Vikan


Vikan - 15.10.1992, Page 23

Vikan - 15.10.1992, Page 23
„Ég skemmti mér og æsku staðarins þar. Fjögur hundruð grunnskólanemum var skipt í þrjá hópa og ég spilaði sem svaraði einni kennslustund tyr- ir hvern hóp. Daginn eftir fór ég austur og spilaði fyrir ellefu til fimmtán ára börn. Þar á eftir spilaði ég fyrir Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem er stór skóli. Þá voru allir nemendur skól- ans kallaðir á sal og ég hafði sama hátt á; spjallaði, útskýrði og spilaði, lét andann leiöa mig. Það komu fyrirspurnir og óg spann þá svörin með orð- um og tónum." Þessari heimsókn píanó- leikarans lauk með tónleikum fyrir alla nemendur þessara skóla og um kvöldið voru tón- leikar fyrir íbúa Selfoss. Þegar ég sþurði hvernig þetta unga fólk hefði hlustað svaraði Jónas: „Þetta er stórkostlegt fólk, auðvitað með sína drauma og vonir eins og allir. Það var yndislegt að vera með hóp af ungu fólki sem maður veit að hlustar mest á poppmúsík nú- tímans, sjá þaö sitja með lok- uð augu og hlusta á „Til Elísu“ eða þá Chopinvals eða þátt úr Beethovensónötu - já, hlusta með gleðisvip. Það var engin ókyrrð í þessu unga fólki. Ég fékk ellefu og tólf ára börn til að syngja með mér og klappa rytma sem síðan þróaðist upp í undirspil við það sem þau voru að gera. Þetta er svo sem ekkert merkilegt en þetta er það sem ég hef svo gaman af að gera.“ Svona ambassadorar eru dýrmætir fyrir þetta skrýtna land. För Jónasar Ingimund- arsonar til Selfoss er upphaf að undri sem bæjar- og skóla- yfirvöld á staönum eru að gera. í vetur veröa fleiri tón- leikar fyrir nemendur. Blás- arakvintett Reykjavíkur fer austur, Diddú fer í nóvember og í febrúar heimsækir Sigrún Eövaldsdóttir Selfoss. Þetta er auðvitað tengt því mikla tónlistarlífi sem er á þessum litla stað. Þar er fjölmennur tónlistarskóli og margir kórar starfa. Þegar ég ætlaði f þessum pistli að fara að þrasa um vit- leysingana, sem sitja frjálsir undir stýri á bifreiðum, varð ég svo yfirþyrmandi leiöur á tilhugsuninni um sérstæða um- ferðarmenningu á íslandi að mér datt í hug aö skrifa þess í stað um aðra menningu og stórum merkilegri. Og hana nú! □ ÍSLENSKUR OFURSTI Framh. af bls 10 íslenskan er sérstætt mál og sérstaklega flókin málfræðilega. Ég gerði mér grein fyrir því seinna vegna þess að á vegum hersins lærði ég rússnesku svona sæmilega, mörg- um árum eftir að ég hafði lært ensku. Þá fyrst, þegar ég gat borið saman í huga mín- um þrjú tungumál, sá ég að ísienskan ber af með það hvað hún er flókin - og líka með hreinleika sinum. Ég er hreykinn af því að ís- lendingar hafa haldið málinu nokkurn veginn hreinu frá öðrum tungumálum, sérstaklega nú í þessum hraða vexti tækninnar. Á íslandi búum við til ný orð eða búum til ný orð úr gömlum rótum. Það finnst mér sérstakt og mikilvægt. Mér finnst að menning og sjálf- stæði íslands sé að mörgu leyti bundið sam- an við tungumálið. Ég man eftir einu atviki varðandi þetta. Þegar ég átti heima á Norðfirði man ég eftir því að við sögðum þegar við sáum reyk í lofti að þetta væri eftir þrýstiloftsflugvél. Þetta er óþjált orð. Pabbi sagði mér einu sinni að séra Sveinn Víkingur hefði búiö til oröið þota úr sögninni að þjóta. Nú er þetta fallega orð í tungumálinu. Ég sé það núna þegar ég les íslensk dag- blöð, skrifast á við íslendinga eða les íslensk- ar bækur að þetta er viðhorf sem ég er ekki einn um. Þetta er hugsunarháttur sem fullorð- ið fólk á íslandi heldur sig við.” RÆTUR ÍSLENSKRAR MENNINGAR - Hvaö finnst þér athyglisveröast af þeim bók- um sem þú hefur lesiö? Hvaö hefur höföaö mest tiiþín? „Ég á uppáhaldsbók á íslensku en það er Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson sem ég hef lesið mörgum sinnum. Sólon íslandus er bók sem ég hlæ og græt með í hvert skipti sem ég les hana, mér finnst hún vera sérstak- lega tilfinningarík skýrsla yfir mannlíf á íslandi á síðustu öld. Ég verð að segja að ég hef einna mest gaman af íslenskum sögum úr sveita- og sjómannalífi. Það er enn í sveitinni og á sjónum sem rætur íslands eru. Ég er þó talinn vera ofstopamaður í íslenskunni og fjöl- skyldan kallar mig „helvítis málfræðinginn” þegar ég skamma fólk fyrir að tala málið ekki almennilega.” Flvar væri íslensk tunga niður komin ef ekki væru til þessir „ofstopamenn” sem annt er um varðveislu hennar? Ekki veit ég það en það væri óskandi að allir landar, sem dreifðir eru vítt og breitt um heiminn, ættu sama stolt í brjósti sínu fyrir hönd móðurmálsins og þessi ungi maður sem yfirgaf (sland á barnsaldri. Hann er fyrirmynd um hvað er hægt að gera ef vilji er fyrir hendi. Hvaö er þjóðrækni ef ekki þetta? □ ** „xí.: m.:i o:____________ Það er stríð í heiminum. Móðir þeirra er dáin. Faðirinn fer í langa versl- unarterð. Tveim unglingum er komið í fósturtil ömmu og Bellu frænku. Önnur er harkan uppmáluð, hin blessaður kjáni. Margverðlaunaður mann- eskjulegur gamanleikur eftir eitt ástsælasta leikskáld Bandaríkjanna. eftir Neil Simon IJTKFFIAt; REYKIAVlKtlR BORGARLEIKHUS 21.TBL. 1992 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.