Vikan


Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 27

Vikan - 06.08.1992, Qupperneq 27
eins og hverju öðru. Málið er að þora að sleppa því sem gildir ekki lengur og finna eitthvað sem hentar betur. Þar erum við komn- ar að öðrum grundvallarvanda fóstra og kennara; þeim að virðast halda að við þurfum að fara eftir fyrirmynd annars staðar að. Mín uppeldisfræði, sem kallast Hjalla-stefnan og felur að vísu miklu meira í sér en kynjaskipt- ingu, er heimasmíðuð leið, og einfaldlega byggð á þeirri reynslu sem fengist hefur hér og svarar þeim aðstæðum sem hér eru. Við glímum við okkar þjóðfélag en ekki ítalskt, amerískt eða franskt en það þykir nátt- úrlega ekki nógu glæsilegt að geta ekki vísað í sænska fyrirmynd. Við þorum ekki að viður- kenna okkar eigin aðstæður og ekki heldur okkar eigin möguleika á lausnum og meðan svo er, hvernig endar þetta? Því ekki að skoða ýmsa möguleika, sjá hverjir fleyta okkur lengst og velja þá leiðina, í stað þess að hanga á því í tuttugu ár sem einhver fann einhvern tíma en er löngu hætt að skila nokkru nema tapi. Það er ósvífni að sitja fyrir framan mann og segjast því miður vera búinn að halda uppi ónothæfum hlutum í tuttugu ár og aö nú skulum við súpa af því seyðið næstu tuttugu ár til viðbótar." HAGSMUNIR HVERS? Við ræðum áfram á kaffistofu Hlaðvarpans og Margrét Pála minnist á þrýstinginn um að lengja opnunartíma leikskóla. „Hagsmunir barna og foreldra fara alls ekki alltaf saman. Stundum eru það hagsmunir for- eldra að vinna lengur og útvega meiri peninga og þannig er lífið. En hverjar eru þá þarfir barna og hverjir standa með þeim þörfum? Það eru ekki þarfir barna að vera sótt á leik- skólann klukkan sjö á kvöldin. Það eru ekki þarfir barna að vera útkeyrð í hópuppeldi fram eftir öllum degi. Þaðan af síður þarfnast börn þess að hoppa inn á leikskólann sinn á þeim tíma sem foreldrum hentar. Það eru ekki þarfir barna að vera lögð af stað út á galeiöuna og í vinnuþrælkunina sex mánaða gömul; þessi börn hafa aldrei vitað hvað það er að geta and- að rólega. Þetta eru ekki hagsmunir barna heldur hagsmunir atvinnumarkaðar. Börnin hafa ekki kosningarétt en það hafa foreldrarnir, svo þeirra þarfir sitja í fyrirrúmi því þær sam- rýmast oftar þörfum atvinnumarkaðar. Þarna auglýsi ég líka eftir fólki sem vill og þorir að berjast fyrir því að foreldrar ungra barna séu ekki í þessari vinnuþrælkun." 75 PRÓSENT AFSLÁTTUR Það þarf ekki að koma á óvart að fýsilegt teljist að þýfga þessa pólitískt meðvituðu konu um stjórnmálaskoðanir hennar. Svar hennar kem- ur heldur ekki á óvart. „Ég er frjáls manneskja og kýs það sem ég vll kjósa. Ég var lengi flokksbundin í Alþýðu- bandalaginu en eftir að ég gekk út þar fyrir nokkrum árum hef ég verið á eigin vegum, kosið það sem mér sýnist hverju sinni og tel mikið frelsi í því fólgið." - Hverju finnst þér starf Kvennalistans hafa skilað? „Alltaf komum við að dásemdargryfju stefnuleysisins. Þetta er jú allt saman stefnu- leysi, þegar upp er staðið. Glufur hér og göt þar og árangursleysi og gjaldþrot og allt af því að fólk þorir ekki að taka stefnu og standa viö hana. Nú