Vikan


Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 34

Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 34
milljónir guða. Þar er þorpsguðir, jafnvel heimilis- guðir. Samt er bara til einn Guð, Brahma, jafnvel hjá þeim. Allir guðir eru mismunandi birtingar á Brahma. Margir halda að ég sé hindúatrúar af því ég hef verið á Indlandi en ég hef alltaf varað við hindúismanum, ekki vegna hugmyndanna því þær eru, fræðilega séð, sex heimspekiskólar. Hindúisminn sem þjóðfélagsform er það ömur- legasta mannlíf sem til er á jörðinni. Þar eru barnagiftingar. Þar er ætlast til að tvítugar stúlk- ur brenni sig á báli við útför eiginmannsins. Ef ekkja brennir sig ekki á báli er hún hræðilega hart leikin. Þar er afskaplega lítil samúð með fólki sem má sín lítils vegna þessarar grimmu stéttar- skiptingar sem byggist á þeirri lygasögu að mennirnir sé misjafnt skaþaðir. Sagt er að bram- anir hafi verið skapaðir úr munni Guðs, aðallinn úr höndunum, kaupmenn og stórbændur úr lend- unum en verkalýðurinn úr löppunum. Þessu er síðan breytt í árþúsunda þjóðfélagslegan veru- leika með milljónum persónulegra harmleikja. Þess vegna frábiö ég mér að láta bendla hug- myndir mínar við híndúisma. Hitt er annað mál að ef þú rannsakar hugmyndir þessara heimspeki- skóla er þar að finna einhverjar stærstu, göfug- ustu og háleitustu hugsanir sem hafa verið hugs- aðar á jörðinni. Tvö þessara heimspekikerfa eru enn lifandi; jóga- og vedanta-heimspekin. Hitt er eiginlega dautt. Þó að maður heyri oft talað um þetta mikla djúp milli austurs og vesturs er það bara goösaga sem var búin til í Þýskalandi og Englandi og stenst engar skynsamlegar sagnfræðirannsókn- ir. Sannleikurinn er sá að það sem við köllum heimsmenningu í dag er allt runnið frá þremur uþpsþrettum. Það er fornmenning Hebrea með kristna trú, það er fornmenning Grikkja og austur- lensk trúarheimspeki. Þessar þrjár uppsprettur eru stórfljót sem renna saman í eitt og það meira að segja fyrir daga Krists. Hver einasta tunga í Evrópu, nema mál Baska að vísu, á uppruna sinn í Asíu. Þetta eru 77 mál. Hver einasta þjóð í Evróþu kemur frá Asíu. Hver einasta þjóð Evr- ópu kemur frá Asíu. STEFNUMÓT VIÐ BÚDDA Vikan: Við vorum að tala um heimspeki hindú- anna en boðskapurinn virðist vera eitthvað rang- túlkaður. Gunnar: Nei, hann er það ekki. Hann er djöful- legur. Það er illa gert að láta auðtrúa sálir halda að þetta sé eitthvað eftirsóknarvert; kenna þeim jóga eða eitthvað slíkt. Prestar sumra trúar- bragða verða oft afskaplega einstrengingslegir. Þetta verður atvinna þeirra. Sannfæring og hags- munir blandast saman. Þetta grefur sig niður, kynslóð eftir kynslóð, og kemst svo ekki upp úr farveginum. Ég er viss um að Múhameð hefur ekki viljað þetta og ég er alveg viss um að Búdda hefur ekki viljað það ástand sem er á Indlandi nú á dögum. Búdda var göfug sál en hindúar sviku hann. Upphaflega var það hann sem gerði Indland að stórveldi eða öllu heldur Asóka sem tók upp búddisma sem ríkistrú. Búddatrú er mild og mannúðleg. Búddatrúarmenn koma yfirleitt vel fram gagnvart mönnum og skeþnum en hind- úaprestarnir innlimuðu búddismann til að gera síðan smátt og smátt út af við hann. Ég hef hitt Búdda sjálfan - í öllu sínu veldi. Til að byrja með birtist hann mér í draumi og sagöi við mig: Ég kem aftur til þín í september. Þetta var einn af þeim draumum sem eru verulegri en veruleiki. Svo kom hann aldrei til mín í seþtem- ber og aldrei síðan. Ég var svolítið undrandi yfir þessu því ég var sannfærður um að hann kæmi. Ég var samt ekkert að hugsa um þetta í sept- ember og hugsaði ekki um það fyrr en ég var á leiðinni heim frá Indlandi. I ágúst hafði ég farið til Benares og var búinn að viða að mér miklu fræði- legu efni um búddismann. Ég gat samt ekki skrif- að neitt af því sem ég ætlaði að skrifa og henti öllu sem ég hafði sett á blað. Svo skrifaöi ég bara beint frá hjartanu, ófræðilega. En þetta er ekta Búdda. Þetta er frá honum. Hann sagðist koma til mín í seþtember og þetta var skrifað í septem- ber. Lestu Ljós Asíu. Þá veistu hvað ég meina en þú veist það ekki fyrr. Það er í bókinni Rödd Indlands. Fræðimenn skrifa ekki svona en Búdda myndi skrifa svona um sjálfan sig. AÐ SAMRÆMA VÍSINDI OG TRÚARBRÖGÐ Vikan: Nú