Vikan


Vikan - 23.07.1992, Page 54

Vikan - 23.07.1992, Page 54
hræöslu vera? Er hér ef til vill um að ræöa dauðahræðsluna sem flestir glíma við einhvern tíma á ævinni? Eða var það óttinn við að missa sem gerði það að verkum að við það að verða mæður urðu tvær fyrr- verandi flugfreyjur svo flug- hræddar að þær fengust vart til að fljúga stuttar ferðir? Þær óttuðust hvort tveggja, að fljúga einar og einnig með börn sín. Hræddastar voru þær um að eitthvað illt henti þær og börnin yrðu móðurlaus eftir. Vikan ákvað að velta fyrir sér orsökum flughræðslu og leita mögulegra úrræða til bóta og hafði því samband við nokkra aðila sem eru vel kunn- ugir þessum málum. Fyrst var rætt við Helgu Möller flug- freyju, síðan flugstjórana Rún- ar Guðbjartsson og Þorstein Guðjónsson og að lokum við Önnu Valdimarsdóttur sál- fræðing. ÞEKKING ÞAÐ EINA SEM HJÁLPAR „Það sem er langáhrifaríkast i baráttunni við flughræðslu er þekking á hljóðum og hreyf- ingum flugvélarinnar," sagði Helga Möller flugfreyja. Flug- hræðsla leynir sér yfirleitt ekki þó flestir reyni hvað þeir geta að fela hana. Helga hefur fyrir vana að hjálpa flughræddu fólki í upphafi flugferðar með því að tala rólega við það. Út- skýrir hún þá öll hljóð vélarinn- ar og segir frá þeim breyting- um sem von er á. Man hún sérstaklega eftir einu tilviki þar sem einn farþeginn, kona á miðjum aldri, var gjörsamlega stjarfur af ótta þegar gengið var um borð I vélina. „Ég gekk til hennar og þeg- ar ég spurði hana hvort hún væri hrædd brast hún í grát. Það vildi svo vel til að það var laust sæti við hlið konunnar og ég settist hjá henni eins oft og ég gat og útskýrði fyrir henni allar breytingar sem urðu á hljóðum vélarinnar. Konunni leið, að hennar sögn, mun bet- ur og var mjög þakklát. Eftir þetta reyni ég að gefa mér tíma til að tala við flughrætt fólk á þennan hátt. Ég ráðlegg öllum sem eiga við flug- hræðslu að stríða að sækja námskeið hjá Flugleiðum enda hafa þau reynst mjög vel,“ sagði Helga Möller að lokum. UNDIRRÓT HRÆÐSLU ER VANÞEKKING Flugmennirnir Rúnar Guð- bjartsson og Þorsteinn Guð- jónsson voru á svipaðri skoð- un og Helga. Þeir töldu undir- rót hræðslunnar vera van- þekkingu og eina svarið væri að læra eins mikið um flugvél- ar og unnt væri. Þeir mæltu með því að flughrætt fólk færi á námskeið Flugleiða eða lærði jafnvel sjálft að fljúga. Báðir höfðu þeir kennt flug- hræddum flug og töldu það hafa borið mjög góðan árang- ur. Þeir Rúnar og Þorsteinn buðu tíðindamanni Vikunnar, sem lengi hefur verið með flughræddara fólki, að sitja frammi við lendingu ( Ham- borg. Á meðan á aðflugi og lendingu stóð útskýrðu þeir allt sem fram fór. Þetta var tví- mælalaust lærdómsrík stund þar sem hræðslan vék fyrir forvitni. Það var ótrúlega fal- legt að horfa yfir borgina og síðar flugbrautina framundan án þess að vera utan við sig af ótta. Þessi reynsla hefur strax borið þann árangur að þótt enn eimi eftir af flughræðsl- unni hefur hún lagast hvað varðar aðflug og lendingu. Það er ótvírætt merki þess aö Rún- ar og Þorsteinn hafi rétt fyrir sér hvað varðar að þekking sé það eina sem sigri hræðsluna. FLUGHRÆÐSLA EIN TEGUND AF FÆLNI Til að forvitnast um orsakir flughræðslu og mögulegar leiðir til úrbóta leitaði Vikan til Önnu