er maður farinn að bíða í ofvæni eftir því að kvennahreyfingin komist upp úr lægð- inni. Mér finnst við vera búnar að vera í langri lægð. Við þurfum kynjaskiptingu á mjög mörg- um sviðum til þess að konur komist áfram með sín mál. Ég vil til dæmis sjá pólitískt afl kvenna birtast í andófi. Við skulum ekkert vera að skokka í veislur hjá ráðherrum eða bankaráði, víst er að enginn kemur þaðan út nema nokk- uð kalinn á hjarta. Mér finnst kvennahreyfingin hafa gengið í björg og hafa verið þar lengi en ég bíð spennt eftir því að hún komi út aftur. Hvað höfum við konur að gera inn í kerfi sem hefur þjónkað hagsmunum karla númer eitt, tvö og þrjú? Og hvað höfum við að gera við málamiðlanir? Málamiðlun eru gryfja stefnuleysis og mála- miðlun er það sem við höfum ekki efni á. Stöðugar málamiðlanir gera ekkert annað en þurrka út þann málstað sem er sitt hvorum megin við; við fáum út úr þeim blöndun, sukk hingað og þangað en hví ekki að taka stefnuna Hvernig vogum við okkur að láta tilfinningabundnar skoðanir sitja í fyrirrúmi fyrir árangri með barnahópinn? og keyra hana og engar málamiðlanir og eng- an afslátt, takk! Það versta sem gerðist í þess- um björgum var að þar gáfu konur afslátt á sín- um kröfum, mótmælum og andófi. Þegar ég sé konu i baráttunni með strákunum finnst mér stundum eins og hún hafi sett sjálfa sig á brunaútsölu. Afsláttur 75 prósent, gjörið svo vel, valtið yfir mig. Endilega þurrkaðu af skón- um þínum á bringunni á mér, ég er titbúin. Þessar málamiðlanir höfum við ekkert með að gera. Þeir einir geta gert málamiðlun sem standa jafnt að vígi, ella verða þær á kostnað annars til að auka hlut hins.“ - Eru kynin þá svo ólík aö hagsmunir okkar geta ekki farið saman? „Vissulega fara hagsmunir okkar saman, við sjáum bara ekki hvernig. Við sjáum það ekki fyrr en við erum orðin örlítið sterkari, hvert um sig. Fyrst verðum við að vinna úr sérstöðunni. Konur og karlmenn eru ekkert svo óhugnan- lega ólík en við birtum okkur ólíkt, höfum ólík- an grunn og svo ólíka möguleika. Þar dugar ekkert fyrir okkur að fara í blekkingarleik og segja: „En, þetta er nú ekkert svona slæmt. . .“ Jú, þetta er svona slæmt. Konur hafa gengið um og trúað því að þær eigi frem- ur að þegja; konur skulu ekki tala á samkund- um, karlmenn hafa gengið um og trúað því að þeir eigi að vera sterkir og klárir og endalaust græjandi allt og megi aldrei láta bilbug á sér finna. Svona skokkum við í gegnum lifið og fólk er nú ekki mikið samferða upp á þessi býti. Min trú er að allir eiginleikar séu sammann- legir og þess vegna gef ég strákunum viðbót- arskammt af því sem þeir fá venjulega ekki og stelpunum sömuleiöis." GNÆGTABORÐ EIGINLEIKA í DÁSAMLEGU LÍFI - Hvernig er þín útópía innréttuð? „Dásamlega. Ég trúi því nefnilega að hér sé gnægtaborð af eiginleikum í dásamlegu lífi. Því miður er það þó þannig núna að rétturinn sem heitir „frumkvæöi" er merktur karlamegin og það er voða óviðkunnanlegt ef kona laum- ast þangað. Á hinum enda borðsins eru lítt spennandi smáréttir og þar er réttur sem heitir „blíða". Hún telst kvenleg og enginn karlmað- ur færi að laumast þangað og fá