Vikan


Vikan - 19.10.1989, Side 46

Vikan - 19.10.1989, Side 46
5K0P BRUÐKAUP Hér er það sem launahækkanimar fara fram. Helga, hvar geymum við þungunarprófin? — Ertu að meina það í alvöru að ég geti ekki keppt við íþróttaþáttinn? Félagamir í Ríótríói dönsuðu við Rut og sungu henni eitt af sínum alkunnu ljúfu lögum. Barnasljarnan Rut Regincalds giftir sig TEXTI OG MYNDIR: EGILL EGILSSON Laugardagurinn 30. september síðast- liðinn hefúr vafalaust verið eins og hver annar laugardagur fyrir flesta landsmenn og veðrið skipt þá litlu máli, enda var þá ósköp venjulegt haustveður. Dagurinn skipti þó sköpum fyrir þau Rut Reginalds söngkonu og Fannar Gauta Dag- bjartsson bakara, því þetta var dagurinn sem þau bundust hvort öðru með giftingu. Þau giftu sig með pompi og prakt í Hall- grímskirkju að viðstöddum vinum og vandamönnum. Geislar sólar streymdu inn um bogadregna kirkjugluggana á með- an á athöfninni stóð og gáfu henni enn há- tíðlegri blæ. Að giftingarathöfninni lokinni stigu brúðhjónin upp í Buick glæsibifreið, skreytta bleikum borðum, og brunað var með þau á Loftleiðahótelið þar sem vegleg brúðkaupsveisla var haldin. Síðla kvölds stigu þau Rut og Fannar brúðarmarsinn í Danshöllinni, við undir- leik Rúnars Júlíussonar og félaga. Fyrr um kvöldið höfðu þeir Helgi Pé og félagar í Ríótríói dansað við Rut auk þess sem þeir sungu henni eitt af sínum alkunnu ljúfu lögum. Lokapunktur kvöldsins var síðan þegar Fannar bar brúði sína yflr þröskuld- inn á heimili þeirra, sem honum reyndist létt verk, og að launum hlaut hann innileg- an koss. Ný plata væntanleg f stuttu samtali við Vikuna sagði Rut að plata væri væntanleg frá henni eftir ára- Brúðhjónin Rut Reginalds og Faxuiar Gauti Dagbjartsson í Hallgrímskirkju. mót. Langt var orðið síðan landsmenn höfðu heyrt hana syngja, en hún bætti úr því þegar hún kom ffam á tónleikum Vímulausrar æsku í Háskólabíói fyrr á þessu ári og síðan í þætti á Stöð tvö þar sem hún söng með tilþrifum lagið Amaz- ing Grace. Vikan óskar brúðhjónunum til hamingju og Rut velfarnaðar á tónlistar- sviðinu í framtíðinni. □ N 44 VIKAN 21.TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.