Vikan


Vikan - 23.07.1992, Síða 75

Vikan - 23.07.1992, Síða 75
var meira en nógur tími fyrir mig. Minn fyrrverandi hringdi einu sinni til að athuga hvern- ig ég hefði það og ég var mjög bitur og einmana á meðan við töluðum saman. Hvernig við komumst hjá því að rífast skil ég ekki. Að símtalinu loknu var ég mjög döpur svo ég ákvað að fara á skemmtistaðinn um kvöldið. Um leið og ég gekk inn birtist Ágúst við barinn. Hann sagði ekki eitt einasta orð, starði bara á mig eins og ég hefði gert honum eitthvað hræðilegt. Ég var að hugsa hvort ég ætti að segja eitthvað en ég vissi ekki hvað það ætti að vera. Og þar að auki fannst mér ég ekki hafa gert neitt hræðilegt þannig að hann þurfti ekki að láta svona. Ég og vinir mínir sem voru þarna dönsuðum og skemmtum okk- ur eins og vanalega. Ágúst fylgdist stöðugt með mér en ég lét það ekkert á mig fá. Síð- ar fannst mér, eitt kvöldið þeg- ar ég var að keyra heim, eins og einhver væri á eftir mér. Seinna, þegar Rúnar var með mér í bílnum — en Rúnar var maður sem ég kunni mjög vel við og var farin að hitta nokk- uð oft — þá fannst mér aftur sem mér væri veitt efitirför. Við Rúnar sátum nokkra stund í bílnum fyrir ffaman húsið sem hann bjó í, töluðum saman og keluðum. Hann var þolinmóður maður og ég sagði honum að ég vildi kynnast honum vel áður en við gengj- um lengra. Hann virtist skilja það fúllkomlega og auk þess líka það vel. Við höfðum þekkst í nokkrar vikur og þetta kvöld var ég tilbúin í eitthvað meira en bara kossa. Þegar Rúnar stakk upp á að ég kæmi með honum inn hafði ég ekk- ert á móti því. Það fór afar vel á með okkur í rúminu og mörgum klukku- tímum síðar þegar ég fór aftur út í bílinn minn — gleiðbros- andi — hafði ég á tilfinningunni að loksins hefði ég fúndið mann sem mér líkaði og ég gæti treyst. En á leiðinni heim fann ég aftur fyrir því að ein- hver elti mig ... og eftir þetta kvöld var ég viss um að ein- hver fylgdist stöðugt með mér. Síminn hjá mér hringdi á nótt- unni en þegar ég svaraði svar- aði enginn á móti. Ég fór aftur heim með Rúnari og eftir það jukust símhringingarnar enn. Ég tók tólið af en hringingarn- ar hófúst á ný um leið og ég lagði það á að morgni. Katrín skipaði mér að láta lögregluna vita um þessar hringingar svo ég gerði það. Ég fékk leyninúmer og það var mikill léttir að losna við hring- ingarnar. En eitt kvöldið tók ég eftir því að einhver sat í bíl fyrir utan húsið hjá mér og fylgdist með því. Ég varð hrædd og hringdi í lögregluna sem sendi menn á bíl til að aka framhjá og athuga málið en þegar þeir komu var bíllinn með manninum í horfinn. Um sama leyti var verið að skipta um tölvukerfi í vinnunni hjá mér og mest af tíma mínum fór í að læra á nýja kerfið þann- ig að ég hafði ekki mikinn tíma til að fylgjast með því hvort einhver væri á eftir mér eða ekki. Og þegar símhringing- arnar hættu og ég sá ekki aftur einhverja menn sem sátu inni í kyrrstæðum bílum gleymdi ég öllum leiðindunum. Þarna stóð hann í svefnherbergis- dyragættinni Við Rúnar hittumst oftar og eina helgina, þegar hvorugt okkar þurfti að vinna, bauð ég honum að koma og eyða helg- inni heima hjá mér. Við vorum farin að tala um að flytja saman og okkur langaði til að sjá hvernig þetta gengi hjá okkur. Þetta var ffábær helgi. Kynlifið hafði aldrei verið betra og ég var viss um að þetta myndi ganga vel hjá okkur. Við ákváð- um að hann flytti til mín um næstu mánaðamót. Hann fór heim til sín um eftirmiðdaginn og ég fór að laga til í klæðaskápnum í svefn- herberginu mínu svo fötin hans kæmust fyrir. Hann ætlaði að koma með eitthvað af þeim seinna um daginn þannig að ég hamaðist við að laga til. Það var orðið ffamorðið og allt í einu fékk ég undarlega tilfinn- ingu. Hafði ég læst útidyrun- um ... ? Hárin aftan á hálsi mínum risu, ég sneri mér við og þar stóð þá Ágúst í svefn- herbergisdyrunum og horfði á mig. „Hvað ert þú að gera hérna inni?