Vikan


Vikan - 06.08.1992, Síða 56

Vikan - 06.08.1992, Síða 56
Dómkirkjan í Mdina. Kirkjur á Möltu eru meó eindæmum fallegar eins og sjá má af þessari mynd af Mosti kirkjunni. Nýsteinöld: Elstu musterin á Möltu frá ný- steinöld eru um þúsund árum eldri en pýra- mídarnir í Gíza í Egyptalandi. Mönnum er þaö hulin ráögáta hvernig Möltubúar fóru aö því aö grafa mörg hundruð fermetra grafhýsi inn í kletta og hvernig þeir gátu byggt musteri úr steinum sem vógu mörg tonn hver. Þetta er enn merkilegra með tilliti til þess aö þeir bjuggu ekki yfir málmtækni heldur notuðust viö hrafn- tinnu og tinnusteina. Margar af þessum forn- minjum er hægt að skoöa og ein sú stórkost- legasta er neöanjarðarmusterið Hypogeum frá 2400 f.Kr. Þaö hefur lengi veriö sagnfræðingum hulin ráögáta meö hvaöa hætti þetta musterisbygg- ingafólk hvarf skyndilega á hátindi menningar sinnar. Ýmsar skýringar hafa komið fram eins og að einhver plága hafi herjaö á íbúana og lagt þá að velli eöa aö þeim hafi fjölgað svo mjög að þurrt landið hafi ekki getaö mætt þörf- um þeirra. Margir hafa hallast að þessari skoð- un vegna þess að enn þann dag í dag er vatnsskortur eitt stærsta vandamál Möltubúa. Riddarar Jóhannesarreglunnar: Viö komu riddara Jóhannesarreglunnar til Möltu áriö ► St. Páls flói. Sagan segir að hér hafi Páll postuli orðið skipreka. Hafi hann læknað einn af höfðingjum Möltu en hann varð fyrstur eyjaskeggja til að taka kristna trú. ► Höfnin í Valetta höfuðborg Möltu. 1530 upphófst glæsilegt uppbyggingartímabil í sögu eyjunnar. Við þaö leiö undir lok eitt erfiö- asta skeið í sögu Möltu sem einkenndist af innrásum sjóræningja og Múhameðstrúar- manna sem fóru ránshendi um eyjarnar og drápu eöa fluttu nauöuga burtu stóran hluta íbúanna. Upphaflegt hlutverk riddaranna var aö hjúkra sjúkum kristnum pílagrímum, hjálpa fátækum og boða kristna trú. Meö tilkomu ridd- aranna gátu Möltubúar varist betur utankom- andi hættum og uppbygging hófst á ný. Malta blómstraöi og varð miöpunktur menningar, viö- skipta og handiðnaðar. Riddararnir byggöu virki og borgir og eru minjar um veru þeirra á Möltu stórfenglegar. Ber þar fyrst aö nefna núverandi höfuöborg Möltu, Valetta. Árið 1789 uröu enn tímamót í sögu Möltu þegar Napóleon tók eyjarnar herskildi. Frakkar réöu síðan Möltu til ársins 1800 en þá hröktu Bretar þá frá völdum samkvæmt beiöni Möltu- búa. Yfirráð Breta vöröu til ársins 1964 en þá öðlaðist Malta sjálfstæði og tíu árum síðar fékk Malta eigin stjórnarskrá og varö lýðveldi. TRÚARBRÖGÐ Möltubúar eru rómversk kaþólskrartrúar. Trúin er þeim afar mikils viröi og þeir leggja mikiö í kirkjur sínar enda eru þær margar hverjar ótrúlega fallegar. Dómkirkjan í Mdina er ein þeirra sem ekki er hægt að lýsa meö orðum, hana verða allir aö sjá sem feröast til Möltu. HELSTU ATVINNUVEGIR Helsti atvinnuvegur Möltubúa er skipaiðnaður. Ein stærsta skipafríhöfn viö Miðjarðarhafið er á Möltu og gefur af sér umtalsverðar tekjur fyrir þjóðarbúiö. Ferðaþjónusta er annar helsti at- vinnuvegur þjóðarinnar og er nú svo komið aö mörg lítil fiskiþorp eru að breytast í ferða- mannastaði. VEÐURFAR Loftslag á Möltu er mjög þurrt og því er eyjan fremur gróðursnauð. Heitasta tímabilið er sumarið, en þá er hitinn að meðaltali 33°C í maí og um 30°C í september. Frá nóvembertil janúar rignir mikið en annars er vetrarveðrið svipað og meöalgott sumar á íslandi. VERÐLAG Gjaldmiðill Möltubúa er pund eða lira en eitt pund samsvarar hundrað og níutíu íslenskum krónum. í hverju pundi eru hundraö cent. Sem dæmi um verðlag má nefna að fyrir eitt pund er hægt að kaupa fjórar kók á veitingahúsi og bjórinn er á svipuðu verði. Fyrir eitt pund má einnig kaupa flösku af innlendu víni. Á góðum veitingastað er málsverðurinn fyrir fjögurra manna fjölskyldu á 15 til 20 pund. Fyrir sömu fjölskyldu getur einnig kostað hátt í 1000 krón- ur íslenskar að fara á strönd eða í sundlaug. Verðlag á nauðsynjavörum er fremur lágt en eins og víðast annars staðar er þjónusta í hærri kantinum. Strætisvagnagjöld eru þó mjög lág eða um tíu cent fyrir manninn en við leigubílstjóra er hægt að gera ágæta samn- inga áður en lagt er í ferð með þeim. VERSLUN Ferðamenn á Möltu geta gert kostakaup í gull- og silfurvörum en Malta er þekkt fyrir vandaðar silfurvörur. Það sama má segja um vefnaðar- og prjónavörur. Einnig eru á boöstólum ódýrar gler-, keramik- og kristalvörur. Maltneski steinninn er mikið notaður til margs konar list- munagerðar og fást slíkir munir á góðu verði. Helsta verslunarhverfið er Sliema og þar er að finna flest vörumerki sem íslendingar þekkja. Þekkt merki í fatnaði eru á fremur háu verði miðað við annan varning. VEITINGAHÚS Á Möltu er að finna svo til allar gerðir veitinga- húsa og ættu því flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Mikið er um ítölsk veitingahús, kínversk, mexíkönsk, indversk, ensk og mörg einbeita sér að maltneskri matargerð. Sjávar- réttastaöir eru margir og mikill metnaður lagð- ur í framreiðslu margs konar fiskrétta. Verðlag á veitingahúsum er mismunandi en eins og áður segir ætti fjögurra manna fjölskylda að greiða um fimmtán til tuttugu pund fyrir nokkuð góðan málsverð. VIKAN 56 16.TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.