Vikan


Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 07.03.1991, Blaðsíða 49
2A FRAMSTIG réh (Styrkir framan- og aftan- verð læri og rass.) Standið með fætur saman. Tær vísa fram og hendur á mjöðmum. Stígið fram með annan fótinn svo að hné á þeim fæti sé yfir hæl og fót- leggur er lóðréttur fyrir neð- an hné. Aftari fótur skal vera næstum beinn, með þung- ann á táberginu og hælinn frá gólfi. Ýtið aftur með fremri fæti og komið aftur í upphafsstöðu. 2B STANDANDI FRAMSTIG RANGT Stígið ekki fram þannig að hné skagi fram fyrir hæl. Læri og kálfi eiga að mynda 90 gráða horn. Ef hné fer fram fyrir hæl, kemur óþarfa álag á hné og hugsanlega einnig ökkla. Jafnvægi er ekki eins mikið í þessari stöðu og hún gefur ekki eins góðan árangur fyrir rass- vöðva. 3A KATTARTEYGJA RÉTT (Teygir á baki.) Hvílið á hnjám og höndum. Bil á milli fóta og handa er u.þ.b. axlabreidd. Hendur vísa fram. Dragið höku ró- lega að bringu og rúnnið bakið. Dragið mjaðmir undir ykkur og spennið kviðvöðva inn. Finnið teygju eftir endi- löngu bakinu. 6A TEYGJA Á FRAMAN- VERÐUM LÆRUM Á GRÚFU RÉTT (Teygir á framanverðum lærum.) Liggið á maganum með ann- an handlegginn undir enn- inu, lófann í gólfi. Takið svo með hinni hendinni í fótinn sömu megin. Haldið mjöðm- um og læri í gólfi og dragið hælinn rólega að rassi nema þið finnið fyrir sársauka í hné. Finnið teygju eftir endi- löngu framanverðu læri. Ekki fetta hrygginn. 6B TEYGJA Á FRAMAN- VERÐUM LÆRUM Á HNJÁNUM RANGT Þegar við hvílum á hnjánum og togum í fótinn getur verið erfitt að halda jafnvægi. Mikilvægara er þó að þessi staða veldur miklum þrýst- ingi á hnén. 7A STANDANDI HAMSTRING-TEYGJA réh (Teygir á aftanverðum lærum.) Byrjið með fætur sundur, u.þ.b. axiabreidd, setjið annan fótinn fyrir framan og hælinn í gólf. Lyftið tám upp á við. Beygið fram frá mjöðmum en haldið baki beinu. Hvílið hendur á lær- inu á bogna fætinum til að hvíla þunga efri hluta líkam- ans. Finnið teygju á aftan- verðum lærum. LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 3B PLÓGUR RANGT Að liggja á baki og setja fót- leggi yfir höfuð veidur mjög miklu álagi á hálsliði. 7B STANDA OG SNERTA TÆR RANGT Þessi hreyfing er á bannlista fyrir alla sem hafa veikt bak og fyrir þá sem hafa heil- brigt bak getur þessi æfing orðið til þess að þeir sláist í hóp þeirra fyrrnefndu. Þessi æfing veldur miklum þrýst- ingi á hryggjarliði neðri hluta baks. Einnig er hætta á að við læsum hnjám þegar við gerum þessa æfingu og getur það valdið meiðslum á hnjám. Með því að beygja hnén minnkum við líkur á meiðslum í hnjám en bakið er samt sem áður undir álagi. Þessi teygjuæfing er ekki aðeins skaðleg heldur ber hún einnig minni árang- ur. Teygjuáhrifin eru næst- um jafnmikil á bakið og á aftanverð lærin og þá er betra að veija aðra æfingu sem einangrar betur aftan- verð lærin. 5. TBL.1991 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.