Vikan - 23.07.1992, Page 20
LOFTUR ATLI EIRIKSSON SKRIFAR FRA LOS ANGELELS
Kristrún Gunnarsdóttir
er ung listakona sem
fer ótroönar slóðir og
kemur hugmyndum sínum í
framkvæmd þótt þær séu
margar hverjar mjög óvenju-
legar. Hún kláraði B.A. nám í
myndlist frá California Institute
of the Arts fyrir tveimur árum
en tók sér þá frí frá frekara
námi í eitt ár og starfaði meðal
annars sem myndlistarkennari
við Setbergsskóla í Hafnar-
firði.
Eitt af síðustu verkum Krist-
rúnar, áður en hún hélt aftur til
Kaliforníu, var að færa Perl-
unni að gjöf listaverk sem hún
hafði haft á sýningu í gömlu
billjardstofunni á Klapparstíg
sem hún breytti í félagi við al-
þjóðlegt lið listamanna í sýn-
ingarsal. Afhending verksins
var óformleg og forstöðumenn
Perlunnar fjarri góðu gamni en
húsverðir hlupu í skaröið, tóku
á móti verkinu og bjuggu því
stað í kjallara hússins.
Verkið reyndist vera baðkar
sem hún hafði útbúið á listileg-
an hátt meö það í huga að
skapa sjálfstætt lífríki með
ísetningu á sírennslisbúnaði.
Gróðurmyndun í botni og á
veggjum baökarsins hefði gert
verkið síbreytilegt og óvenju
lifandi. Forstöðumenn Perl-
unnar misskildu listrænt gildi
verksins og héldu að hér væri
um lélegan brandara að ræða
og urðu töluverð blaðaskrif um
þetta mál. Listakonunni ungu
bárust síðan þau sorgartíðindi
að verkinu hefði verið hent á
öskuhaugana. Það sannar hið
fornkveðna, að enginn er spá-
maður í eigin föðurlandi.
Kristrún lætur ekki deigan
síga og nýlega var stór grein
um hana og Amy Jones,
félaga hennar, ( Los Angeles
Times. Þær hafa aflað sér
tveggja milljóna króna í styrkj-
um til að gera tilraun í aö færa
listina nær almenningi og gefa
listamönnum úr ólíkum list-
greinum tækifæri til að koma
verkum sínum á framfæri und-
ir sama þaki. Þær tóku á leigu
um það bil þúsund fermetra
húsnæði í hjarta Hollywood og
hátt á annað hundrað lista-
manna hefur gengið í lið með
þeim til að vekja gömlu
„Hefur alltcrf langað
til að hafa skott
20 VIKAN 15. TBL. 1992