Vikan - 07.03.1991, Page 56
TEXTI: HELGA MÖLLER /UÓSM.: RAGNAR TH, SIGURÐSSON
UPPAKOMUR A ARGENTINU
Argentína steikhús er
löngu þekkt fyrir úr-
vals nautakjötsrétti og
góöan viðurgjörning. Á dögun-
um efndu aðstandendur Arg-
entínu, nautgripabændur og
útvarpsstöðin Bylgjan til
keppni meðal hlustenda Bylgj-
unnar um nautakjötsrétti, sem
kunnugt er. Metþátttaka var f
keppninni og á annað hundrað
uppskriftir bárust í keppnina.
Óskar Finnsson, matreiðslu-
maður á Argentínu, valdi tíu
bestu réttina til að keppa til
úrslita en tíu manna
dómnefnd, skipuð ýmsu mætu
fólki, bæði fagmönnum í mat-
reiðslu svo og leikmönnum og
sælkerum, skar úr um hver
hljóta skyldi fyrsta sætið og
ferð um ísland með Ferða-
þjónustu bænda, að verðmæti
eitt hundrað þúsund krónur,
ásamt feikistórri matarkörfu, í
verðlaun.
( hófi á Argentínu miðviku-
daginn 20. febrúar sl. voru
samankomnar tíu konur, höf-
undar réttanna er keppa
skyldu til úrslita, ásamt fleira
góðu fólki og úrskurður dóm-
nefndar var kynntur.
Keppendur og réttir þeirra
voru sem hér segir: Sigurbjörg
Jónsdóttir - nautasteik í ofni,
Sigfríður Sophusdóttir - ind-
verskur hakkréttur, Valgerður
Gunnarsdóttir - nautakjöt í
krydddeigi, Margrét Þórðar-
Listakokkarnir tíu við hlaðið borð af krásunum góðu. Valgerður Gunnarsdóttir, sem hlaut fyrstu
verðlaun, er lengst til hægri.
dóttir - smábollur úr nauta-
hakki, Ellý Sigfúsdóttir -
kjötrúlla með sveppafyllingu,
Sigríður María Sigmarsdóttir-
steikt nautalifur, Guðrún Jó-
hannsdóttir - nautarúlla sæl-
kerans, Inga Karlsdóttir-fersk
nautatunga, Arndís Hilmars-
dóttir - sirloin-steik, Lára Halla
Snæfells - nautakjöt í pönnu-
kökum.
Að loknum Ijúfum söng
bóndans og söngvarans Jó-
hanns Más Jóhannssonar til-
kynnti Ingi Björn Albertsson al-
þingismaður, formaður dóm-
nefndar, að eftir að dómnefnd
hefði setið að áti í tvo klukku-
tíma og notið þessara Ijúf-
fengu rétta, hvers á fætur
öðrum, væri niðurstaða
fengin.
(fyrsta sæti varð réttur Val-
gerðar Gunnarsdóttur, nauta-
kjöt í krydddeigi. ( öðru sæti
varð nautarúlla sælkerans eftir
Guðrúnu Jóhannsdóttur og í
því þriðja uppskrift Sigurbjarg-
ar Jónsdóttur, nautasteik í
ofni. Ennfremur voru tvær
uppskriftir (viðbót verðlaunað-
ar. Inga Karlsdóttir hlaut fjórðu
verðlaun fyrir ferska nauta-
tungu og Arndís Hilmarsdóttir
fimmtu verðlaun fyrir sirloin-
steik. Þær voru leystar út með
vænum matarkörfum, auk
þess sem Guðrún Jóhanns-
dóttir, sem eins og áður sagði
varð í öðru sæti, fékk helgar-
w ferð til Dublin í verðlaun. Aö
? verðlaunaafhendingu lokinni
> fengu gestir að bragða á góð-
| gætinu sem rann Ijúflega niður
33 með afar góðu argentínsku
3 rauðvíni.
Réttirnir, sem bárust í sam-
keppnina, voru af ýmsum toga
margir allnýstárlegir. Við
Jónas Þór afhendir Valgerði matarkörfuna. Ingi Björn Albertsson,
formaöur dómnefndar, fylgist með ásamt Reyni Jónassyni
harmóníkuleikara.
£2
n
c
1 og
o fréttum af einum slíkum sem
hljómar vægast sagt sérkenni-
lega en við fullyrðum ekkert
um hvernig hann bragðast.
Aðferðin var eitthvað á þá leið
að mintubrjóstsykur og seríós
var brætt saman í örbylgjuofni
og nautakjöti síðan dýft i. Ein-
hverjir kunna ef til vill að vilja
reyna þetta.
Einn dómnefndarmanna,
argentínski matreiðslumaður-
inn Neddest Kul, steig á stokk
og fullyrti að munurinn á ís-
lensku nautakjöti og argent-
ínsku væri ekki mikill. (slend-
ingar hefðu löngum sóst eftir
argentínsku kjöti fremur en því
íslenska en gæði hráefnisins
væru svipuð. Aðalatriðið væri
að fá feitt kjöt til að bragðið
væri betra og munurinn væri
frekar fólginn í aðferðinni við
að glóðarsteikja kjötið. Jónas
Þór kjötverkandi tók undir orð
Kuls. Hann sagði að bændur
ættu að gefa gripum sínum
fóður sem inniheldur maís,
svo þeir yrðu feitari og bætti
því við að kjötverkunin væri
einnig mikilvægur þáttur í því
að ná fram gæðum.
Óskar Finnsson matreiðslu-
maður sagði starfsfók sitt hafa
farið á námskeið hjá Jónasi
Þór til að læra að henda reiður
á góðu og slæmu hráefni og
sagði að þjónar á Argentínu
leiðbeindu gestum staðarins
við matarval, eftir því hvaða
hráefni þeir ættu best í það og
það sinn. Þannig tryggja þeir
best að matargestir fari
ánægðir heim og komi með
tilhlökkun aftur.
Hófinu á Argentínu lauk
með því að djasspíanistinn
Hernán Lugano lék syrpu af
frumsaminni djasstónlist við
góðar undirtektir gesta. Hann
var kominn til landsins ásamt
argentínskri hljómsveit sinni í
tilefni af argentínskri viku, er
haldin var á Argentínu, en spil-
aði jafnframt á Púlsinum,
nýjum, þægilegum tónlistarbar
við Vitastíg. □
Uppskriftir á næstu opnu. ►
56 VIKAN 5. TBL. 1991