Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 59

Vikan - 23.07.1992, Síða 59
Elskulegu vinkonur! Þaö er augljóst aö ekki veitir af aö svara ykkur og þaö í hvelli. Þakka ykkur hlýju og áhuga á því sem ég er aö gera meðal annars hér í „Sálrænum sjón- armiöum" á síðum Vikunnar. Þaö er ekki auðvelt að svara ykkur vegna þess að til þess að gera sér fulla grein fyrir hvers kyns fyrirbæri eru þarna á ferðinni þyrfti maöur einfaldlega aö upplifa þau sjálfur. Best væri sennilega að ég sæi sjálf hvað er í gangi með skyggni- og dulargáfum mínum. Við reynum samt og vonandi verður svar mitt ykkur einhver léttir og um leið og það verður dálítil leiðsögn fyrir ykkur, verður það vonandi gagnlegt fleirum. Því miður eru svona fyrirbæri eins og þið eruð að kljást við í gangi annars staðar í bænum. FIRÐHRÆRINGAR EÐAÆRSLANDAR Það er kannski ekkert óskynsamlegt með tilliti til þess hvað er í gangi heima hjá ykkur stöllum að íhuga til að byrja með fyrirbæri sem stundum er kallað firðhræringar eða einfaldlega sem er kannski betra orð yfir nokkurn veginn sama fyrirbærið og það er „ærslanda-fyrirbæri". Með því er ég mögu- lega að svara spurningu ykkar um það hvað ég telji að sé að gerast þarna í þessu að öðru leyti ágæta timburhúsi. Orðið „poltergeist" er sennilega þýska heitið yfir orðið ærslandi. „Polter" þýðir frjálslega þýtt, fyrirgangur, ólæti, umbrot, hávaði eða atgang- ur. Aftur á móti þýðir orðið „geist" andi, vera, vætttur, hugur eða sál. Eitthvert kröftugt og óbeislað afl sem er óefniskennt en veldur oftar en ekki fyrir- gangi og furðulegheitum sem oftast tengjast dauð- um hlutum og hinum ýmsu hræringum og sérkenni- legheitum þeim tengdum. I stuttu máli má því segja að ærslanda-fyrirbæri sé atburðarás atvika og óláta sem hafa framkallast í framhaldi af óbeislaðri, ókunnugri, andlegri orku og leiðir til og virðist þess megnug að framkalla furðulegustu fyrirbæri svo sem hávaða sem getur legið í dynkjum ýmiss konar eða höggum sem ýmist heyrast í húsgögnum eins og stólum og borðum eða banki á hurðir og jafnvel veggi. BARNASKAPUR OG HREKKVÍSI Það sem er hvað mest einkennandi fyrir svona fyrir- bæri er að það er engu líkara en það sé ákveðinn barnaskapur í gangi eða stríðni sem jaðrar við að vera eins og hver annar óvitaháttur á mælistiku þeirra sem eru kotrosknir og grandvarir. Ekki er laust við að það geti jafnvel verið broslegt í aðra röndina þegar þessi leyndardómsfullu öfl fara eins og að gera sig heimakomin með þeim hætti að breyta kannski myndum á veggjum og færa til húsgögn. Það er ekki ósjaldan í tilvikum ærslanda að skótau er fært úr stað og reimar fjarlægðar auk nauðsynja eins og tannbursta og greiðu. Ekkert er eðlilegra en manni detti fyrst í hug að þarna sé á ferðinni ósýnilegur andi, jafnvel látinn einstaklingur eða vera sem stundum á niðrandi máta er kallaður draugur. Svo þarf alls ekki að vera þó undarlegt verði að teljast, heldur óbeisluð andleg orka sem virðist snúast um hvers kyns ærsl og ólæti. Þó bóli á ákveðnum barnaskap í þessu fyrirbæri er alveg augljóst að í vissum tilvikum er alls ekki um skynsemisskort að ræða og atburðarásinni eins og stýrt af vitsmunaveru, þó andleg sé og hugsanlega bæði hrekkvís og barnaleg. Eitthvað sem, þó ein- kennilegt sé að segja það, þarf alls ekki að flokkast undir dulrænt fyrirbæri. Þetta getur þess vegna átt upphaf sitt og tilvist í orku og sálarlífi lifandi mann- eskju sem er einhverra hluta vegna ekki með sjálfa sig á hreinu sálarlega en telst þó ekki þjást af geð- rænum kvillum beint þó ósjálfráð hegðun hennar geti komið svokölluðu ærslandafyrirbæri af stað. Frekar að hún sé heltekin af tímabundnum, sálræn- um vanda sem má auðveldlega uppræta og vinna bug á ef rétt