Vikan


Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 45

Vikan - 06.08.1992, Blaðsíða 45
STJÖRNUSPÁ ■ Gesturinn: Það er stór maðkafluga í súpunni sem þér berið mér. Þjónninn: Æ, veslings dýrið! Haldið þér að hún sé dauð? Sonur minn hafði verið tvær vikur í herþjónustu í Ordvirki í Kaliforn- íu þegar hann fyrst fékk tækifæri til að hringja heim. Okkur fannst við vera nýbyrjuð að tala þegar símadaman tilkynnti að viðtalsbil- ið væri búið. „Bíðið andartak, fröken,“ sagði ég, „hann lætur meiri peninga í sjálfsalann." „Því miður, mamma," sagði hann raunamæddur. „Ég hef ekki meiri peninga.“ „Fröken," bað ég, „má ekki skrifa næsta viðtalsbil hjá mér?“ „Nei, frú. Hann verður að panta annað viðtal.“ Svo datt henni eitt- hvað í hug. „Er löng biðröð fyrir utan?“ spurði hún son minn. Sonur minn stundi. „Einir fimm- tíu hermenn, býst ég við." „Gáið hvort nokkur af félögum yðar er fyrir utan og fáið lánað hjá honum. „Það get ég ekki, fröken," sagði hann vonleysislega. „Smith lið- þjálfi er næstur á eftir mér. Hann er ekki lamb að leika sér við. Ég þori það ekki.“ „Jerry Smith liðþjálfi?" spurði símadaman. „Lofið mér að tala viö hann.“ Brátt heyrði ég byrsta karlmannsrödd: „Halló! Hver er það?“ „Það er ég. Heyrðu, drengurinn er að tala við móður sína en vant- ar peninga. Lánaðu honum fyrir einu viðtalsbili." Liðþjálfinn saup hveljur. „Lána.“ „Já, ég sagði það. Lánaðu drengnum fyrir viðtalsbilinu." Það varð löng þögn - svo heyrði ég tvo skildinga detta í sjálfsalann. „Talið nú við móður yðar eins og þér viljið," sagði símadaman. „Og kærið yður koll- óttan um liðþjálfann. Þetta er ekki nema loft í honum. Jafnvel krakk- arnir hans ráða yfir honum." „Þér hljótið að þekkja hann,“ sagði ég. „Skyldi ég þekkja hann. Hann er maðurinn rninn!" HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Eftir 13. ágúst, þegar tunglið er fullt, ferðu aftur að vera í essinu þínu eftir fremur hvers- dagslegar vikur undanfarið. Framkvæmdafrelsið eykst og enn minnkar spennan. I kjölfarið færðu meira út úr hugðarefnum jinum en þig grunar. Nú er um að gera að notfæra sér meðbyrinn. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Himintunglin gefa í skyn eitthvað óvænt hjá þér á næst- unni og líklega verðurðu fyrir óvæntu happi laugardaginn 15. ágúst eða strax daginn eftir. Gættu þín samt á að eyða ekki um efni fram og sýndu þolin- mæði. Hagsýni þín og útsjónar- semi verða með besta móti eftir miðjan mánuðinn. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Nú fer að verða rétti tím- inn til að hrinda hugmyndum í framkvæmd en það er áríðandi að ganga frá öllum lausum end- um fyrst. Þú hefur góðan meðbyr og finnur að hugmyndir þínar fá góðan hljómgrunn. Hins vegar sakar ekki að vera svolítið á varð- bergi dagana 13. og 14. ágúst. KRABBINN 22. júní - 22. júlí Fólk væntir mikils af þér um þessar mundir svo að nú er áríðandi að halda gefin loforð. Samskipti þín við fólk geta brugð- ist til beggja vona og er það undir þér komið hver útkoman verður. Því hreinskilnari og opnari sem þú ert því betri verður eftirleikur inn. Búðu þig undir óvænta heim- sókn. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Orka þín er í góðu jafn- vægi og þú hressist svo um mun- ar um miðjan mánuðinn. Fjármál- in eru í góðu lagi og flest virðist ganga þér í haginn. Eftir 13. ágúst og fram að 18. ágúst eru góðir dagar nema hvað þú þarft, af og til, að beita hæfilegri víðsýni og þolinmæði. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þolinmæði þín fer nú að skila góðum árangri. Á tímabilinu 10.-15. ágúst bjóðast þér góö tækifæri sem þú skalt ekki láta þér úr greipum ganga. Þitt er að- eins að velja og hafna. Ekki sakar heldur að hafa hugfast að allt tek- ur sinn tíma en að öðru leyti lofa næstu tvær vikur góðu. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Líf þitt gengur hnökra- laust næstu daga og þú hefur góðan tíma til að íhuga persónu- leg markmiö þín. Þú virðist búa yfir ákveðnum þokka sem ágerist eftir því sem líður á mánuðinn. Fólk virðist því laðast að þér og )ú átt nokkrar ánægjulegar stundir í vændum kringum 15. ágúst. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Hafðu hugfast að opin og heiðarlsg umræða er besta leiðin til að fullvissa sig um afstöðu ann- arra en þér gæti hætt til að loka oig svolítið inn í sjálfri—sjálfum )ér á næstunni. Allt í kringum þig er eitthvað skemmtilegt að gerast svo að besta ráðið til þín núna er: Hristu af þér slenið. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Vinsældir þínar aukast og þú hefur því enn í nógu að snúast. Fjármálin eru kannski ekki með besta móti en það er lík- lega vegna breyttra aðstæðna. Vænlegasti kosturinn er því að draga svolitið úr ævintýralöngun- inni þótt ýmislegt sé að brjótast um í höfðinu á þér þessa dagana. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þú gætir þurft að takast á við ný verkefni fyrir miðjan ágúst- mánuð. Sennilega er þetta þér ný reynsla en þú skalt gera þitt besta. Hvers vegna kemur í Ijós síðar. Þú færð mikilvægar upplýs- ingar, líklega úr fjarlægð, sem þú skalt íhuga vandlega því þeim gætu fylgt viss skilyrði. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Svolítil rómantík og ný vináttusambönd verða í brenni- deplinum næstu tvær vikur, sér- staklega seinni vikuna (frá 14. ágúst). Þitt er að velja og því skalt þú eiga frumkvæðið að því að byggja upp gott samkomulag. Eft- ir miðjan mánuð áttu etfir að eiga marga viðburðaríka daga. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Ef þú vilt komast hjá sam- búðarerfiðleikum þarftu að ein- beita þér að sameiginlegum markmiðum, jafnvel þótt þú eigir erfitt með að koma auga á þau. Þú gætir stofnað til nýrra sam- banda í hita augnabliksins enda drífur margt á daga þína. Sýndu samt umburðarlyndi og óeigin- girni. FINNDU 6 VILLUR V. D 1991 by King Featurst Syndicate, Inc Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda iununisa6 bjj qijjou b(bl| jn>|soi ‘jn))9>(>(B|) J9 uuunpuntj ‘))/ejq nja u|p|oí)B66n|6 ‘pipoq J9 suBpuoqsnq pB|q6Bp ‘jnqAajq je |6ej>|nsAed ‘66ba p u|Ujo>| js puA^ 16. TBL. 1992 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.