Vikan


Vikan - 16.06.1993, Síða 27

Vikan - 16.06.1993, Síða 27
kringum Hollywoodleikkonuna Amanda Bearse en hún er frægust fyrir leik sinn í Married with Children, einum af vinsælustu grínþáttunum í amerísku sjónvarpi. „Vegna kostnaðar og tíma höfðum viö aöeins fjörutíu og átta klukkustundir til umráða og þegar við komum til ís- lands var brjálað veður. Það lá við að það yrði til þess að hætt væri við allt saman en loks fékk ég Flugfélag Norður- lands í lið með okkur og þeir lánuðu okkur flugvél til að leita að sólinni. Hún leyndist í Skagafirði og þar lentum við heilu og höldnu. Hollywood- stjarnan brá sér á bak og átti ekki orð til aö lýsa klárunum. Þaðan barst leikurinn til Reykjavíkur en þetta var sautjánda júní og komið blíð- skaparveður. Samtals var sýningartimi þáttarins um tólf mínútur og hann var sýndur í tvígang um sömu helgina á ABC sjónvarpstöðinni um öll Bandaríkin. Fólk áttar sig kannski ekki á gildi þessa en kostnaöurinn við auglýsingu af þessu tagi, bara tíminn sem myndin var á skjánum, nemur hundruðum milljóna ís- lenskra króna. Eina sem viö greiðum er ferðakostnaður og uppihald og í þessu tilfelli stóðu Flugleiðir og Hótel Óð- insvé að þessu með okkur.” RÖNG STEFNA Í LAXVEIÐIMÁLUM Mér er kunnugt um að eitt af aðaláhugamálum Einars er veiöimennska og ég spyr hvort ferðamálayfirvöld séu eitthvað að aðhafast á þeim vettvangi. „Ég er með mjög róttækar hugmyndir um öll þau mál er snúa að veiðinni. Eftirspurnin eftir laxveiði á íslandi hefur minnkað verulega en hér á árum áður streymdu ríkir Bandaríkjamenn ár eftir ár í hundraðatali til íslands til að veiða. Nú er annað í tísku. Þaö er vinsælla að fara til Alaska eða Rússlands og ég er þeirrar skoðunar að þeir sem standa fyrir laxveiðinni heima hafi hreinlega ekki fylgst nógu vel með því sem hefur verið að gerast í þess- um málum og séu að bjóða upp á annað en markhópurinn er að leita að. Laxveiðimaöur, sem fer til íslands, er með- höndlaður eins og kóngur, hann er borinn um á gullstól. Veiðihúsin eru orðin eins og lúxushótel með fjögurra stjörnu fæði og þegar veiði- mennirnir koma út úr þeim að viku liðinni hafa þeir bætt við sig fimm til tíu kílóum. Þetta er ekki það sem menn eru á höttunum eftir núna. Það sem menn eru að leita eftir í Rússlandi, Kanada og Alaska er að sjálfsögðu góð veiði en hún hefur brugðist töluvert heima á undanförnum árum. Aðalatriðið er þó að þeir eru á leiðinni f ævintýra- ferð og það er ekki boðið upp á svoleiðis á íslandi lengur. Þar er maður látinn standa við hliðina á veiðimanninum við ána og þeirra bíður fimm millj- óna króna jeppi sem þeir keyra eftir vegi sem lagður hefur verið meðfram ánni. Þetta er allt öfugt - þessi „gilli” á ekki að vera þarna, þessi jeppi á ekki að vera þarna og þessi vegur á ekki að vera þarna. Menn eru að leita að náttúrufegurð lands- ins og vilja finna sjálfa sig og frið í umhverfinu. Þetta finna menn ekki lengur á íslandi og fara því annað. Ég held að eina leiðin út úr þessu sé hreinlega að fara til baka og vera ekki að hafa þetta neitt mjög flókið. í framtíðinni sé ég menn standa án truflunar við ána, í mesta lagi með hest og hestasvein sér til aðstoðar en engir vegir eða önnur farar- tæki sjáanleg.” - Hvaö um verðið á veiöi- ieyfunum? „Jú, verðið á þessu hefur verið rosalegt en það kemur meðal annars til af því að menn eru með svo miklar fjár- hagslegar skuldbindingar á bakinu út af öllu umstanginu í kringum þetta. Tími stóru, fínu veiðihúsanna er liðinn að mínu mati, þó vissulega séu alltaf einhverjir sem kunna að meta svoleiðis. íslendingum hefur alveg mistekist að end- urnýja viöskiptavinina því þeir sem komu í gegnum tíðina eru nú orðnir of gamlir til að geta veitt eða lagstir í kör. Þeir sem eru aö koma inn í þetta núna fara annað, verðið og veiðileysan spila þar eitt- hvert hlutverk en þaö er margt sem við