Vikan - 23.07.1992, Qupperneq 65
ERFIÐ LOFORÐ
Leikkonuna Sissy Spacek
(JFK) og William Petersen
(Live and Die in LA) fáum viö
aö sjá í mynd sem heitir á
frummálinu Hard Promises.
Myndin greinir frá hjónabandi
sem er að bresta vegna þess
aö eiginmaðurinn hefur ekki
tíma til að elska né sinna kon-
unni sinni því hann á fullt í
fangi meö aö leita aö tilgangi
lífsins. Eiginkonan leitar hugg-
unar annars staðar. Til leiks
kemur maður sem gefur eig-
inkonunni alla þá ást og um-
hyggju sem hún þarfnast. En
þá kemur babb í bátinn. Hinn
eiginlegi eiginmaöur konunnar
Sissy Spacek gengin í það heil-
aga i myndinni Hard Promises.
snýr aftur og heimtar konu'
sína á ný. Ætli hann hafi fund-
iö þaö út aö tilgangur lífsins
væri að elska þá sem standa
manni næst? Þaö er stóra
spurningin sem við getum leit-
aö svara viö meö því að sjá
myndina á stóra hvíta tjaldinu.
Myndin veröur aö öllum líkind-
um sýnd í Stjörnubíói.
FULLT HUS
Kathleen Turner er leikkona
sem viö sáum fyrst í myndinni
Body Heat áriö 1981. Síðan
þá hefur hún leikið í myndum
eins og Romancing The
Stone (1984), Jewel of the
Nile (1985), China Blue
(1985), Switching Channels
(1988) og nú síöast í V.l.
Warhawski sem ekki gerði
þaö gott í Bandaríkjunum þeg-
► James
Spader og
Joanne-
Whalley-
Kilmer í
myndinni
Storyville.
ar hún var sýnd þar fyrir ári.
Nú er hins vegar komin ný
mynd meö henni sem heitir á
frummálinu House of Cards.
Söguþráður myndarinnar er
forvitnilegur. Greinir myndin
frá sögupersónunni Ruth sem
missir eiginmann sinn þegar
þau eru aö skoða rústir hins
forna Maja þjóðflokks í Mex-
íkó. Börnin þeirra eru meö
þeim, einn drengur, sem er 12
ára gamall, og ein stúlka sem
er 6 ára gömul. Eftir þetta
mikla áfall snýr móöirin ásamt
börnunum aftur til Bandarikj-
anna. Þegar þangað er komiö
gerist nokkuð, stelpan litla
missir málið. Þetta reynist erfitt
fyrir móöurina en hún trúir aö
hægt sé aö lækna málleysi
dótturinnar. Stúlkan er send í
sérstaka einkaskóla en ekkert
gerist. Læknar tjá móðurinni
einfaldlega aö stúlkan sé sjúk.
En eina nótt vaknar móöirin
við þrusk. Hún stendur upp og
hleypur til herbergis dóttur
sinnar. Hún kveikir Ijósið og
sér dóttur sína á miöju gólfi.
Þaö er ekki í frásögur færandi
en hún hefur byggt spilaborg
mikla. Móðirin telur aö stúlkan
sé gædd sérstökum gáfum og
hæfileikum. En hvaö veldur
þessu? Skyldi þetta vera í
sambandi viö þaö aö faðirinn
dó nálægt rústum Maja þjóð-
flokksins? Þaö fáum viö aö
sjá þegar þar aö kemur.
Kvikmyndir um vandamál
barna eru að verða vinsælar.
Má í þessu sambandi benda á
mynd Jodie Fosters, Little
Man Tate, eöa Litla Snilling-
inn sem sýnd var í Háskóla-
bíói í apríl síðastliðnum.
ALLTGOnOG GÖFUG
EÐA HVAÐ?
James Spader (True Colors),
Joanne Whalley-Kilmer (Kill
Me Again, Shattered) og Ja-
son Roberts leika í myndinni
Storyville. Myndin greinir frá
framagjörnum, ungum lög-
fræöingi sem hefur allt til alls.
Hann er vel menntaður, far-
sæll í starfi og hann á fé. En
hvaðan kom þessi auður? Þaö
þykir nefnilega grunsamlegt
hvernig afa stráksins tókst aö
15. TBL.1992 VIKAN 65
veröa svona auðugur. Hann
varö ríkur á skömmum tíma.
Nefnd er skipuð til aö rann-
saka feril afans. Þegar svo
faöir lögfræðingsins er beðinn
um aö koma til fundar viö
rannsóknarnefndina fremur
hann sjálfsmorö. Hann þoldi
ekki þrýstinginn. Hvaö skyldi
búa að baki? Unga lög-
fræðinginn leikur James
Spader. Hann fer sjálfur aö
rannsaka sögu fjölskyldu
sinnar. Beinir hann spjótum
sínum aö afa sínum sem leik-
inn er af Jason Roberts. Hvaö
hefur afinn aö fela? Meira
veröur ekki sagt. Myndin þykir
grátbrosleg og spennandi.
Myndinni er leikstýrt af Mark
Frost en hann hefur unniö
mikiö viö sjónvarpsefni svo
sem Tvídrangsþættina
Twin Peaks sem framleiddir
voru af Propaganda Films,
fyrirtæki Sigurjóns Sighvats-
sonar. Mark Frost er fyrst og
fremst þekktur sem handrita-
höfundur. Myndin Storyville er
frumraun hans sem leikstjóra.
HUNDUR SAKAÐUR
UM MORÐ
Það er sko allt hægt í kvik-
myndaborginni Hollywood.
Myndin Boots er byggö á
sannsögulegum atburöum.
Myndin gerist i Michigan þar
sem hundur er dæmdur til
dauöa af því aö hann drap
móöur eiganda síns af slysni.
Móðirin var 87 ára gömul.
Réttaö var í málinu og úr-
skurðurinn var...! Myndin
þykir kaldhæðnisleg. Veröur
gaman aö sjá afraksturinn.
TOMMI OG JENNI
í KVIKMYND
Já, nú geta unnendur Tomma
og Jenna hlakkað til því nú er
búið aö gera kvikmynd eöa
teiknimynd í fullri lengd um þá
félaga. Myndin þykir fallega
teiknuð og gerö og fullvíst er
að unga kynslóðin á eftir aö
hlakka til að sjá Tomma og
Jenna á hvíta tjaldinu. Börn
sem og fullorðnir fá sitthvað
fyrir sinn snúö. Myndin veröur
sýnd i Regnboganum.
FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
- þjónar þér allan sólarhringinn
PÓNTUNARSÍMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegi 10