Vikan


Vikan - 16.06.1993, Page 9

Vikan - 16.06.1993, Page 9
þrifin i fang brúðgumans með tilþrifum. Kirkjugestir hlógu innilega með brúð- hjónunum og þetta segja þau Geir og Guðrún að hafi létt andrúmsloftið verulega. „Það voru eiginlega allir hlæjandi eftir þetta,“ segir Guðrún Helga og þegar myndir frá vígslunni eru skoðaðar þarf ekki frekari vitnanna við. Veislan var hin veglegasta og mættu um 150 manns í hana. Hún var haldin í Odd- fellowhúsinu, matur og skemmtiatriði að hætti Vals- manna og Kvenfélagsins Ung og aðlaðandi, brúðar- valsinn stiginn og síðan tók við dansleikur fram á nótt. Þá héldu brúðhjónin heim á leið, undir fullu tungli. Heima beið þeirra kampavín og ost- ar en ekki sá stutti, hann var í pössun. „Geir fór í bakaríið um morguninn og birtist með nýbakað bakkelsi við rúm- gaflinn og morgungjöf. „Hann gerði allt tilheyrandi og meira en það, alveg frá a-ö,“ segir Guðrún Helga og af orðum hennar má ef til vill skilja að ekki rúmist allt inn- an stafrófsins. □ ► Veislan. F.v.: Ragn- heiður, Geir, Guðrún Helga, Sólveig systir hennar, Arnar og Þórhildur. 12. TBL. 1993 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.