Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 19
BÆTIEFNIN
SEM KONUR ÞARFNAST MEST
Ertu orkulítil? Þreytt?
Uppstökk eða döpur?
Færðu oftar kvef upp á
síðkastið eða ertu svolítið
guggin? Ekki skella skuld-
inni á streitu eða of lítinn
svefn því vandinn gæti verið
sá að þig - svipað og milljón-
ir annarra kvenna - vanti eitt
eða fleiri þessara lífsnauð-
synlegu bætiefna.
RÍBÓFLAVÍN
Hvers vegna? Það er ekki nóg
með að þetta vítamín (einnig
kallað B-2 vítamín) hjálpi lik-
amanum að breyta fæðu í
orku heldur stuðlar það einnig
að framleiðslu rauðra blóð-
korna og heldur húð og augum
heilbrigðum. Þó er staðreyndin
sú að aðeins um helmingur
kvenna á Vesturlöndum tekur
inn ráðlagðan dagskammt af
ríbóflavíni. Ofneysla áfengis,
sýklalyfið tetrasyklín og lang-
varandi matarkúrar við
magasári eða sykursýki valda
skorti á þessu bætiefni.
Hörgulsjúkdómar eru sár í
munni, á vörum, húð og kyn-
færum.
Bestu uppsprettur: Kjöt,
fuglakjöt, fiskur, mjólkurafurð-
ir, aspas, spínat, egg, maís,
heilhveitibrauð.
B-6 VÍTAMÍN
Hvers vegna? B-6 vítamín
(pýridoxín) hjálpar líkamanum
að nýta hvítuefni og fitu og
stuðlar að því að ónæmis- og
taugakerfið starfi mjúklega. B-
6 stuðlar einnig að framleiðslu
blóðrauða sem flytur súrefni
um likamann auk þess sem
það myndar efnaboðberann
serótónin, róandi efni í heila.
Þó fá 94 prósent allra vestur-
lenskra kvenna ekki ráölagða
dagskammta. Megrun, áfeng-
isneysla og reykingar geta líka
valdið skorti sem leiðir til
vandamála á borð við þung-
lyndi, ógleði, vöðvakrampa og
taugabólgu í útlimum.
Bestu uppsprettur: Kjúkl-
ingabringa, nýru, lifur, svína-
kjöt, egg, sojabaunir, heil-
hveitiafurðir, hnetur, valhnet-
ur, bananar, kartöflur, lárper-
ur, lax, túnfiskur.
FÓLÍNSÝRA
Hvers vegna? Fólínsýra -
sem 96 prósent allra vestur-
lenskra kvenna fá ekki nóg af
- stuðlar að frumuþroska og
frumuskiptingu um allan lík-
amann. Áfengisneysla, P-
pillur, krampalyf og þvagræsi-
lyf ganga öll á fólínsýruforða
líkamans. Fólínsýruskortur
getur valdið niðurgangi og
blóðleysi og getur aukið hætt-
una á krabbameini. Á með-
göngu getur fólínsýruskortur
orsakað fæðingargalla eða of
lága fæðingarþyngd barns.
Bestu uppsprettur: Lifur,
eggjarauða, ger (einnig bök-
unarvörur er innihalda ger),
hveitiklíð, hveitikim, spínat,
laufgað grænmeti, appelsínur,
appelsínusafi.
KALK
Hvers vegna? Kalk er best
þekkt fyrir þýðingarmikið hlut-
verk í uppbyggingu sterkra
beina og tanna en það heldur
einnig hjartslætti reglulegum,
stuðlar að heilbrigðri vöðva-
og taugastarfsemi og því að
blóð storkni eðlilega. Mögulegt
er að kalk sé einnig forvörn
gegn háum blóðþrýstingi og
ristilkrabbameini. Þó sjá átta af
hverjum tíu konum ekki til
þess að fæða þeirra innihaldi
nægilegt kalk. Meðganga,
brjóstagjöf, tíðahvörf, áfeng-
isneysla og mikið magn af
koffíni geta gert illt verra með
því að ganga á kalkforða lík-
amans. Sérfræðingar telja að
of lítil kalkneysla stuðli að
beingisnun.
Bestu uppsprettur: Mjólk og
mjólkurafurðir, allir ostar, lax,
sardínur, sólblómafræ og
grænt grænmeti.
MAGNÍUM
Hvers vegna? Um 84 prósent
kvenna fá ekki ráðlagt magn
magníums en það hefur hlut-
verki að gegna í svo að segja
allri mikilvægri líkamsstarfs-
semi. Það er ekki nóg með að
magníum stuðli að framleiðslu
hvítuefna heldur sér það til
þess að vöðvar og taugar
starfi rétt. Hættan á magníum-
skorti er mest hjá fólki í
megrun, drykkjufólki og öldr-
uðum en magníumskortur get-
ur valdið lystarleysi, þung-
lyndi, svima, ógleði og önug-
lyndi.
Bestu uppsprettur: Hnetur,
grænmeti, fíkjur, greipaldin,
maís, möndlur og sítrónur.
JÁRN
Hvers vegna? Járn er ómiss-
andi frumefni sem myndar
blóðrauða og vöðvarauða er
bera súrefni um allan líkam-
ann. 80 prósent kvenna fá ekki
ráðlagða dagskammta járns úr
fæði sinu og tíðablæðingar og
meðganga ganga á þann járn-
forða sem þær hafa. Einnig er
hætta á að grænmetisætur,
fólk í megrun og aldraðir fái
ekki nægilegtjárn. Járnskortur
veldur blóðleysi sem aftur
veldur súrefnisskorti í vefjum
líkamans. Þó aðeins sé um
smávægilegan járnskort að
ræða getur hann valdið
þreytu, fólk verður fölt yfirlitum
og fær oftar umgangspestir.
Bestu uppsprettur: Lifur, mag-
urt kjöt, fuglakjöt, skelfiskur og
fiskur, þurrkaðir ávextir, eggja-
rauða og grænt grænmeti.
SINK
Hvers vegna? Sink er ómiss-
andi svo ónæmiskerfið haldist
heilbrigt, svo að sár grói, sjón
haldist góð og fyrir allan
þroska æxlunarlíffæra. Þó fá
96 prósent kvenna ekki ráð-
lagða dagskammta. Sykur-
sjúkir, aldraðir, drykkjufólk,
grænmetisætur og fólk með
nýrnasjúkdóma er líklegra en
aðrir til að líða af sinkskorti.
Sinkskortur getur gert fólk
næmara fyrir öllum sýkingum
og minnkað bæði bragð- og
lyktarskyn.
Bestu uppsprettur: Rautt
kjöt, lifur, egg, ostrur, rækjur,
heilkornsafurðir, grænar baun-
ir, hnetur.
Ráðlagðir dagskammtar:
Ríbóflavín 1,3 mg (1,6 mg á meðgöngu, 1,8 mg við brjósta-
gjöf).
B-6 vítamín 1,6 mg (2,2 mg á meðgöngu og við brjóstagjöf).
Fólínsýra 180 míkrógrömm (400 mikrógrömm á með-
göngu).
Kalk 800 mg (1200 mg á meðgöngu og við brjóstagjöf).
Magníum 280 mg (350 mg á meðgöngu og við brjóstagjöf).
Járn 15 mg (30 mg á meðgöngu).
Sink 12 mg (15 mg á meðgöngu, 19 mg við brjóstagjöf).
5.TBL. 1991 VIKAN 19
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN