Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 64

Vikan - 23.07.1992, Síða 64
TEXTI: CHRISTOF WEHMEIER LÉTTVÆGARI KVIKMYNDIR Greinarhöfund langar nú til aö greina frá nokkrum kvikmynd- um sem eiga það sameiginlegt að vera í léttari kantinum. Allar þessar myndir verða bráðlega sýndar á íslandi. ÞEGAR ALLT LÉK í LYNDI í myndinni Folks fáum við að sjá Tom Selleck skegglaus- an. En auk hans leika Don Ameche (Things Change, Cocoon 1 og 2), Anne Jackson. Christine Eber- sole, Wendy Creusen. Leik- stjóri er kanadíski leikstjórinn Ted Kotcheff (First Blood, Switching Channels). Kvik- myndin Folks er ærslafengin grínmynd. Myndin fjallar um bankamanninn John Aldrice sem lifir áhyggjulausu lífi þvi allt virðist fullkomiö hjá Tom Selleck skegglaus og Don Ameche i ærslamyndinni Folks. honum. Hann hefur yndi af vinnunni. Hann á skilningsríka eiginkonu, hlýðinn hund og ástkær börn. En einn góðan veðurdag þá gerist sitthvað. Já, hvað gæti gerst? Persóna Toms Selleck missir vinnuna. Hans eiginn bankareikningi er lokað. Hundinum hans er stolið. Og eiginkonan og börn- in flýja heimilið. Hvað veldur? Faðir Johns er kominn til að vera. Hann er elliær og fer sín- ar eigin leiðir. Hann gerir alla vitlausa á heimilinu. Myndin þykir vel heppnuð grinmynd og ætti að koma flestöllum í gott skap. Tom Selleck hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í myndinni. Tom Selleck hefur líka sýnt að hann er ágætis grínleikari. Hver man ekki eftir honum í myndunum Three Men and a little Baby og Three men and a little Lady? VELKOMINN TIL BUZZAW Tvívegis áður hefur verið minnst á þessa mynd en hvað? Allt er þegar þrennt er. Gamanmyndin Welcome to Buzzaw er léttvæg mynd. Myndin státar af frambærileg- um leikurum eins og Matthew Broderick (Glory, Freshman, Torch Song Triology) og Jeffr- ey Jones en þeir léku báðir saman í myndinni Ferris Bu- ellers Day Off. Leikstjóri er franski leikstjórinn Francis Veber sem áður hefur gert ameriska bíómynd sem heitir Three Fugitives, hún státaði af leikurum eins og Nick Nolte og Martin Short (Innerspace, Clifford). Matthew Broderick leikur ungan og snjallan fésýslu- mann sem leggur leið sína um skógarhöggsbæ sem heitir Buzzaw. Við fyrstu sýn virðist bærinn kyrrlátur og friðsam- legur en allt kemur fyrir ekki. Fötum hins snjalla fésýslu- manns er stoliö. En það er ekki nóg, bilnum hans, sem er af BMW-gerð, er líka stolið. Auk þessa týnir maðurinn skjölum sem eru afar mikil- væg, svo mikilvæg að fyrir þau gætu fengist 160 milljónir Bandaríkjadala. Myndin grein- 64 VIKAN 15. TBL.1992 1i H /■ £ m' WM \1 m m ’M A Band- brjálaður borgar- stjóri og örvænting- arfullur fé- sýslumað- ur I mynd- inni Wel- come to Buzzaw. T Ágrein- ingur milli tveggja persóna. Úr mynd- inni City of Hope. ir síöan frá því hvernig unga manninum tekst til við að hafa uppi á þessum hlutum aftur. Meö honum slæst í för borgar- stjóri Buzzaws sem er ekki með öllum mjalla. Myndin verður trúlega sýnd í Laugar- ásbíói áður en langt um líður. BORG VONAR Myndin City of Hope er dæmisaga sem gerist í stór- borginni Hudson City sem ekki ertil í raunveruleikanum. Leik- stjóri myndarinnar, John Sayles (Matewan), greinir frá lífsbaráttu svartra sem hvítra. Fjallar myndin auk þess um kynþáttamisrétti sem á sér stað í þessari ímynduðu stórborg. Hver man ekki eftir atburðinum í Los Angeles í maí síðastliðnum? Þetta er mynd meö skilaboð. Kvik- myndagerðarmenn í dag gera sér grein fyrir áhrifamætti kvik- mynda og því trúa þeir að kvikmyndir geti gert samfélag- inu gagn. Myndin City of Hope þykir raunsæ og sýnir vel hvað gæti gerst ef dæmið snerist við, það er hvítir yröu undirok- aöir af blökkumönnum eða afr- ískum Ameríkönum eins og þeir kallast í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.