Vikan


Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 58

Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 58
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Elsku Jóna! Við viljum byrja á að þakka þér allan fróðleik sem við höfum fengið með því að lesa það sem þú hefur skrifað og skrafað á liðnum árum, bæði um jákvæð lífsviðhorf og dulræn fyrirbæri. Við erum í miklum vanda. Þannig er að við leigjum saman ibúð þrjár vinkonur og erum allar í námi hér í Reykjavík. Við erum rétt um tvítugt. í haust fluttum við í miðbæinn í gamalt timburhús sem er um hálfrar aldar gamalt eða jafnvel miklu eldra. Það kom strax í Ijós hjá einni okkar viss óhugur þegar hún eitt kvöidið þurfti að vera ein í íbúðinni. Hún varð reyndar miður sín. Reynd- ar virðist henni hafa liðið frekar illa hérna frá upphafi. Við höfðum áður allar og fljótlega eftir að við fluttum inn orðið varar við eitt og annað furðulegt í húsinu. Meðal annars heyrt ýmis hljóð sem við kunnum ekki að skýra, nema á yfirskilvitlegan hátt kannski. Við erum ekki taugaveiklaðar eða á annan hátt veiklaðar höldum við. Allar lífsglaðar og í frekar góðu jafnvægi. Síðustu vikurnar hafa verið mjög óþægilegar og núna er okkur algjörlega lokið. Það sem gerðist nokkrum vikum eftir að við fluttum inn er ugphaf vandans. Eins og áður sagði var það bara ein okkar sem var heima þegar virkilega fór að keyra um þverbak hér í íbúðinni. Hún vill að það komi fram að nokkr- um mánuðum áður hafði hún lent í mjög mikl- um tilfinningalegum vanda vegna höfnunar. Henni hefur af þeim ástæðum liðið frekar illa og er ósátt og reið vegna þessa. Hvað um það, málið er að eitt og annað virtist hreyfast stað úr stað í íbúðinni svo sem diskar, blómapottar og föt af okkur. Svo gerðist það þegar hún var ein heima umrætt kvöld og var í einhverju upp- námi að ýmsir hlutir eins og dönsuðu fyrir aug- unum á henni bókstaflega. Það má segja að þegar við komum heim fyrst eftir að hún lenti í þessu að við tvær, sem ekki höfðum séð þetta gerast svona hrikalega kröftuglega og mikið eins og hún, höfum átt virkilega erfitt með að trúa henni. Svo skömmu seinna vorum við allar að horfa á sjónvarpið þegar stóll sem er frekar þungur hreyfðist greinilega fram og aftur og í framhaldi af því sáum við einar þrjár myndir hreyfast á veggj- unum. Ljósið slokknaði jafnframt og kviknaði sjálfkrafa aftur fljótlega. Við urðum svo hrædd- ar að við görguöum hver upp í aðra. Við erum mjög hræddar við þetta og teljum að þetta sé af völdum drauga eða framliðinna. Ein okkar er algjörlega trúlaus en tvær okkar eru frekar trúaðar og ein svolítið dulræn. Það var ekki þessi dulræna sem var heima þegar hlutirnir hreyfðust svona hrikalega fyrir framan augun á henni. Það var sú okkar sem er trú- laus á dulræna hluti og bara trúlaus á allt sem gerist heima. Hún verður samt mest vör við þetta og er hræddust af okkur við lætin. Það er hún líka sem hefur átt frekar erfitt tilfinninga- lega en ekkert óeðlilega finnst henni. Samt er eins og þessi læti og ókyrrð séu mest í gangi þegar hún er heima eða nálægt annarri hvorri okkar hinna. Hvað heldur þú, elsku Jóna, að sé eiginlega í gangi? Finnst þér að við ættum að flytja héðan? Eru látnir færir um að valda svona vandræðum? Getur verið að þetta fylgi ein- hverri okkar? Getum við gert eitthvað til að draga úr þessu? Við erum svo hræddar að við sofum allar í sama herberginu. Við erum búnar að kvarta yfirþessu við konuna sem leigir okk- ur en hún bara ypptir öxlum og segist ekki trúa á drauga. Hún heldur senniiega að við séum að grinast eða séum svona taugaveiklaðar. Þeir sem hafa búið hér áður kannast ekki við að hafa orðið varir við svona lagað heldur. Getur verið að það séu reimleikar hérna? Við vitum að það er ekki nein ímyndun í gangi hjá okkur því þeir sem koma í heimsókn hafa líka séð þetta gerast. Engin okkar hefur séð þá eða þann sem hefur valdið þessum óþægind- um enda erum við ekki skyggnar. Ef hlutir hreyfast ekki fyrir framan okkur bókstaflega eru þeir farnir af þeim stað sem við skildum þá eftir á. Við vitum að þú veist allt um dularfull fyrirbæri og ert miðill og við óskum þess að þú getir skýrt þetta út fyrir okkur með fyrirfram þakklæti. Þrjár dauðhræddar vinkonur VALDA ÓKYRRÐ í HÚSI SVAR TIL ÞRIGGJA UNGRA VINKVENNA 58 VIKAN 15. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.