Vikan


Vikan - 16.06.1993, Side 22

Vikan - 16.06.1993, Side 22
Brúöhjónin kyssast heitt og innilega framan viö Garöaholt þar sem veislan var haldin. Vinirnir fylgjast meö KÁTUR KVÆNIST ▲ Skólasystur Steins Ár- manns fluttu brúöhjónunum heillasöngva. F.v.: Ólafía Hrönn og Bára Lyngdal. k Glæsileg brúökaupsterta. Hva, er hann giftur? Þessi hann er enginn annar en Steinn Ár- mann Magnússon, leikari meö meiru. Hann og Jenný Rún- arsdóttir voru gefin saman þann 20. maí síðastliðinn í Víöistaðakirkju í Hafnarfirði að viðstöddu fjölmenni. Um tíma leit út fyrir að Jenný fengi eng- an hring á fingur sér þar eö hann hafði verið hnýttur svo kyrfilega við öskjuna. Steinn Ármann sá sig því tilneyddan að slíta hringinn frá með stíl og smeygja honum á fingur brúöar sinnar og mikil fegin- stuna barst frá kirkjugestum. Eftir giftinguna var skotist í myndatöku og stefnan síðan tekin á Garðaholt þar sem brúðkaupsveislan var haldin. Veislan sú var fjörug, margar sögur sagðar og skemmtiatriði flutt af bekkjarsystrum brúð- gumans úr Leiklistarskólanum, þeim Báru Lyngdal og Ólafíu Hrönn sem fluttu brúðhjónun- um heillasöngva. í lokin tóku þrir fjórðu hlutar Kátra pilta sig til og léku fyrir dansi fram eftir kvöldi. Brúðhjónin hurfðu svo á braut rétt fyrir miðnætti á vit hjónasælunnar. □ ▲ ... og geta ekki lengur á sér setið. 22 VIKAN 12. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.