sér af þeim fyrirlitlega eiginleika. Á meðan borðið er dekk- að svona upp, þá þurfum við núna að skokka svolítið sitt í hvoru lagi. Það er strax auðveld- ara fyrir konur að koma að borðinu ef karlarnir eru ekki í röð við réttina sem heita „frumkvæði, sjálfstæði og styrkur“. Útópían mín er návkæmlega þannig innrétt- uð að fölk komi að borðinu án þess að gjalda fyrir kyn sitt, aldur eða sérstöðu. Að því sé klappað á bakið af öllum sem við borðið standa og sagt: „En gaman að þú ert nákvæm- lega eins og þú ert. Ég elska þig svo mikið og hjartanlega, bæði með kostum og göllum. Gjörðu svo vel. Komdu að borðinu núna. Við hin bíðum aðeins á meðan.“ Þess vegna reyni ég þessa leið núna; ég dekka upp tvö borð, með nákvæmlega sömu eiginleikum. Ég býð báðum kynjum til veislu, sínu í hvoru lagi. Það sem er svo dásamlegt að sjá er að mínar stelpur eru nú orðnar óragar við að skammta sér af allsnægtaborðinu; strákarnir eru líka óragir, þeir skammta sér á diskinn, styrk, blíðu, kjark og umhyggju. Eng- inn er búinn að klára upp réttinn, það er nóg í boði. Þegar svo hvort kynið fyrir sig kemur til leiks á þennan hátt, þá virðist koma meira jafn- vægi á réttina. I fullorðinslífinu, í stórveislu bankaráðs, þá vitum við alveg hverjir sitja við hvaða enda. Við vitum nokk hverjir taka af réttunum „góð laun, gnótt og yfirráð". Það er engin kona sem nælir sér i þessa rétti. Nei, þær eru við hinn enda borðsins og fá sér fremur svolítið af undanláts- semi, stóran skammt af fórnfýsi og alltaf þrisv- ar á diskinn af þolinmæði. Ég nenni ekki svona veislum. Nennir þú þeim? Núverandi staða snýr dásamlegum og eftirsóknarverðum eigin- leikum, ávið umburðarlyndi og þolinmæði, upp í andhverfu sína. Það verður ekkert skemmti- leg blanda að fá sér bara fórnfýsi og þolin- mæði. En að fá sér slatta af styrk og vel af kjarki með, þá er rétturinn orðinn góður. Eins og er, eru svokallaðir kveneiginleikar orðnir hálffyrirlitlegir. Á sama hátt er styrkur, sem við köllum stundum yfirgangssemi, líka fyrirlitið mál, svo þetta er að verða hið mesta leiðinda- samkvæmi, vínlaus veisla og ekki einu sinni fjör. Skipið er að sökkva og hvað gerum við? Maulum í okkur rétti sem við erum búin að fá hundleið á, af því að þeir eru ekkert góðir einir og sér. Samkvæmið er orðið svo leiðinlegt að ung- lingskrakkar eru bara farnir að kála sér þetta um fimmtán ára aldur. Þá segi ég nú við okkur þetta fullorðna lið sem teljum okkur bera ein- hverja ábyrgö: „Hvað þarf til að við tökum stefnubreytingu? Við vitum það til dæmis að undanfarin ár hefur sjálfsvígum fjölgað ótrú- lega hjá ungum krökkum og dugar það ekki einu sinni til að við stönsum og breytum stefn- unni? Hvað þarf til?“ Ég nenni ekki að sitja í svona matarbjóði, ég fer þá frekar og bý mér til betra matarbjóð. í minni vinnu höfum við gnægtaborð, blöndum því skynsamlega og skemmtum okkur reglulega vel í þessu teiti. “Gjörið svo vel, komið að borðinu og fáið ykkur. Hér er allt sem er gott fyrir ykkur. Veldu nú eins og þér hentar, það sem þér sem mann- eskju líður vel með.“ □ 16. TBL. 1992 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.