Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 28

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 28
TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR / MYNDIR: RÚNAR >ÓR yndlistarmaöurinn Örn Ingi hefur lengi verið áberandi í listalífi íslendinga. Hann hefur verið fenginn til að undirbúa hátíðlr víðs vegar um landið, hefur rekið veitingastað og haldið fjölmargar málverka- tveimur öðrum greinum eftir því sem tími vannst til. Örn Ingi kenndi myndlistina, Ásta Arnardóttir kenndi leiklist og Anna Ríkharðsdóttir kenndi dans. Börnin voru látin semja sín eigin leikrit og spunadansa og var hreint ótrúlegt hvað náðist að gera á þessum tíma. Við Glerárskóla er mjög góð sundlaug sem krakkarnir fóru í á kvöldin og oft voru haldnar kvöldvökur og voru þær undir- búnar af krökkunum sjálfum og tókust mjög vel. Eitt kvöldið langaði þau að dansa og undirleikurinn varð harmón- íkuleikur Ástu og gítarleikur ráðskonunnar sem kunni vinnukonugripin. Krakkarnir dönsuðu og dönsuðu og end- uðu á aö fara f marseringu fram í eldhús en þar beið þeirra kvöldkaffi. NYJUNG LISTNAMI BARNA OG UNGLINGA SUMARSKOLINN Á AKUREYRI sýningar svo að eitthvað sé nefnt. í sumar kom hann á fót sumarskóla í listum fyrir börn og unglinga 10-14 ára. Skól- inn hafði aðsetur í Glerárskóla á Akureyri en þangað komu 24 börn víðs vegar af landinu og fengu tilsögn í myndlist, leik- list, dansi og matargerðarlist. Þessi fyrsti sumarskóli stóð í 2 vikur og var kennt frá morgni til kvölds alla dagana. Börnin völdu sér eina aðalnámsgrein og voru svo einnig í einni eða Stundum var mat- urinn í list- rænna lagi og kom þá til kasta skólastjóra ns aö sann- færa nemendur. Örn Ingi ræöir um grænu mjólkina viö strákana. j leiklistar- tima hjá Ástu. Mikiö þurfti aö ræöa og ráögera. Þeir sem völdu sér matar- gerðarlist sáu um að gera kvöldmatinn og var námið í því fólgið og að þjóna til borðs og varð það eitt vinsælasta starfið í skólanum. Fengu hinir krakkarnir að taka þátt í því til skiptis. Annað vinsælt atriði var að vaska upp eftir sig. Það gerðu krakkarnir allan tímann nema síðasta daginn en þá var spennan orðin svo mikil að Ijúka verkefnum sínum að annað komst ekki að. Þau lögðu nótt við dag til að klára það sem þau voru að gera og það tókst. Mikil listahátíð var haldin og komu foreldrar og aðrir gestir til að sjá árangur- inn af starfinu. Hátíðin byrjaði á því að börnin sýndu indíána- dans í göngugötunni á Akur- eyri síðdegis á föstudegi og sungu einnig fyrir vegfarendur frumsamið lag er þau nefndu í sumarskóla er gaman. Þau sýndu einnig nokkra skúlptúra og var þeim vel tekið. Síðasta daginn, þegar sólin skein skærast, var myndlistarsýning undir beru lofti, bæði málverk og skúlptúrar prýddu umhverf- ið. Uppi í hlíðinni fyrir ofan Glerárskóla var iindíánaleikur- inn fluttur í náttúrlegt umhverfi og ævintýraleikritið Skessan og fjársjóðurinn var einnig flutt utan dyra við mikla ánægju áhorfenda. Foreldrar, afar og ömmur áttu viðburðaríkan dag, Nes- kaffivagninn sá um að enginn væri þyrstur og kleinur og lummur voru bakaðar á staðnum. í skólalok borðuðu allir kvöldverð saman og uppvask- ið tóku vaskir Sauðkrækingar að sér og fékk ráðskonan frí eftir annasamar vikur við mat- reiðslukennslu og daglegt stúss. Eitt er víst. Það eru dug- leg börn til á íslandi, listræn og frumleg. Þau vilja fá kennslu, þau vilja skapa. Leyfum þeim það. Sjáum til þess að þau fái það besta. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.