Vikan


Vikan - 02.11.1939, Page 6

Vikan - 02.11.1939, Page 6
 Bette Davis, bezta kvikmyndaleikkonan, í hlut- verki sínu „Judith" í kvíkmyndinni „Dark Victory". Á myndinni fyrir neðan sést hún með Geraldine Fitzgerald, ung, greind leikkona frá Gate-leikhúsinu í Dublin, sem leikur einkaritara Judiths í kvikmyndinni. BETTE M bezta kvikmynda- leikkonan ? Bette Davis, sem fékk verð- laun 1935 og 1938 sem bezta kvikmyndaleikkonan, leikur nú í nýrri kvikmynd. D ette Davis er enn vinsælasta kvik- myndaleikkonan. Hún er ekki beint falleg, en það er eitthvað við hana, sem bæði konum og körlum geðjast að. Sam- kvæmt fregnum erlendra blaða hefir hún aukið frægð sína í nýju kvikmyndinni „Dark Victory“. Þetta er kvikmynd, sem er athyglisverð vegna þess, að hún endar ekki vel. Venju- lega eru gerðar slæmar myndir eftir góðum leikritum, en þessi kvikmynd er eftir leik- riti, sem gekk stuttan tíma í New York, og er prýðileg í alla staði. Þetta er mest að þakka leik Bette Davis. Leikritið f jallar um unga stúlku, sem er milljónamæringur og hugsar ekki um ann- að en veizlur, leikhús og veðhlaup. Þegar hún hefir kvalizt af höfuðverk í marga mánuði, játar hún loksins fyrir einkaritara sínum, að hún sé veik. Einkaritarinn, sem er ung stúlka, getur fengið hana til að leita sérfræðings í heilasjúkdómum. — Læknirinn sér strax, að hún hefir ólækn- andi sjúkdóm. Hún getur aðeins lifað stutt- an tíma, en samt getur uppskurður lengt líf hennar um nokkrar vikur eða mánuði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.