Vikan - 23.07.1992, Side 48
aö fá útrás fyrir taugaveiklun-
ina á næsta manni. Ég átti erf-
itt með aö fylgja til enda öllum
breytingartillögunum á hand-
ritinu en þetta var dýrmæt
reynsla og ég kem aldrei aftur
til með aö vinna kvikmynd
þannig að hlutirnir ráöist á
meöan þeir eru aö gerast. Ég
minnist senu með Jack Nichol-
ungan sérvitring sem býr einn
í kastala og hefur skæri í staö
handa en hann er uppgötvað-
ur af konu sem selur snyrtivör-
ur í týpískum amerískum
svefnbæ. Eins og flestir aörir
karakterar sem Tim heillast af
eða finnur til samkenndar
meö er hann utangarðsmaður.
Hann er viðkvæmur og leitast
viö þá í gegnum teikningar.
Hann segist þó vera á réttri
leið á þessu sviði en engu að
síður vill hann skilja myndirnar
eftir svolítið opnar og láta
áhorfendum eftir að fylla í eyð-
urnar. Það virðist ekki hafa
verið stórt vandamál hingað til,
eftir aðsókninni að dæma, og
jafnvel verið góð tilbreyting fyr-
Kappar eins og Arnold
Schwarzenegger og Steven
Sieagal létu sig ekki vanta á
frumsýningu myndarinnar. Hér
mætir Sieagal á staðinn.
son þar sem hann átti að
labba upp stiga og hann
spurði mig: Til hvers? Ég yppti
öxlum og svaraði: „Ég veit það
ekki, ég segi þér það þegar þú
kemur upp ... “
Það kom á óvart að Warner-
kvikmyndafyrirtækið hafði ekki
áhuga á að standa að baki
næstu mynd Tims, „Edward
Scissorhands" en 20th Cent-
ury Fox var ekki lengi aö grípa
gæsina á meðan hún gafst og
myndin rakaði inn seðlunum
fyrir fyrirtækið. Myndin var
persónulegri en Batman en
Tim hafði gengið með hug-
myndina í magnanum frá því í
menntaskóla. Edward Sciss-
orhands er ævintýri um
Tim Burton við stjórnvölinn við gerð kvikmyndarinnar Batman.
Liklegur forystusauður í hópi nýrrar kynslóðar leikstjóra í kvik-
myndaborginní.
við aö vera meðtekinn en er
miskilinn og er í senn tragísk-
ur og fyndinn. Tim var mjög
ánægður með samstarfið við
Fox en hann lýsir kvikmynda-
gerð í Hollywood sem stöðugu
mótlæti og þeir sem eiga að
vera að vinna með manni gera
allt til að standa í veginum fyrir
manni. Þetta viðhorf er senni-
lega til komið vegna þess að
það er ekki óalgengt að leik-
stjórar sólundi milljónum dala í
ævintýri sem aldrei komast á
hvíta tjaldið.
Það búast margir við að
„Batman snýr aftur“ verði
stærsti sumarsmellurinn frá
Hollywood árið 1992 og fyrstu
viðbrögðin lofa góðu. Myndin
hefur sterkara yfirbragð leik-
stjórans en fyrri myndin og ef
hún stendur undir þeim vonum
sem við hana eru bundnar þá
stefnir allt í það að Tim Burton
verði forystusauður í hópi
nýrrar kynslóöar leikstjóra f
kvikmyndaborginni á svipaðan
hátt og Steven Spielberg og
George Lucas urðu á áttunda
áratugnum. Hann er helst
gagnrýndur fyrir að vera of
sjónrænn í tjáningunni og ekki
mikill sögumaður. Hann er
fyrstur til að viðurkenna rétt-
mæti þessara ásakana en við
gerð fyrri myndarinnar talaði
hann stundum ekkert við
leikarana heldur átti samskipti
ir áhorfendur að vera ekki
mataðir með skeið eins og oft
vill verða í Hollywood. „Bat-
man snýr aftur“ sameinar á
skemmtilegan hátt fyrri reynslu
leikstjórans. Myndin býr yfir
ofur-raunsæi Edwards Sciss-
orhand og fellíníska stjórn-
leysinu frá Beetlejuce í þýsk-
expressionískri umgjörð
sviðsmyndarinnar sem er jafn-
vel enn sterkari en í fyrri
myndinni. Allar myndir Tims
búa yfir magnaðri sviðssetn-
ingu en leikstjórinn lætur sér
ekki nægja að nota sviðssetn-
inguna sem bakgrunn sögunn-
ar heldur gerir hana að sér-
Christopher Walken, sem fer
með hlutverk Max Shreck,
mætir til frumsýningarinnar
ásamt framleiðandanum Denise
Di Novi.
stökum karakter. Frá bæjar-
dyrum Tims Burton er myndin
um óvenjulega og marg-
slungna karaktera fyrst og
fremst og nú eru það þrír
furðufuglar í stað jókersins
sem etja kappi við leðurblöku-
manninn. Michelle Pfeiffer
stelur senunni að margra mati
í hlutverki kattarkonunnar og
Danny DeVito er ekki beint
frýnilegur í hlutverki mörgæs-
arinnar. Cristopher Walken
leikur stórbófa, sem á sér ekki
fyrirmynd í gömlu teikni-
myndasögunum, og hann
heldur myndinni á jörðinni inn-
an um öll fyrirbærin. Kattar-
konan og mörgæsin eru alls
ekki alslæmar persónur og
áhorfandinn kemst ekki hjá því
að hafa samúð með þeim. Þaö
er meiri húmor í handritinu en
í fyrri myndinni og mörgæsin
gerir grín að Batman fyrir að
þurfa að vera með grímu af
því hann er ekki alvöru frík.
Þegar Tim er spurður hvort
gerö seinni myndarinnar hafi
ekki verið skemmtilegri og létt-
ari þá dæsir hann og segir að
þótt stjórnleysið hafi ekki verið
hið sama og síðast þá virðist
honum það verða sér erfiðara
með hverri myndinni að gera
sjálfum sértil hæfis. Það hjálp-
ar ekki að skilningslausir pen-
ingamenn spyrja af hverju
tökurnar gangi svona hægt
þegar sviðsmyndin er eyja
með fimmtíu mörgæsum af
tveimur ólíkum tegundum, fullt
af fjarstýrðum brúðum og
Danny DeVito með tuttugu og
fimm kílóum af farða ... Þá
var það grátbroslegt, þegar
verið var að vinna með leikur-
um og hæfileikafólki af þessari
stærðargráðu, aö engu að síö-
ur stjórnuðust tökurnar og allt
annað fyrst og fremst af fengi-
tíma mörgæsanna sem var
yfirvofandi.
Tim er ekki viss um hvernig
honum líkar það hlutskipti sitt
að vera uppáhalds gullkálfur
kvikmyndaborgarinnar. Það
eru ýmsar sögur á kreiki um
framtíðaráform hans, meðal
annars að opnaður verði
skemmtigarður (svipaður
Disneylandi) eftir hugmyndum
hans en hann neitar því. Hann
er ánægður með að Disney
ætlar að framleiöa mynd sem
hann fékk hugmynd aö fyrirtíu
árum en hún heitir „Fyrir jóla
martröð" og bók með teikning-
um eftir hann er væntanleg á
markaðinn fljótlega. Hvað
hann tekur sér næst fyrir
hendur er óljóst en hann seg-
ist hugsanlega ætla að fara og
mála mannsandlit á steinana f
eyðimörkinni í Arizona. □
48 VIKAN 15. TBL.1992