Vikan - 22.12.1938, Page 5

Vikan - 22.12.1938, Page 5
Nr. 6, 1938 VIK A N 5 J7ófo/z ugleíðín g:. Æfintýrið á Oskjuhlíðinni. PAÐ var aðfangadagskvöld. Ómar kirkjuklukknanna bárust út í víðáttuna. Fólkið streymdi að kirkjunum úr öllum áttum. Reykjavík var prúðbúin, fögur borg. Undirbúningurinn hafði staðið yfir í margra daga. Og nú voru margir þreyttir, — en allir voru glaðir, og alls- staðar var ys og þys. Utan við bæinn var kyrrð og friður nátt- úrunnar. Ungur námsmaður, Baldur Birgis, hafði leitað kyrrðarinnar og stóð nú efst í Öskju- hlíðinni. Hugfanginn horfði hann út í víð- áttuna. Hann horfði yfir bæinn og út til hafs, — það sem augað eygði. Og hann horfði inn til fjallanna, sem stóðu mikil- úðug og tignarleg og lauguðu sig í ghti tunglskinsins.' Fjallkonan hafði klætt sig í mjallhvítan kirtil, sem snærinn hafði ofið henni úr frostrósum og ískristöllum. Yfir jökulfölduðu höfuðdjásninu mynduðu norðurljósin undurfagran sveig, og stjörn- urnar stráðu geislum sínum frá dimmblá- um næturhiminum yfir haf og hauður. Fannbreiðurnar glitruðu í silfurlitaðri töfraslæðu. Lognaldan gnauðaði við ströndina. Baldur virti allt þetta fyrir sér. Og há- tíðleiki náttúrunnar heillaði huga hans og lyfti honum yfir hversdagsleika daglegs lífs. Ýmsar hugsanir brutust fram: — Voru ekki jólin eins og vinjar eyðimerkurinnar ? — I kvöld voru allir góðir. 1 kvöld var sér- hver nær guðsríki en endranær. í kvöld gáfu menn hver öðrum gjafir og óskuðu hver öðrum innilegra hamingjuóska. — Gleðileg jól, — hljómaði frá manni til manns. — Gleðileg jól, gleðileg jól, — hvíslaði Baldur hugfanginn út í víðáttuna. Og honum fannst eins og öll náttúran hvíslaði sömu orðunum einum rónii. En nú heyrði hann undarlega rödd, sem hvíslaði sömu orðunum: — Gleðileg jól, — gleðileg jól. — Og röddin vakti athygli Baldurs. En ekki gat hann áttað sig á upp- runa hennar. — Hver ert þú, sem talar? spurði hann. — Ég er rödd þess, sem koma skal, —- var svarað. — Rödd þess, sem koma skal? endur- tók Baldur. — Hvað er nú það? — Ég kem frá heimi leyndardómanna, mælti röddin. — Mundir þú trúa mér, ef ég segði, að þetta værir þú sjálfur? Það var eins og rofaði til í huga Baldurs. Nýtt skynjunarsvið opnaðist. Vitundin um það færði honum nýjan fögnuð. — Ég skil — og skil ekki, mælti hann svo. — Sennilega hefi ég heyrt rödd þína oft áður. — Satt er það, svaraði röddin. — En venjulega hefir þú verið önnum kaf- inn í áhyggjum og striti. Þú hefir ekki hlustað á annað en raddir líkamlegra þarfa. Baldur vissi sem var, að enn hafði hann lítið um andleg mál hugsað. — Raddir hversdags- lífsins eru svo háværar, sagði hann afsakandi. — En ekki getur þú lifað á einum sam- an hávaða lífsbaráttunnar, svaraði rödd- in, og alvöruþungi lá í orðunum. Ég ætlast ekki til þess, að þú vanrækir viðfangsefni daglegs lífs, en ég óska þess, að rödd mín geti orðið að undirleik annarra radda í sál þinni. Mætti þá svo fara, að störf þín — líka þau lítilmótlegustu — gætu orðið þér heilög köllun. Baldur horfði hljóður og hugsandi út í víðáttuna. Honum fannst ótrúlegt að slíkt mætti takast. En röddin gaf honum nýja skýringu: — Mannleg fullkomnun er ákvörðun guðs, mælti hún. Við þurfum ekki að ör- vænta. Ég vil gera þér það ljóst, að hver sú stund er dýrmæt, sem þú verð til að lauga sál þína og vígja til æðri viðfangs- efna. Þú situr við sannkallaðar heilsulind- ir. Á jólunum er ágætt tækifæri til að lauga sig úr slíkum lindum. Baldur hugleiddi orðin, og hann fann hugsanir sínar verða gleggri og vitundina skýrari. Og röddin hélt enn áfram: — Hlustaðu, hlustaðu, mælti hún. — Rödd samúðarinnar fer um byggðir mann- anna. Náttúran öll endurómar. Hlustaðu á bergmálið. Það ómar í dýpstu djúpum og hæstu hæðum. Máske fæðist frelsarinn í sál einhvers manns á þessari stundu. — Og sú stund mun koma, að hann fæðist í sál þinni. í kvöld fæðist þar máske ein- hver fögur hugsjón eða háleit þrá. En gæt þess vel, að meta allt slíkt að verðleikum. Baldur sá nú lífið blasa við sér í nýju ljósi, og það fór fögnuður um sál hans. — Getur þú hjálpað mér? sagði hann svo. — Hjálp mín er ávallt til taks, þegar þú óskar hennar af öllu hjarta þínu og af öllum huga þínum. — Veit mér þá hjálp þína, svaraði Baldur. — Fylg þú mér að lauginni, hvíslaði röddin, og hreimurinn var eins og ómandi klukknahljómur. — Lauginni? endurtók Baldur. — Hvar er hún? — Laugin sú er á hæðunum. 1 þeirri laug getur þú þvegið af þér ryk þjóðveg- anna. Rykið, sem sezt utan á ykkur, rykið, sem þið andið‘að ykkur. Allir óhreinkast, jafnvel þeir, sem þrá að vera hreinir. Baldur fann sál sína hefjast hátt yfir hversdagsleikann. Sjóndeildarhringurinn varð víður og útsýnið fagurt, fegurra en fyrr. Allir skuggar hurfu, eins og dögg fyrir sólu. Hann var á hæðum. Og nú tók röddin aftur til máls og bauð honum að stíga inn í helgidóm þagnarinn- ar. — Hann fann sál sína komast í snertingu við upphaf alls, sem lifir. En nú lét röddin til sín heyra á ný: — Sjá, sagði hún, — meistarinn frá Nazaret stendur hjá þér. Og í sömu svipan birtist Balári skínandi Framh. á bls. 28.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.