Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 44
gefist tími til þess að setja
saman gott rafmagnað pró-
gramm eins. Við viljum ekki
ana af stað með illa undirbúna
hluti, heldur gera þá vel.“
Helmingurinn af plötunni er
nú þegar að baki og vinna þeir
ásamt Eyþóri í hljóðveri sem
heitir Gnýr og er það kannski
við hæfi því það er þéttur gnýr
sem Jet Black Joe framleiðir ef
dæma má af þessum tvéimur
lögum á Bandalögum og von-
andi að framhaldið verði ekki
síðra.
Nú þegar samningurinn
liggur á borðinu, eruð þið þá
ekkert hræddir um að ofmetn-
ast?
„Nei, nei. Við erum fyrst og
fremst tónlistarmenn, göngum
ekki með einhverjar stjörnu-
hugmyndir í höfðinu. Við vilj-
um bara gera okkar tónlist og
gera hana vel. Þetta er núna
okkar vinna.“ Starri, Jón Örn
og Hrafn hættu til dæmis í
skóla til að einbeita sér að
hljómsveitinni og Páll og
Gunnar hættu í sinni vinnu.
„Eftir að við skrifuðum undir
samninginn hefur til dæmis
gengið betur að sannfæra vini
og vandamenn um að þetta sé
það sem við viljum. Áður gekk
það erfiðlega, vægast sagt!
Við vorum líka oft blankir þú
skilur. “
Verslunarmannahelgin er
framundan, hvar verðið þið að
spila?
„Við verðum fyrir austan,
nánar tiltekið á Eiðum ásamt
Stjórninni, og komum til með
að spila þar öll kvöldin," sögðu
strákarnir í Jet Black Joe að
lokum og verður virkilega
spennandi aö fylgjast með
þeim í framtíðinni.
Jet Black Joe. Frá vinstrl: Páll
Rósinkrans Óskarsson
(söngur), Starri Sigurðsson
(bassi), Gunnar Bjarni Ragnars-
son (gítar), Jón Órn Arnarson
(trommur) og Hrafn Thoroddsen
(Hammond orgel).
Langt er síðan komið hef-
ur fram á sjónarsviðið
jafn góð hljómsveit og
Jet Black Joe úr Hafnarfirði.
Reyndar hefur það ekki gerst
síðan Risaeðlan hóf störf og
eru nokkur ár síðan. Jet Black
Joe er ekki gömul hljómsveit,
aðeins rúmlega hálfs árs að
aldri. Strákarnir í Jet Black Joe
eru ekki gamlir, meðalaldurinn^
hljómsveitarinnar. „Það var
bara enginn „fílingur" að
syngja á íslensku. ,Við reynd-
um að semja texta á íslensku
við tónlistina okkar en það
gekk einfaldlega ekki.
Hvernig leiö ykkur eftir að hafa
skrifað undir samninginn?
„Þetta er áfangi sem okkur er
búið að dreyma um. Þetta er
alveg pottþétt!"
Jet Black Joe
skrifudu
nýlega undir
plötusamning hjá
Steinum hf.
o
co
co
co
o:
'<
o;
<
o
co
'O
er í kringum 18-19 ár. Jet
Black Joe (Kolsvarti Jói á ást-
kæra ylhýra) er kominn á
samning hjá Steinum h/f sem
hljóðar upp á 10-14 laga plötu
í haust. „Við sendum efni til
beggja fyrirtækjanna en Pétur
Kristjánsson var einfaldlega
fyrri til og dæmið small bara
saman og nú er samningurinn
í höfn.“
Á Bandalögum 5 má heyra
tvö lög með Jet Black Joe,
meðal annars lagið Rain sem
er rokkballaða ársins að mati
blaðamanns. Bæði lögin eru
sungin á ensku og er sú
reyndar raunin með alla tónlist
BAKSVIÐS HJÁ
TODMOBILE OG BOLT-
INN RÚLLAÐI AF STAÐ
Jet Black Joe eru langt komnir
í upptökum með Eyþóri Arn-
alds úr Todmobile vegna
væntanlegrar plötu. „Við vor-
um baksviðs á tónleikum með
Todmobile í Keflavík, bara
með kassagítara og vorum að
„heilla einhverjar dömur“ sem
voru þar. Það gekk ágætlega
og meðan á því stóð heyrði
Eyþór í okkur og hann hreifst
að tónlistinni. Þá fór boltinn af
stað og hann hefur ekkert
stoppað síðan. Meiri háttar að
vinna með Eyþóri!“
Áhrif í tónlist hljómsveitar-
innar koma frá traustum aðil-
um, lífs eða liðnum; Rolling
Stones, Elvis Presley, AC/DC,
Stevie Wonder (Páll Rósin-
krans söngvari!) og hjá Gunn-
ari Bjarna gítarleikara brotnaði
ísinn þegar hann heyrði plöt-
una Deep Purple; In Rock, í
fyrsta skipti. „Þetta er allt
melódískt sem við spilum,
svolítið öðruvísi en til dæmis
Dauðarokkið, okkurfinnst vera
aðeins of mikið af öskrum í
þeirri tónlist. Trash-metal
(Rusl-rokk í íslenskri þýðingu)
er skárra, og pönkið var ágætt,
þar var mikil reiði, útrás. Við
erum hreinlega á annarri línu
en dauða- og ruslrokkararnir
en margt af því sem þeir gera
er mjög gott og gert af metn-
aði. Við höfum sama metnað
en viljum gera annars konar
tónlist."
Er ólgandi reiði í ykkur?
„Já, já, en það er engin brjá-
læðisleg reiði. Og við fáum
bæði útrás fyrir reiði og gleði,
það má ekki gleyma því. Viö
viljum reyna að túlka bæði
hugtökin í tónlist okkar, ekki
bara vera reiðir ungir menn.“
GEKK BETUR AÐ
SANNFÆRA VINI OG
VANDAMENN EFTIR
SAMNINGINN
Fram aö þessu hafa þeirfélag-
ar einungis komið fram opin-
berlega „akústikk", það er
órafmagnað. Þeim finnst það
skemmtilegt. „Það er náttúr-
lega allt öðruvísi, öðruvísi
stemning sem skapast. Viö
æfum á mikilli keyrslu og svo
hefur okkur einfaldlega ekki