Vikan - 22.12.1938, Síða 6

Vikan - 22.12.1938, Síða 6
6 VIK AN Nr. 6, 1938 Jóianótt á vígstöðvunum. Brezki rithöfundurinn og skáldið, PHILIPP GIBBS, er tók þátt í heimsstyrjöldinni frá upphafi, skrifar þessa frásögn um jólanótt á vígstöðvunum 1915. TEIKNINGARNAR ERU EFTIR A X E L MATHIESEN HNEYKSLIÐ — því að það var full- komið hneyksli, ósamboðið anda stríðsins og þeim fjandskap, sem ríkja á meðal óvina í hernaði — var þagg- að niður, að svo miklu leyti sem herskoð- unin gat komið í veg fyrir, að það yrði birt í enskum blöðum. En það barst út á meðal hermanna og liðsforingja, sem voru heima í fríi, og þannig barst það líka til eyrna herforingjaráðsins. Það endaði með skipun, sem var send til allra herflokka og herdeilda á vígstöðvunum annan jóla- dag árið 1915: Hersveitunum er stranglega bannað að leggja lag sitt við óvin- ina. Sérhver liðsforingi, sem brýtur gegn þessari skipun eða svíkst um að gæta þess, að henni sé hlýtt, verður kallaður fyrir herrétt. Aðalmaðurinn var Julian Heath, undir- flokksforingi konunglega riffilskyttuliðs- ins, sem gætti sprengiherlinu við Hooge, ókyrra megin við Ypres. Þessi ungi maður var mesti galgopi. Að eðlisfari var hann hláturmildur og léttlyndur, og það hélzt enn, þrátt fyrir sprengikúlur, skotgrafir, varg og annað mótlæti. Skotgrafirnar við Hoog voru þá óþægi- lega nálægt óvinunum. Það var ekki nema hundrað metra autt svæði á milli vígstöðv- anna. Þýzku, grænu sandpokarnir voru örskammt undan. Haustregnið hafði breytt jörðinni í foræði og herfylkingin, sem gætti sprengivirkjanna óð upp fyrir stígvélin í leðju, svaf í forinni og bruddi hana á milli tannanna, þegar skammtin- um var útbýtt. Á nætumar varð allt kvikt af rottum, sem létu freistast af lyktinni. Þær döns- uðu innan um stígvél varðmannanna og tóku ekkert tillit til næturfriðar liðsfor- ingjanna, er sváfu í skjóli við sandpok- ana. Önnur kvikindi, tæplega eins stór, en því fleiri talsins kvöldu þessa ungu menn, sem áður voru vanir að fara í bað á morgn- ana. Það var aðeins einn hagnaður við að vera svona nálægt óvinunum. Stórskota- liðið þýzka skaut ekki úr fallbyssum sín- um á svo stuttu færi af ótta við að drepa sína eigin menn. En Bæheimsbúar notuðu þungar skotgrafabyssur, sem ollu miklu tjóni, og þeir höfðu duglegar launskyttur, sem miðuðu strax á þann, sem hætti á að gægjast upp fyrir sandpokavirkið. — Upp með hugrekkið og niður með höfuðið, piltar, var hið daglega viðkvæði Heaths liðsforingja. — Og ef einhvern ykkar langar til að taka Hooge á leigu, þá megið þið það fyrir mér. Ég fyrir- mitt leyti vil heldur Brighton, það er baðstaður í lagi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.