Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 22

Vikan - 23.07.1992, Síða 22
Þessir herramenn sýndu meltingu mismunandi fæðuteg- unda. styrkja okkur mjög á óvart. Þaö er aö sjálfsögðu ekki nóg aö vera einungis kokhraustur, maður þari aö geta mætt á fundi meö fólki, sett fram hug- myndir og síðan staöið aö baki þeim hugmyndum þegar á hólminn er komið. Borgin er þaö stór aö mikill tími fer í aö hitta alla þá sem maður þarf aö tala við. Stór hluti viðskipta í Los Angeles fer því fram í gegnum síma og það var eitthvað sem við þurft- um alveg aö læra á. Lykillinn var aö mörgu leyti sá aö ná inn í þann litla hóp ráðamanna sem hefur áhuga á list og menningarstarfi og vill gera eitthvað fyrir listamenn sem eru skapandi, ögrandi og kjarkmiklir. Það tók sennilega mesta tímann í undirbúningn- um aö finna þennan farveg. Þessi hópur er með sína aö- ila alls staöar og maður þari að hafa ólíkar stofnanir borg- arinnar á sínu bandi og full- nægja alls konar reglugeröum. Þaö komu til dæmis menn frá borginni með nokkra kamra sem eru úti í porti og aðrir Tónverk fyrir túbu, klarínett og vatnsbala. Gjörningar storka oft ramma skynseminnar. komu með stóla þannig að það gefur augaleið að nauð- synlegt er að hafa gott sam- starf við þá sem vita hvert á að snúa sér til að leysa úr öllum þessum minni háttar atriðum svo maður hafi tíma til að ein- beita sér að ööru sjálfur. SAN ANTONIO OG KJARVALSSTAÐIR - Hvað er á dagsskránni hjá þér þegar þessu verkefni lýkur? „Við erum að koma saman tilboði um að setja upp nýtt hópverkefni f San Antonio sem er ferðamannaborg ! Texas, rétt norðan við landa- mæri Mexíkó. Þetta er lítill bær sem á rennur I gegnum og við árbakkann er göngu- gata með veitingahúsum og verslunum. Okkur langar til að setja upp sýningu í ánni og við ána. Ein hugmyndin er að vinna með Ijósleiðara (fiber optics) og hafa þá í vatninu á takmörkuðu svæði. Við höfum verið í sambandi við mynd- höggvara með utanhússverk í huga og okkur langar til að fleyta prömmum eftir ánni á kvöldin. Á prömmunum yrðu flutt stutt tónverk og aðrar uppá- komur á meðan þeir flytu niður eftir ánni. Það er mikið líf I San Anton- io og fjöldi fólks við ána þannig að staðurinn er kjörinn fyrir svona verkefni. Þetta er allt á undirbúningsstigi ennþá og eftir að sækja um leyfi og fjár- veitingar en fyrst á dagskránni er að ganga frá hugmynda- vinnunni og framsetningunni á henni. Við Amy hugsum þetta sem tveggja vikna dagskrá og okkur langar til að kasta henni í framkvæmd sumarið 1993. Þegar verkefninu hér í Hollywood lýkur fer éþ til ís- lands til að setja upp einka- sýningu að Kjarvalsstöðum. Hún verður opnuð í byrjun ágúst. Ég vil nú ekki segja mikið um sýninguna á þessu stigi málsins nema hún verður I sýningarkössunum fjórum sem eru notaðir undir persónulega muni Kjarvals. Þeir urðu fyrir valinu meðal annars vegna þess að ég hef mikinn áhuga á að opna hluti og skoða það sem inni í þeim er. Mér er mik- ill heiður sýndur að fá að sýna þarna og er mjög þakklát fyrir það því mér er kunnugt um að umsækjendurnir eru margir og stefnan er að gefa aðeins ein- um ungum og óþekktum lista- manni tækifæri til að sýna á hverju ári. Ég hef verið að setja saman smáhluti sem eiga að vera í kössunum og þessi sýning er að ákveðnu leyti framhald af þeim hugmyndum sem ég hef niat rnrt ■2 w tfi •.} k V’' verið að vinna með. Á sein- ustu sýningu blandaði ég sam- an lífverum úr plöntu- og dýra- ríkinu en ég hef lengi haft áhuga á brjáluðum hugmynd- um vísindamanna. Mig hefur til dæmis alltaf langað til að hafa skott og hugleitt hvernig það er framkvæmanlegt að láta sér vaxa skott. Þegar maður fer að skoða vísindaskáldskap kemur aftur og aftur fyrir þört mannsins til að fikta í æxlunarferlinu, að búa til æðri mannverur eða umbreyta hlutum í Ijósi nýrra hugmynda. Það er kannski ekki alveg rétt að tala um brjálæði því það er yfirleitt á forsendum sjálfsbjargarvið- leitni sem menn eru að krukka í litningum. Nýverið hefur at- hygli mín snúist æ meira að spurningunni um siðferði þessara hugmynda og hvar mörk hins perverska liggja á þessu sviði og hvort allt sé leyfilegt þegar sjálfsbjargar- hvötin er annars vegar. Ég þarf ekki að láta mér nægja að leita á svið vísinda- skáldskapar því það er svo mikið að gerast á þessum vett- vangi í raunveruleikanum. Þeir eru farnir að senda skutluna út í gufuhvolfið með fárra mán- aða millibili og NASA er skylt að koma upplýsingum um þær tilraunir sem þeir eru að gera um borð til hins almenna skatt- borgara. Ég fylgist grannt með þessu og í síðustu tveim- ur ferðum að minnsta kosti hefur athyglin beinst að æxlun í þyngdarleysi. Geimfararnir eru meö froskaegg og froska- fóstur og alls konar plöntur á frumstigi æxlunar. Það er verið að skoða hver áhrif þyngdar- leysið hefur á æxlunina og hvernig lífverurnar breytast, verða jafnvel fyrir stökkbreyt- ingum við þessar kringum- stæður, sennilega með fram- tíðarlíf! geimnum í huga. Ég spyr sjálfa mig hvort þetta sé virkilega sá staður sem sjálfsbjargarviðleitni mannsins er komin á og hvort þetta verði jafnvel okkar sein- asta hálmstrá ef allt fer til fjandans á þessari blessaðri plánetu sem hefur fóstrað mannkynið í þúsundir ára." Á meðan við spjöllum hefur fólk verið að koma og fara, taka niður verk og leggja drög að nýjum gjörningum. Kristrún býr sig undir að hjóla í leigusalann en ég er spenntur að vita hvort innihald Kjarvals- kassanna í ágúst verður af raunveruleika þessa heims eða skyldara heimi brjálaðra vísindaskáldsagna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.