getum breytt til að höfða til þessarar nýju kyn- slóðar veiðimanna. Veiðileysan er bara sveifla að mínu mati og ég hef þá trú að ísland geti orðið Mekka laxveiöimannsins í framtíðinni en menn þurfa aðeins að hugsa sig um. Svo er lika annað, menn mega ekki alltaf halda að þeir fái allt á silfur- bakka. Við þurfum að bera okkur eftir björginni. Þeir fá hann sem róa, hinir fá ekki neitt. Þetta þarf að íhuga líka. Ef sú staða er komin upp að það sé oröið mikið um sam- keppni er kominn tími til að ýta úr vör og reyna aö ná honum og það er alveg hægt ef viljinn er fyrir hendi.” SURTSEY OG DISNEY Einar segist verða að grobba af bók sem er nýkomin út og er í flokki svokallaðra Inside Guide bóka en þær hafa verið skrifaðar um tæplega þrjátíu lönd í heiminum. „Ég sá norsku útgáfuna af þessari bók og langaði í hana fyrir okkur. Inside Guide er alþjóð- ur sem eru náttúrlega inn- bundnar og kosta á bilinu fimmtíu til hundrað dali. Inside Guide bókin er óneitanlega mun hentugri gripur fyrir ferðamenn en þessar bækur þótt myndirnar í þeim séu yfir- leitt fallegar. „Hér er barnabók um Surts- ey sem gefin er út af Wait Dis- ney forlaginu,” heldur Einar á- fram af eldmóði. „Hana skrif- uöu blaðakona og blaðamað- ur sem ég sendi til íslands til að skrifa blaðagreinar. Hún hafði skrifað bók áður fyrir Disney og við vissum ekkert ■ Menn eru að leita að náttúrufegurð landsins og vilja finna sjálfa sig og frið í umhverfinu. Þetta finna menn ekki lengur á íslandi og fara því annað. Ég held að eina leiðin út úr þessu sé að fara til baka. ■ Tími stóru, fínu veiðihúsanna er liðinn að mínu mati. íslendingum hefur alveg mistekist að endurnýja viðskiptavinina ...þeir gömlu er nú lagstir í kör, - hinir yngri fara annað. legt fyrirtæki og ég hafði sam- band við skrifstofur þess um allan heim en mönnum fannst ekki álitlegur kostur að gera bók um ísland því markaöur- inn væri svo lítill. Þá herti ég bara róðurinn á þessu og það endaði með því að ég lofaði þeim alls konar fyrirgreiðslu. Þeir réðu til sín ástralskan blaðamann sem skrifað hefur nokkrar svona bækur fyrir þá og það varð úr að hann fór til íslands og var þar í sex vikur. Þegar hann kom svo til baka hálfskrifaði hann bókina hérna í fundarherberginu. Bókin er nú á boðstólum um allan heim og verið er að þýða hana á önnur tungumál en ensku. Hún kemur meðal annars út á þýsku í sumar. Það er búið að selja spænska og ítalska útgáfuréttinn og þessi bók kemur til með að verða eitt besta söluvopnið sem ísland hefur fengið. Hún verður seld í meira en tvö þúsund verslunum í Banda- ríkjunum en Inside er með ó- trúlega dreifingu. Hún verður á hillunum í Asíu, Englandi og á íslandi og verðið er aðeins um tuttugu dollarar.” Einar rífur niður úr hillunum hjá sér til samanburðar nokkr- ar „klassískar” íslenskar bæk- hvernig þetta færi en ég fékk leyfi fyrir fólkið frá Surtseyjar- félaginu til að fara út í eyna. Disney leist svona vel á þetta efni að bókin var gefin út þar en hún er hugsuð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára. Það er búið að panta hana í fimm þúsund bókasöfn og hún verður á boðstólum í öllum barnaskólum í Bandaríkjunum og í tvö þúsund bókaverslun- um eins og hin bókin." RÁÐSTEFNUHÖLL OG FRYSTITOGARAR - Er ekki erfitt að standa fyrir kynningu á íslandi með ein- hverjum glansmyndum og svo fer fólk þangað og lendir I kulda og vosbúð og geysiháu verðlagi? Heldur þú að margir verði fyrir vonbrigðum? „Viðbrögðin segja alla sög- una. Á þeim tíma sem ég hef veriö hér hef ég ekki fengið eina einustu kvörtun. Það hef- ur enginn kvartað yfir neinu nema verðlaginu og þá er ver- ið að tala um bílaleigubíla, vínflöskur á veitingahúsum og kannski mat. Hins vegar hefur ekki verið gerð athugasemd við veðurfar og þjónustu al- mennt." FRH. Á BLS. 29 12.TBL. 1993 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.