Valdimarsdóttur sál- fræðings. „Þegar um er að ræða hræðslu við ákveðnar aðstæð- ur, sem í raun er ekki ástæða til að óttast, þá er það kallað fælni. Einkenni fælni eru þrenns konar: Lífeðlislegar breytingar sem geta birst í hröðum hjartslætti, svita, skjálfta, vöðvaspennu, máttleysi, of hraðri öndun eða köfnunartilfinningu. Hugræn viðbrögð: Þau koma fram í hugsunum eins og „nú missi ég stjórn á mér“ - „ég er að verða brjáluð" - „allir sjá á mér hvernig mér líður“. Hegðun: Helstu einkenni eru þau að fólk forðast þær að- stæður sem það er hrætt við, jafnvel þó slíkt trufli daglegt líf þess. VIÐHALDA FÆLNINNI Ofangreind viðbrögð stuðla öll að því að viðhalda fælninni. Sem dæmi má nefna mann sem þjáist af flughræðslu án þess að hafa nokkru sinni lent í óhappi eða flugslysi. Vegna hræðslunnar forðast hann að fljúga og missir þar með af tækifæri til að læra að flugferð- ir eru ekki eins hættulegar og hann hélt. Jafnvel þó maður- inn fljúgi verða áðurnefnd ein- kenni fælninnar til þess að við- halda flughræðslunni þótt flug- ið sjálft gangi vel. Kviði fyrir flugi nær tökum á honum og um leið kvíðir hann því að líða illa. VÍTAHRINGUR Vanlíðanin, sem fylgir fæln- inni, skapar því nýjan ótta og þar með er þetta orðið víta- hringur sem nauðsynlegt er að komast út úr. Óraunhæfar hugsanir ná oft tökum á flug- hræddu fólki. Dæmi: Nú geri ég eitthvað óvart og veld því að flugvélin ferst eða nú ferst flugvélin og allir deyja nema ég og allt er mér að kenna. EKKI DAUÐAH RÆÐSLA Margir halda að flughrætt fólk óttist mest af öllu að deyja. Það þarf ekki aö vera því ó- raunhæfnin í hugsun þess flughrædda kemur oft fram í hugsunum um óbærilegan sársauka. Flughrætt fólk er oft mun hræddara við slys og sársauka en við sjálfan dauð- ann. MEÐFERÐ Það eru til ýmis sérhæfð með- ferðarform við flughræðslu. Einn liður í slíkri meðferð get- ur verið að fá einstaklinginn til að gera sér meðvitaða grein fyrir óraunhæfum hugsunum sínum og temja sér raunhæf- ari hugsunarhátt til að draga úr kvíðanum. Slíkt er ekki eins einfalt og kann að virðast þar sem óraunhæfar hugsanir eru oft svo ósjálfráðar og hraðar að erfitt er að ná taki á þeim. Flestir reyna líka að bægja frá sér slíkum hugsunum og vilja hvorki tala um þær né muna þær. [ þessháttar tilfellum þarf að koma til hjálp sálfræðings eða annars meðferðaraðila. EKKI FORÐAST FLUG Mjög veigamikill þáttur í með- ferð er að fá einstaklinginn til að hætta að forðast það sem hann er hræddur við. Ein leið að því marki er kerfisbundin ónæming. Þá er viðkomandi kennt að slaka á og gerður listi yfir þær aðstæður sem vekja honum kvíða og hræðslu. Að- stæðunum er síðan raðað eftir vægi, byrjað á þeim sem vekja minnstan kvíða og haldið á- fram stig af stigi að þeim sem valda mestum kvíða. Sem dæmi um slíkan lista er oft neðst kaup á flugmiða en efst flugferðin sjálf. Með hjálp sál- fræðings er þeim flughrædda kennt að sjá sjálfan sig við þessar aðstæður á meðan hann er í slökunarástandi. Einnig er fólki ráðlagt að lesa um flug, fara á flugvelli, hugsa um flug og síðast en ekki síst að fara í flugferðir. Mergur málsins er nefnilega sá að með þvi að horfast í augu við óttann getum við sigrast á honum.“ □ 54 VIKAN 15. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.