“ hrópaði ég. „Mér dauð- brá!“ „Þú skildir dyrnar eftir opnar,“ svaraði hann og það var undarlegur tónn í rödd- inni. Svo spurði hann: „Er hann góður?“ Ég var hrædd en ég var líka reið. „Þú hefur verið að fylgj- ast með mér, er það ekki?“ spurði ég. Eins og elding þaut hann yfir gólfið, greip um axlir mér og henti mér á rúmið. Ég hafði ekki einu sinni tíma til að bera fyrir mig hendurnar eða lyfta hnjánum svo hann gæti ekki lagst ofan á mig. Það eina sem ég vissi var að hann lá ofan á mér og hélt handleggjunum á mér föstum á meðan hann reyndi að klessa andlitinu að mínu. Hann hélt handleggjun- um svo föstum að ég hélt hann myndi brjóta úlnliðina á mér. „Hvers vegna léstu hann fá það en ekki mig?“ spurði hann og síðan fylgdu nokkur rudda- leg orð. Ég reyndi að setja hnén í hann og hann öskraði: „Núna vil ég fá minn skammt! Þú ert ekkert annað en ein af þessum kvensum sem eggja og segja svo nei,“ hvæsti hann og reyndi svo að kyssa mig. „Þú lést mig bjóða þér út og eyða í þig miklum peningum og svo fékk maður ekkert fyrir. Núna ætla ég að fá það sem ég á inni hjá þér.“ Ég braust um og öskraði: „Farðu af mér, skepnan þín!“ En Ágúst hélt handleggjum mínum pinnföstum fyrir ofan höfúðið á mér með annarri hendinni og fór að rífa utan af mér fötin með hinni — reyndi að fletta frá mér blússunni, reyndi að draga pilsið upp fýr- ir lærin á mér. Hann var svo miklu sterkari og þyngri en ég og ég var svo hrædd. Ég átti ekki von á Rúnari fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkutíma og þá yrði Ágúst búinn að nauðga mér og horfinn á braut. Það var þá sem ég heyrði öskur. Ég man eftir að hafa séð reiðilegu andliti Rúnars bregða fyrir um leið og hann réðst á Ágúst og reif hann af mér. Hann henti honum upp að vegg þannig að Ágúst missti andann og kýldi hann síðan fast í magann. Ágúst beygði sig saman og hélt um magann en Rúnar sagði mér að hringja á lögregluna. Ég skalf og titraði og reyndi að gráta ekki þegar ég var búin að hringja. „Hver er þessi maður?" spurði Rúnar. „Ég fór út með honum einu sinni og hann reyndi við mig...“ stundi ég. „Og þegar ég vildi ekkert hafa meira með hann að gera hótaði hann mér. En ég... en ég...“ Ég hætti því ég heyrði að verið var að ganga upp stigann. Lögreglan hafði augsýnilega verið á næstu grösum úr því hún var svona fljót á staðinn. Lögreglu- mennirnir komu inn og ég sagði þeim hvað hafði gerst. Þeir fóru með Ágúst og við Rúnar fórum á lögreglustöðina til að leggja fram kæru. Ágúst hefúr verið kærður fýrir árás og tilraun til nauðg- unar og þó ekki sé búið að taka málið fyrir ennþá telur lög- ffæðingurinn minn að við munum vinna málið. Ég gerði Ágústi ekki annað en það að neita að vera með honum. Ég gerði ekkert sem ég þarf að skammast mín fýrir. Það hefúr tekið mig nokkurn tíma að þora að vera ein aftur en þetta er að koma. Rúnar hefúr hjálp- að mér mikið og þó við séum ekki enn farin að búa saman er ég nú ánægðari en nokkru sinni fyrr að vera sjálfstæð og engum háð. 15. TBL.1992 VIKAN 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.