Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 30

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 30
SÁLARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf tll Slgtryggc geta snúltt um samsklptl kynjsnns, samsklptl bama og foreldra, samsklptl mllll hjóna, kynlff og annað þaS sam lýtur aS sálfræSI og sálfræSllegum vandamálum. Bréfln mega vera nafnlaus eSa undlr dulnefnl. Utanáskriftln er: Slgtryggur Jónsson sálfræ&ingur, Álftamýrl 3,108 Reykjavfk. Kæri sálfræðingur Ég hef lesið öðru hvoru það sem þú hefur skrifað í Vikuna og iangar að leita ráða hjá þér. Ég er tæplega fertugur og er nýskilinn í þriðja sinn. Mér hef- ur liðið mjög illa eftirskilnaðinn og reyndar lengi áður og velt því fyrir mér hvort ég sé óhæf- ur í sambúð. Það virðist alveg sama hvað ég legg mig fram, ég lendi alltaf i því að sam- búðin verður erfið og að lokum slitnar upp úr henni. í öllum mínum sambúðum hef ég lagt mig fram um að koma til móts við konuna mína, reynt að vera góður heimilisfaðir, taka þátt í heimil- isstörfunum og á allan hátt unnið gegn þvi að vera „karl- rembusvín". Ég geri mjög lítið að því að fara út einn en ýti undir að konan geri það. Ef við höfum verið í fjárhagserfiðleik- sjaldan fyrir en síðan verður þetta algengara og algengara og sambandið verður verra og verra. Mér fer að líða stöðugt verr, kenni konunni um og hún ásakar mig fyrir að vera upp- stökkur og leiðinlegur. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt þar sem mér finnst að ég leggi mig alltaf allan fram um að gera allt sem ég get fyrir fjöl- skylduna og til að halda henni saman. Ég veit að öðrum finnst ég standa mig vel og oft er fjöl- skylda konunnar á mínu bandi, jafnvel í andstöðu við vera ákveðinn og standa gegn stöðugt auknum kröfum en lendi alltaf i sama farinu. Ég stend mig að þvi að vera far- inn að reyna allt sem ég get til að uppfylla langanir hennar. En svo finnst mér ég ekkert fá á móti. Þegar ég hef verið einn hef- ur mér oft liðið vel og er þá mikið með vinum mínum en þegar ég er kominn í samband er eins og ég gleymi vinunum og sinni bara fjölskyldunni. Mér finnst eins og ég sé að svíkjast um ef ég fer eitthvað einn með vinum mínum og skil ÓHÆFUR í SAMBÚÐ? um hef ég frekar látið á móti mér og reynt að sjá til þess að konan geti gert það sem hana langar til. Ég hef alltaf unnið mjög mikið og lagt mikið á mig til að við getum haft það fjár- hagslega gott en alltaf lent i því að gera svo mikið til að öðrum í fjölskyldunni líði vel að mér finnst ég aldrei komast út úr fjárhagserfiðleikunum. Þrátt fyrir að mér finnist ég alltaf leggja mig fram hafa konurnar ekki kunnað að meta það svo að eitthvað hlýtur að vera bogið við mig eða það sem ég geri. Venjulega geng- ur allt mjög vel I upphafi en svo fer sambandið að ein- kennast af stöðugum kýtingi og þvi sem mér finnst vera ósanngjarnar kröfur og útá- setningar. Ég er að jafnaði mjög þolinmóður en siðan kemur að því að ég spring þegar mér finnst ósanngirnin ganga fram úr hófi. Þá rífst ég og hreyti þá gjarnan einhverj- um ónotum í konuna sem ég sé svo eftir. Fyrst kemur þetta konuna mína. Þá finnst mér eins og það sé aðeins hægt að meta það sem ég geri úr fjarlægð. Þeir sem mér þykir vænst um skilja mig ekki. Stundum finnst mér eins og því meira sem ég reyni að koma tilmóts við konuna mína því meiri kröfur geri hún. Ég hef því stundum reynt að spyrna á móti og ákveða að konuna eftir. Þess vegna hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé best fyrir mig að vera bara einn. Sambúð sé ekkert fyrir mig. Ég vona að þú getir ráðlagt mér eitthvað því mér finnst ég vera að springa. Mér finnst ég hafa gert ailt sem í mínu valdi stendur en ekkert dugar. Stjáni VIKAN 30 ló.TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.