er á haldið. Það er eitthvað I gangi sem er óvenjulegt og hefur I för með sér ólæti og undar- legheit eins og þið stöllur hafið svo sannarlega fengið að kynnast á liðnum mánuðum. Það getur einfaldlega ekki verið um einhvern misskilning að ræða eða ímyndun þegar fleiri en einn og tveir verða eins og þið vitni að hegðun og framkvæmd fyrirbæra af þessari tegundinni. VOFUR OG SVIPI VANTAR Eins er ágætt að það komi fram að rannsóknir vis- indamanna benda til að sjaldan eða aldrei sér fólk, sem fyrir þessum fyrirbærum verður, vofur eða svipi. Þau gerast við allar aðstæður mismikið náttúr- lega og valda margþættum vanda á meðan á þeim stendur. Séu þau á annað borð I gangi í kringum eina tiltekna persónu eða i ákveðnu húsi gerast þau ekkert síður I dagsbirtu en að nóttu til. Fyrirbærin gera sjaldan boð á undan sér en eru oftast mögnuð á meðan á þeim stendur. Þess vegna er ekkert skrýtið þó að þið stöllur séuð lafhræddar og á annan hátt miður ykkar vegna þessara ókunnu afla sem leika lausum hala í kringum ykkur. Enginn sérstakur tilgangur virðist liggja á bak við svona fyrirbæri. Sá sem upplifir þau fær engin skila- boð eða tilfinningu þess huglæga eða sálræna um að eitthvað gott eða göfugt sé í gangi og stendur oftast ráðþrota frammi fyrir vandanum sem hann telur sig vera í. Sumir efasemdarmenn, og þar eru vísindamenn engin sérstök undantekning, vilja jafn- vel meina að ekki sé útilokað að i að minnsta kosti flestum þessara firðhræringa-tilvika sé alls ekki um að ræða neina veru og allra síst að handan. SÁLARFLÆKJUR OG INNIBYRGÐ REIÐI Heldur geti meira en verið að kraftur sá eða afl sem fyrirbærinu veldur sé tilkominn vegna einhvers sem er viðstaddur fyrirbærin. Sá eða sú sama eins og veldur vandanum gjörsamlega ómeðvitað eða ósjálfrátt með tilvist einhverra þeirra sálrænu afla sem innra með okkur geta búið og leysast úr læð- ingi við vissar aðstæður. Og þá jafnvel einmitt við erfiðar tilfinningalegar eða sálrænar aðstæður sem þrífast þá á þessum tíma innra með viðkomandi. Meö þessu er átt við að möguleiki er á því að alls kyns sálarflækjur og reiði, sem ekki fá útrás hjá til dæmis ungu fólki í samskiptum þess við þá sem hlut eiga að máli, geti tekið á sig og fundið sér þenn- an einkennilega farveg. Sem sagt fengið nokkurs konar ómeðvitaða útrás á dauðum hlutum aldeilis ómeðvitað af því að aldrei er talað um vandann. Flonum fylgja kannski svo ótrúlega kröftugar og sterkar tilfinningar sem varla geta rúmast fyrir í sál- arlífi viðkomandi. Tilfinningar sem verða að brjótast út og fram þó ekki væri nema til að létta eilitið á innra kerfinu svo geðheilsunni stafi ekki skaði af þessum innibyrgðum og viðkvæmu tilfinningum. MANNSSÁLIN ÓÚTREIKNANLEG VIÐ VISSAR AÐSTÆÐUR Einhvers staðar verður vont út að ganga og ekkert er ómögulegt í þessum sérstöku málefnum sálartet- ursins þegar kemur að því að vernda sjálfa sig fyrir óbærileika sársaukafullra tilfinninga sem alltaf verða á endanum að fá einhvers konar útrás, með- vitað eða ómeðvitað. Þó þannig útrás kunni að tengj- ast framkvæmdum sem eru ómeðvitaðar er engin ástæða til að efast neitt sérstaklega um að þær geti fengið hið furðulegasta líf þrátt fyrir allt raunsæi og annars konar og ögn viðkunnanlegri framrás bældra tilfinninga. Meðvituð framrás er nokkuð sem er sem betur fer algengari framrás þeirra en sú út- rás sem fæst i gegnum firðhræringar eða ærsl- anda-fyrirbæri á stundum, þvi miður. Ærslanda-fyrirbærin virðast til dæmis að einu leyti vera ólík venjulegum yfirskilvitlegum fyrirbær- um og þá að því leyfi til að þau viröast oftast vera bundin vissum fjarlægðum við viðstadda. Ef um er Frh. á bls. 62 15. TBL. 1992 VIKAN 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.