ertu búinn að senda frá þér fjórar bækur af fimm um heimsmynd nútímans og þar ferðu út í hávísindaleg eðlisfræðikerfi varðandi upphaf heimsins og hvaðeina. Margir virðast eiga erfitt með að samrýma vísindi og trúar- brögð. Gunnar: Nítjánda öldin gat ekki samræmt vísindi og trú. Tuttugasta öldin gat það ekki fyrr en um 1980. Mjög góðir vísindamenn, hugsuðir og stærðfræðingar, eftir 1980, komast varla hjá því, ef þeir eru nógu færir, að verða dulhyggjumenn og trúmenn vegna þess að þá vita þeir það mikið að það er ekki hægt að skýra þetta nema á einn hátt; tilviljun er útilokuð. Nítjánda öldin og fyrri hluti þeirrar tuttugustu hafa alltaf talað um náttúrulegt úrval, survival of the fittest, en öll stæröfræðileg módel eftir 1980 útiloka náttúrulegt úrval. ( staöinn setja þeir hug- tak sem margir hafa ekki heyrt af því að enginn hefur notað það nema ég. Það er kallað fasti. Fastarnir eru talnahlutföll en þeir eru ennþá dul- arfullir. Að vísu eru margir þeirra þekktir en ennþá fleiri eru óþekktir. Það eru fastarnir sem viröast hafa leitt alla þróunina en ekkert náttúru- legt úrval. Boltmannfastinn er til dæmis vel þekktur. Með honum er fjarlægð stjarna reiknuð út eftir á- kveðnum hlutföllum. Hlutföll milli rafteinda og rót- einda er annar fasti. Ef þau hlutföll hefðu verið ör- lítið öðruvísi en þau eru hefði þróunin aldrei skapað neitt vegna þess að stillingin á þessum fasta þarf að vera hárnákvæm til að þróun efnis- ins leiði til kolefnis. Ef hún gerði það ekki hefði líf aldrei orðið til og allur heimurinn orðið merkingar- laus. Það er ekkert náttúrulegt úrval sem hefði getað skapað kolefni. Það eru nefnilega milljónir þróunarleiða fyrir þennan alheim sem leiða ekki til neins. Aðeins ein leiðir til lífs. Það er stutt síöan (1981) Aspect-hópurinn franski gat mælt „þeórem" Einsteins. Þær mæl- ingar sanna, þveröfugt við það sem Einstein hélt, að grunnveruleiki okkar er ekki efni, tími eða rúm heldur það efnislausa I efninu, það timalausa í tímanum og það sem ekki er rúm í rúminu. Heim- urinn er ekki mekanískur og lífið er ekki vél. Þetta hefur verið grundvallarviðhorf allra djúphyggju- manna í árþúsundir en þaö er fyrst núna að þetta verður mælanleg staðreynd í efnafræði. Þetta breytir því að tuttugusta og fyrsta öldin verður mun gáfaðri en sú tuttugasta. Vikan: Eitt af því sem þú talaðir um við mig fyrir 25 árum var hugmynd þin um sköpun heimsins. Hún kemur heim og saman við nýjustu uppgötv- un á þessu sviði eins og fram kemur í bókinni A Brief History of Time. Gunnar: Viltu að ég komi lítillega inn á þetta? Vikan: Já, endilega. Gunnar: Þessi „hvellur" í íslenskum blöðum, ég á svolítið erfitt með að skilja hann. Það er eins og menn hafi uþpgötvað „big-bang‘‘ á íslandi í vik- unni sem leið og allt út af þesum Breta sem kom hvergi nálægt þessum hlutum. Höfundar þessara vísinda voru allir Bandaríkjamenn. Þeir settu fram formúluna og sönnuðu hana meö mæling- um. Það er eins og vant er með Islendinga, þótt Bandaríkjamenn séu algerir brautryöjendur hlusta Islendingar ekki á neitt frá þeim. Það verð- ur að koma í einhverju afskræmdu formi frá ein- hverjum Breta. Ég sá klausu um mig I vikunni sem leið í blaði sem heitir Pressan, út af þessari bók minni um hina vísindalegu heimsmynd. Og þeir segja: Hér er einhver maður sem býr suður meö sjó (þeir héldu víst að ég ætti heima þar þó ég hafi verið í Miöbæjarklíkunni í Reykjavík síðastliðna hálfa öld), sem sannar „stóra hvell“, sem þeir kölluðu svo. Og það er svo merkilegt að drengurinn kem- ur með þetta daginn áður en þetta er sannað! Svona lítur þetta út í Pressunni og öðrum blöðum. En hin nýja heimsmynd var mælanleg staðreynd árið 1965. Svo veit ég ekki af hverju íslendingar kalla þetta „stóra hvell'' vegna þess að þarna varð enginn hvellur. Það var alger grafarþögn þegar sþrengingin varð, af þeirri einföldu ástæðu að fyrsta hljóðið skapaðist ekki fyrr en mörg þúsund ármilljónum síðar. Hljóð verður ekki til nema hljóðbylgjur séu til og þær verða ekki til fyrr en loftið verður til. Og það þurfti ógurlega mikla þró- Gunnar Dal og Þorsteinn Eggertsson, blaðamaður Vikunnar, í heimspekilegum viðræðum úti i guðs- grænni náttúrunni. 34 VIKAN 15. TBL1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.