Vikan


Vikan - 06.08.1992, Page 36

Vikan - 06.08.1992, Page 36
sinnt sínum hugðarefnum og blandað geði við kunningja. Flesta sunnudagsmorgna fór Benni í reiðskóla fyrir fatlaða ásamt Dóru og heimilisvinin- um Rachell sem er sjúkraþjálf- ari. Hugsjónafólk starfrækir skólann ókeypis. Þetta þótti Benna skemmtilegt enda þótt hann þyrfti að bera reiðhjálm sem var honum mjög á móti skapi. Hjálmurinn gleymdist þó fljótt í hita leiksins og eftir nokkra tíma gat hann setið eyjunni. Hann bauð Dóru heim til sín. Að skilnaði gaf hann henni „íslenskar" pylsur sem hann hafði gert sjálfur og harð- fisk að heiman. Þessi matur vakti að vonum óblandna ánægju strákanna og varð undirstaðan í sautjánda júní hátíð í Wellington. Þann dag héldu þau veislu mikla fyrir um fimmtíu manns, drukku kampavín með harðfiskinum og öðrum kræsingum. Dóra lét gestina hafa sig út í þá raun < '< nz cz O < HUGARÓRAR HALLGERÐAR BORGAR SIG EKKIAÐ • • BOGGA MIG gæfan hest nær óstuddur, hent bolta í körfu og haldið sér þegar klárinn brokkaði mjúkt eða stiklaði yfir trjáboli á reið- vellinum. Við þessi tækifæri stóð Dóra lengst af þar sem lítið bar á og þurrkaði við og við gleðitár af vanga. Á eftir var svo haldið til fundar við vini og kunningja á einhverju eftir- lætiskaffihúsi i Wellington og snæddur morgunverður. BARNAAFMÆLI OG 17. JÚNÍ Barnaafmæli eru með nokkuð öðrum hætti á Nýja Sjálandi en Benni átti aðvenjast. Hon- um var fljótlega boðið í afmæli Toms, bekkjarbróður síns, og var beðinn að hafa með sér sundföt. ForeldrarToms höfðu tekið litla sundlaug á leigu og fór hluti veislunnar þar fram. Börnin léku ýmsa boltaleiki í vatninu. Þá voru þau flutt heim til afmælisbarnsins I rútubíl. Þar biðu kræsingar. Síðan var farið í leiki og loks endaði veislan með grillmat, fjársjóðs- leik, pokahlaupi og fleiri hóp- leikjum í nálægum skemmti- garði. Á ferðum sínum um Nýja Sjáland hitti Dóra þrisvar ís- lendinga og hafði fregnir af fleirum. í eitt skiptið beið henn- ar ungur maöur, kjötiðnaðar- maður að mennt, ættaður úr Kópavogi, er hún kom á hótel- herbergi i litlum bæ á Norður- Eg er rólega að geðbilast hérna á Nesinu og öllum er svo innilega sama. Það elskar mig enginn. Ég er greinilega munaðarlaus. Glæta. Ég meina, alveg sama þó ég sé svo þreytt og slitin eftir vikuna, þá er mér samt dröslað og ég endurtek drösl- að til Tótu frænku klukkan eina mínútu yfir þrjú allar helgar. Pabbi er alltaf eina mínútu að kíkja á hvort þjófavarnarkerfið er í gangi. Það er algjör óþarfi að láta eins og maður sé fáviti, þó maður neiti að fara í boð til Tótu frænku á hverjum sunnu- degi og borða stanslaust sömu uppþornuðu brúntertuna með stöfunum manns ofan á og einu kerti til að blása á. Allir í einu náttúrlega. Alveg sama þó allir séu andfúlir og með smitandi sjúkdóma. Það sjá allir. Allir í stressi út af „boll boll'' Tótu frænku. Glæta, eins og það séu ekki til fleiri ætt- ingjar en þessi ástsjúka, ak- feita, móðursjúka geit sem hugsar bara um mat og hvort Óli kærastinn hennar stækki eitthvað við það að fara í sund tvisvar á dag. Það sést svo innilega að það hefur „ekkert" stækkað á bautanum. Hlunk- urinn getur ennþá notað gömlu matrósubuxurnarsínar, að syngja þjóðsönginn. Frið- finnur taldi þetta hetjudáð og óskaði vinkonu sinni á eftir til hamingju með að hafa klöngr- ast í gegnum allar nóturnar sæmilega hreint en bætti svo við að hann hefði nú oft heyrt þetta lag betur sungið. BENNI LENDIR Á SJÚKRAHÚSI Dag einn, er Dóra var á fyrir- lestraferð lengst norður í landi í Bay of Plenty, fékk hún þær fregnir að Benni hefði dottið á höfuðið á leið I skólann og væri á sjúkrahúsi. Þetta var áhyggjuefni en allt benti þó til að vel væri séð um Benna. Friðfinnur, sem hefur víðtæka reynslu af því að detta, taldi þetta ekki alvarlegt og sagöist geta séð um fóstra sinn enda hefði þeim borist öflugur liðs- styrkur Sue Gates, gestgjafa þeirra hjá IHC og fleiri vina. Þeir Benni dvöldu á sjúkrahús- inu í sólarhring og á þeim tíma varð mjög gestkvæmt við sjúkrabeðinn. Hátt á annan tug manna heimsótti Benna, þar á meðal tvö bekkjar- systkini hans ásamt mæðrum sínum, uppeldisfulltrúinn, kennarinn og skólastjórinn auk annarra vina og kunningja. Benni, sem hafði fengið væg- an heilahristing, náði sér fljótt en naut þessarar athygli út I æsar og borðaði ógrynni af gómsætum nýsjálenskum ís. □ Góöir vinir á ferö í Honululu, Benni og Friðfinnur. það sjá allir. Ég er hörð á því að fara ekki á sunnudaginn. Ég er rólega að tapa persónu- leikanum. Það spyrja mig allir hvort ég sé búin að taka til rauða flauelskjólinn og ætli að hafa gosbrunn í hárinu og ís- lenska fánann í fanginu svo Tótu finnist ég ekki vera að vaxa frá sér eöa eitthvað. Ég meina það eru tíu ár síðan ég var fjögurra ára. Ég neita að gefa þessu liði upplýsingar um ferðir mínar. Það eru greini- lega allir á rosalegri spæjara- vakt. Gamla liðið sér náttúr- lega að það borgar sig ekki að reyna að bögga mig. Ég gef ekki svona pakki kost á svona rosalegu ofbeldi. Ég veit að það verður ekkert talað við mig næstu dagana. Þess vegna læt ég mig bara hverfa í bili. Þetta lið á eftir að sakna mín rosalega. Við skulum bara athuga það að síðast þegar átti að neyða Jóu vinkonu til að fara til gamallar frænku sinnar, þá bara sagði ég henni að flýja burt með þetta tveggja daga fyrirvara. Það voru allir svo hræddir um hana að það má segja að liðið heima hjá henni hafi hlaupið meö hana í fanginu heim þegar það fann hana loksins. Allir hágrátandi svona innilega. Ég meina það er ekkert verið að gera í því að koma Jóu I kast. Hún er svo rosalega viðkvæm sál. Hún lætur sig þá bara hverfa smá og allir fara í kerfi. Við Jóa þolum ekki svona lið sem er í því að pína fólk til að hlusta á sömu gömlu velluna um vörtur og kláða allar helgar. Okkur kemur ekkert við, þó báðar frænkur okkar séu næstum al- skeggjaðar og séu í því að' blokka á sér höku- og efrivar- ardúninn með klökkum árang- ri, þó stærstu hárin séu alltaf til sýnis. Fær maður velgju? Já, og þá meina ég. Glæta. Mér ofbjóða svona hökufléttur á svona gömlum ofdekruðum loðlúsum og Jóu líka. Vonandi verð ég uþþgötvuð fljótlega. □ VIKAN 36 16.TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.