Vikan


Vikan - 16.06.1993, Síða 10

Vikan - 16.06.1993, Síða 10
TEXTI: KARL PÉTUR JÓNSSON / UÓSM.: KPJ O.FL. Hér eru gestir að hylla brúöhjónin sem viröast bara nokkuö ánægö meö gesti sína. Þau hefðu sjálfsagt verið löngu búin að láta pússa sig saman ef ekki hefðu komið til B-keppnir, ólympíuleikar, heimsmeistarakeppnir, ís- landsmót, bikarmót og Evr- ópukeppnir. Þau eru vitan- lega Guðmundur Hrafnkels- son, landsliðsmarkvörður í handbolta, og Valdís Arnars- dóttir, starfsmaður hjá Sam- útgáfunni Korpus. Reyndar gæti þessi lýsing einnig átt við Geir Sveinsson, félaga Guðmundar úr Val, en hann kvongaðist Guðrúnu Arnars- dóttur viku eftir brúðkaupið sem hér er til umfjöllunar. Laugardaginn 29. maí var svo loksins komið að því að stíga skrefið til fulls og ganga upp að altarinu hjá séra Pálma Matthíassyni í Kópavogskirkju sem ein bandarísk ferðakona fullyrti að væri flottasti McDon- aldsstaðurinn í heiminum. ÁRS UNDIRBÚNINGUR Fólk gengur þó ekki inn af göt- unni og giftir sig, svo mikið er víst. Undirbúningurinn var geysilegur og fyrirhyggja nokk- uð sem þarf að hafa með í spilinu. Það eru hundruð smá- atriða sem skipta öll miklu máli, allir vilja að brúðkaups- dagurinn sé sá eftirminnileg- asti á ævinni og allt er gert til þess að svo megi verða. Hægt er að kaupa nánast alla þjón- ustu við brúðkaup og til eru dæmi um brúðkaup sem kosta sjö stafa tölur! Valdís og Gummi ákváðu að vinna mik- inn hluta undirbúningsins sjálf og spara þannig fé en auka fyrirhöfn, sem auðvitað er hið besta mál því brúðkaupsstúss- ið er allt hið skemmtilegasta. Það skýtur skökku við það tal manna að „allir séu að gifta sig“ og að brúðkaup séu í tísku að samkvæmt tölum Hagstofu (slands giftu helmingi færri sig árið 1990 en árið 1974! Að sama skapi hefur giftingarald- A HANDBOLTAHETJAN LOKS KOMIN I HNAPPHELDUNA 10VIKAN 12. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.