Vikan - 23.07.1992, Page 25
passa eggin sín fyrir mannin-
um meö pokana tvo. Samt er
hann ekki vondur viö hana.
Hún er móöir. Hún passar
börnin sín. Því verður að fara
varlega um æöarbyggð. Ekki
hlaupa eins og eftir Laugaveg-
inum til aö fá ekki stöðumæla-
sekt. Ef slíkt er gert grípur um
sig alend hræösla í eyjunni.
Flögrandi hópast þær út á sjó
þar sem þær telja sig hólpnar
meöan óvanur dúntekjudreng-
urinn úr borginni fær dálítinn
skammt af uppeldi. Hann lofar
aö fara varlega og passa sig á
öndunum.
Smám saman viröast æöar-
kollurnar átta sig á því aö eng-
in raunveruleg hætta er á
ferðum. Þær draga brottför
sína lengur, sitja fastar. Ein og
ein neitar meira að segja alfar-
ið aö hverfa á brott til að auð-
velda dúntekjufólki aögang.
Þær ybba bara gogg, nokkrar.
Þá er ekki ánnað aö gera en
að láta hart mæta hörðu og
reyna að festa hönd á önd
þannig aö eitthvert vit sé í. Þá
láta þær undan ofureflinu,
baöa út báöum vængjum,
aldeilis ekki hressar yfir ónæö-
inu. Heima hjá slíkum
skapöndum er eins gott að
láta hendur standa fram úr
ermum. Dúnninn allur blautur
og gamalt hey fast í honum,
rennandi blautt. Það þarf að
plokka megnið af því úr og
setja dúnpjötluna í pokann.
Setja þurrt hey í hreiðrið og
eggin áður en sú blóðheita
flögrar til baka.
Og hér er æðarbóndl í fimmtiu
ár, Jón Benediktsson i Höfnum
á Skaga, kominn með afrakstur-
inn úr þessu hreiðri. Þá er bara
að stinga lagðínum i pokann og
leita að næsta hreiðri.
ÆÐARLADDI?
Þær eru reyndar allar mestu
friðsemdarskepnur, bara mis-
munandi skapstórar eins og
gengur. Sumar fela eggin sín
alveg í dún, breiða hann meira
að segja yfir þau. Aörar eru
heldur nískar á fiðrið, nota
meira af sinu eða grasi. Og
niðri í fjöru eru nokkrar sem
nota þara og ýmislegt fleira
lauslegt sem þangaö rekur.
Ein var með fimm egg í hreiðr-
inu sínu og einn stein. Stein-
valan sú var nákvæmlega
jafnlöng og eggin í hreiörinu,
hún var sporöskjulaga, slétt og
felld eftir slípun hafsins. Alveg
eins og æðaregg fljótt á litið,
nema grátt. Eggin eru annars
yfirleitt grænleit. Hvað kollan
ætlar að gera við steininn er
ómögulegt að segja, kannski
ungá út steingervingi! Ætli
blikanum, karli hennar, hafi
þótt afköst kerlu sinnar heldur
rýr í fyrra? Og nú sé hún að
reyna að gabba hann? Eða
var þetta bara grín hjá henni?
Æðarkóngur er hann kallaður
þessi og stundum Grænlend-
ingur þegar hann er kenndur
við heimkynni sín. Ákaflega
skrautlegur fugl til höfuðsins.
Ætli hún sé eins konar Laddi
meðal æðarfuglanna? Aldrei
að vita.
Þannig lauk dúntekjunni
þetta árið. Á spaugaranum í
hreiðrinu. Það sem eftir situr er
þægilegt samneyti við fuglinn
sem svo gjöfullega veitir
manninum með sér af hlýj-
unni. Fteyndar er gengið aftur
um eyjuna þegar ungarnir eru
farnir úr hreiðrunum en þá er
ekki eins mikið af dún í þeim
vegna þess að kollurnar sætta
sig ágætlega viö heyið. Nú
segjum við skilið við þessa
fugla aö sinni, sem þrátt fyrir
allt eru ágætir. Þegar maður
hefur vanist lyktinni. □