég get á einhvern hátt verið yður til skemmtunar fæ ég að halda lífi? — Já, en auðvitað innan vissra takmarka. — Skiljanlega. Má bjóða yður viskí, hr... ? — Smith er nafn sem auðvelt er að muna. Já, þakka yður fyrir, en ég vil gjarn- an fylgjast með því hvernig þér blandið það. — Finnst yður sennilegt að ég hafi eitur við höndina undir þessum kringumstæð- um? — Það er að visu ótrúlegt en þó ekki úti- lokað. Hann horfði á mig meðan ég hellti í glasið, síðan settist hann í hægindastól. Ég settist á legubekkinn. Þegar maðurinn kom og miðaði á mig byssunni þá bauð ég honum auðvitað upp á drykk. Eg hef alltaf verið mjög kúltiveraður maður. — Og konan mín, hvar er hún þessa stundina? — Hún er í samkvæmi, hr. Williams. Það eru að minnsta kosti tólf manns sem geta svarið að þeir hafi ekki misst sjónar af henni á þeim tíma sem morðið verður firamið. — Á þetta að líta út eins og innbrots- þjófur hafi verið að verki? Hann setti glasið á borðið. — Já, þegar þessu er lokið þurrka ég auðvitað af glas- inu og læt það aftur inn í vínskápinn yðar. Þegar ég fer þurrka ég einnig af öllum hurðarhúnum sem ég hef snert. — Ætlið þér ekki að taka með yður ein- hverja smáhluti svo enginn vafi leiki á því að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða? - Þess gerist ekki þörf, hr. Williams. Lögreglan mun draga þá ályktun að þjófur- inn hafi orðið svo skelkaður eftir að hafa framið morðið að hann hafi flúið tómhent- ur. — Málverkið þarna er þrjátíu þúsund króna virði, sagði ég. Hann leit á myndina sem snöggvast og sagði: — Það er freistandi, hr. Williams, en ég vil ekki hafa neitt í fórum mínum sem kynni að vekja grun. Ég hef miklar mætur á listaverkum, einkanlega peningunum sem hægt er að fá fyrir þau, þó ekki svo miklar að ég vilji eiga það á hættu að lenda í rafmagnsstólnum þeirra vegna. Hann brosti. — Eða ætlið þér ef til vill að láta mig fá málverkið fyrir að þyrma lífi yðar? — Það var hugmyndin. Hann hristi höfuðið. — Því miður, hr. Williams. Þegar ég hef tekið að mér eitt- hvert verkefni verður mér ekki hnikað. Það er nokkurs konar vinnustolt. Ég setti glasið á borðið. - Eruð þér að bíða eftir að sjá á mér einhver hræðslu- merki, hr. Smith? — Það hlýtur að koma að því. — Þá ætlið þér að drepa mig? Augnaráð hans varð flöktandi. — Er þetta ekki dálítið erfitt, hr. Williams, að vera hræddur og þora ekki að láta á því bera? — Ætlist þér til þess að fórnarlömb yðar grátbiðji yður um miskunn? spurði ég. — Það gera þau alltaf, þó það sé auðvit- að með ýmsu móti. — Skírskota til mannúðar yðar, eigið þér við? Og það er sem sé vonlaust? — Vissulega. — Þau bjóða yður peninga? — Mjög oft. — Er það líka árangurslaust? — Hingað til hefur því verið þannig farið, hr. Williams. — Bak við málverkið, sem ég benti yður á áðan, er smáhólf, hr. Smith. Hann leit aft- ur á málverkið. — í því eru fimm þúsund dollarar. — Það er mikið fé, hr. Williams. Ég tók glasið mitt og gekk að málverkinu. Ég opn- aði hólfið, tók úr því brúnt umslag og drakk síðan það sem eftir var í glasinu. Ég setti tómt glasið inn í hólfið og aflæsti því. Smith hafði ekki augun af umslaginu. — Komið með það hingað. Ég lagði umslagið á borðið. Hann horfði á það í nokkrar sek- úndur og leit síðan á mig. - Datt yður í hug að þér gætuð keypt líf yðar? Ég kveikti mér í sígarettu. — Nei, það er víst ekki hægt að múta yður. — Samt sem áður gefið þér mér kost á öllum þessum peningum, sagði hann hálf- gramur. Ég tók umslagið og tæmdi úr því á borðið. — Þetta eru gamlar kvittanir sem eru einskis virði. - Hélduð þér að þetta kæmi yður að einhverju haldi? - Mér gafst tækifæri til að opna hólfið og læsa glasið yðar þar inni. Hann leit á glasið sem var fyrir framan hann. - Þetta var yðar glas, ekki mitt. Ég brosti. — Það var glasið yðar, hr. Smith, og ég býst við að lögreglumennirn- ir verði undrandi þegar þeir sjá tómt glas í peningahólfinu mínu. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir athuguðu fingraförin á glasinu, einkanlega þar sem um morð er að ræða. Hann kipraði saman augun. — Ég hef aldrei haft af yður augun. Yður hefur ekki gefist neitt tækifæri til að skipta á glösun- um. 40 VIKAN 21.TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.