Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 70

Vikan - 23.07.1992, Síða 70
Margrét og Kristbjörg Karí Sólmundsdóttir, skólasystir hennar, hafa viða komið fram og sungið við gítarundirleik milli þess sem Margrét syngur með Jökulsveitinni. hún þátt í forkeppni fyrir söng- keppni framhaldsskóla í MR og hafnaði í öðru sæti þar. Þá ma geta þess að hún tók þátt í kraftakeppni Óskastundar Stöðvar 2 og komst þar í úrslit ásamt fjórum öörum. En Margrét hefur ekki látið sér nægja að kepþa í söng, hún kom fram með hljómsveit- inni Burkna um nokkurt skeið og nú er hún í Jökulsveitinni, nýju blúsbandi sem hlotið hef- ur góöar móttökur. Ekki er allt enn upp talið, Margrét hefur komið fram og sungið við gítarundirleik á Púlsinum með Kristbjörgu skólasystur sinni sem söng bakrödd í sigurlaginu i vetur. Meðal áheyrenda á Púlsinum var blúsarinn Pinetop Perkins og fór hann á eftir mjög lof- samlegum orðum um söng Margrétar. Þær Margrét og Kristbjörg hafa komið víðar fram saman, meðal annars á árshátíðum MR og fleiri uppákomum þar og þá með hinum bakröddun- um úr söngkeppni framhalds- skóla. Þá má geta þess að Margrét hefur aflað sér vasa- Frammistaða Margrétar á Púls- inum hefur vakið aðdáun eins og meðfylgjandi Morgunblaðs- auglýsing ber með sér. peninga um allnokkurt skeið með því að leika dinnertónlist á píanó. Einnig hefur hún spil- að á jólaböllum barnaheimila og þá gjarnan með föður sínum. Margrét er ekki sú eina í fjöl- skyldunni sem hefur áhuga á tónlist, öðru nær. Fjölskyldu- band gæti þess vegna verið á leiðinni, að hennar sögn. Faðir hennar, Sigurður Björgvins- son, hefur verið í tónlistinni frá því hann sleit barnsskónum og spilað með hinum ýmsu danshljómsveitum. Amma Margrétar spilaði og söng á böllunum í Keflavík í „den“, bræðurnir spila á píanó og gít- ar og litla systir er farin að syngja, aðeins fimm ára gömul - þó feimni hái þeirri litlu enn sem komið er. Margrét gerði hlé á píanó- námi sínu er hún tók við for- mennsku Herranætur MR síð- astliðinn vetur. Píanónám hafði hún þá stundað í ellefu ár. Næsta vetur hyggst hún taka upp þráðinn að nýju og þá hefur hún einnig í hyggju að hefja söngnám en hún hef- ur aldrei farið í söngtíma ef frá eru skildar æfingar hjá Guð- finnu Dóru þegar hún söng með skólakór Garðabæjar. í nánustu framtíð langar Mar- gréti að komast til söngnáms í Frakklandi eða á Ítalíu. Þegar Margrét var spurð hvort hún léki á fleiri hljóðfæri en píanó kom löng þögn. Síð- an viðurkenndi hún að hún hafði ef til vill eytt fullmiklum tíma í að fikta við gítarinn þeg- ar nær hefði verið að liggja yfir skólabókunum þegar prófin stóðu yfir. Áður hafði hún öðru hverju gripið í gítarinn og þá spilað Tvær litlar mýs sem amma hennar hafði kennt henni. Nú er hún farin að geta spilað eitthvað fleira. Svo er það fiðlan. Margrét lærði á fiðlu í tvö og hálft ár og spilaði þá í barnaóperunni Nóaflóðinu en þar voru það aðeins börn sem sáu um tón- listarflutninginn. Kveðst hún stolt af þeirri þátttöku. Ballett er meðal þess sem einnig hefur komist á afreka- skrá Margrétar. Hann stundaði hún af miklum krafti fyrir tveim- ur árum en síðan færði hún sig yfir í samkvæmisdansa. Síðastliðinn vetur var það Herranótt og söngurinn sem voru efst í huga Margrétar og lítill tími fyrir annað - nema þá kannski námið, en hún er í náttúrufræðideild MR og á þar eftir eitt ár í stúdentinn. ( júní og júlí hefur Margrét verið í bæjarvinnunni í Garða- bæ auk þess sem hún hefur komið fram og sungið og spilað. í sumarfríinu ætlar hún svo að fara til Portúgal með 5. bekkingum MR og vonast til að geta þá hvílst og sólaö sig. Ekki er þó ótrúlegt að hún taki lagið við og við þar ytra. Það hlýtur að kosta mikið álag og taugaspennu að hafa í svo miklu að snúast sem Margrét. Tíðindamaður Vik- unnar fékk nasasjón af því spani sem stöðugt er á Mar- gréti þegar unnið var að þess- ari grein en upplýsinganna var aflað í þrem áföngum vegna anna hennar. Síðast í hléum hjá Jökulsveitinni er hún kom fram á Hressó. „Álag og taugaspenna? Jú, því er ekki að neita,“ svarar Margrét. „Einkum þegar æða þarf á milli margra staða sama daginn en þá kemur sér vel að geta fengið heimilisbílinn lán- aðan því það er tímafrekt og dýrt að ferðast með strætis- vögnum." Margréti finnst skemmtileg- ast að syngja tónlist sem gerir kröfur til söngvarans. Sjálf segist hún hlusta af áhuga á alla tegund tónlistar en í mest- um metum er melódísk tónlist og hún segir einnig Janis Jopl- in höfða mikið til sín sem og annað frá „sýrutímabilinu" svonefnda. Kannski síst að hún hlusti á hip hopp og dauðarokk þó þar á meðal sé einnig að finna eitt og annað áhugavert. Margrét stefnir á frægð og frama í sönglistinni. Lofar frammistaða hennar svo sann- arlega góðu og þar spillir vera hennar í Jökulsveitinni ekki en sveitin hefur fengið mjög góða dóma. □ 70 VIKAN 15. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.