Vikan


Vikan - 16.06.1993, Page 41

Vikan - 16.06.1993, Page 41
Ný slökkvistöð og vorfagnaÖur: BORGARSTJÓRI KEYRÐI BABÚINN OG RAGGI BJARNA • • SONG MEÐ ELDBANDINU Babú, babú, babú, borg- arstjórinn kemur. Hann hittir, hann hittir ekki, hann hittir, hann hittir ekki, hann hittir... Hann hittir. Og nauðhemlar. Fjöldi manns í stórhættu. En þó ekki. „Nú rættist loksins draumurinn um að fá að keyra brunabílinn," segir hann og tekur ofan hjálminn. Þar með hefur fyrsti slökkviliðsbíllinn, dælubíll eitt, aðalbíllinn, verið keyrður inn í nýju slökkvistöðina í Reykja- vík. Inni í stöðinni stendur marg- mennið og bíður þess sem verða vill þegar borgarstjórinn kemur brunandi með blá blikk- andi Ijósin inn í húsið. Þetta gekk allt saman eins og i sögu. Eftir að bæði Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri og Markús Örn Antonsson borg- arstjóri hafa flutt ræður syngur kór slökkviliðsins nokkur lög. Þar á meðal er eitt frumsamið lag eftir kórstjórann, Kára Frið- riksson. BROSHÝRIR BRUNAKALLAR Nú er búið að vígja nýju stöð- ina á Tunguhálsi og gestum boðið upp á veitingar. Öllum er frjálst að valsa um húsa- kynnin sem eru mjög glæsi- leg. Einungis fjórir menn verða þarna á vakt til að byrja með en í eldhúsinu eru þrjú borð. „Einhverjir verða að vera sam- an á borði," hvísla gárungarn- ir. í framtíðinni verður stöðin fullmönnuð með sama útkalls- styrk og Öskjuhlíðarstöðin og þá verður fjölmennara við borðhaldið. Allur aðbúnaður starfsmanna er hinn vandað- asti og mjög hefur verið vand- aö til innréttinga og tækjabún- aöar. Og sem tímanna tákn þá eru tveir búningsklefar, annar fyrir karla, hinn fyrir konur sem eru væntanlegar í slökkviliðið samkvæmt því. Meira að segja hafa menn komið sér uþþ félagsaðstöðu með bar, leðursófasetti og fleira fíniríi i kjallaranum. Slökkviliðsmenn ganga enda broshýrir um salarkynnin. Um kvöldið er vorfagnaður Slökkviliðsins í Reykjavík. Þar kennir ýmissa grasa og greini- legt er að brunakallarnir eru söngfuglar hinir mestu. Kórinn kemur fram og Hjörtur syngur ein- og tvísöng með Hrólfi slökkviliðsstjóra. Þá kemur Eldbandiö upp og tekur nokk- ur lög auk þess sem D-vaktin rappar um sjálfa sig og eigið ágæti. Góður andi þar eins og raunar virðist innan þessa hóps í hvivetna. SVEITTUR REYKKAFARI í salinn er leiddur reykkafari. Það er leynigestur kvöldsins. Nokkrir gestir úr salnum eru fengnir upp á svið til þess að spyrja gestinn spjörunum úr, i bókstaflegri merkingu. Þegar þeir komast aö því hver þarna er á ferðinni tínir hann af sér spjarirnar. Löðursveittur smokrar Raggi Bjarna sér úr gallanum, súrefnisgrímunni og hjálminum. Þarna inni i reykköfunargallanum er nefni- lega heitara en í helv..., já, sem sagt mjög heitt. Upp á svið með manninn, míkrófón og vatnsglas og syngja, gjörðu svo vel. Raggi Bjarna tekur lagið með Eldbandinu og hafi fjörið ekki verið nóg meðal gesta þá ærði ó- stöðuga þegar þessi nýi með- limur Eldbandsins tók lagið. Síðar um kvöldið stóð Eld- bandið fyrir nokkurs konar „læf-karókíi” sem nefnt var Sogbarkinn og þann eðla söngfuglstitil hlaut Björn Hjálmarsson, læknir á neyðar- bíl. Þess má að síðustu geta til skýringar að sogbarki er ekki líffæri í mannslíkamanum heldur slanga sem slökkviliðs- menn nota við ýmis tækifæri i starfi. Og nú bíðum við bara eftir þvi að fleiri frumleikans menn stígi á stokk. Hvernig væri til dæmis söngsveitin Votir barkar? 4 Fjöl- menni varö vitni aö því þegar Markús Örn fékk babú- drauminn uppfylltan viö vígslu nýrrar slökkvi- stöövar viö Tungu- háls. ◄ Búningur leynigests- ins var ekki af léttara tag- inu. 4 Leyni- gestur af- hjálmaöur, löörandi líkt og eft- ir þrjátíu slagara f funhita. Hér var Raggi hins vegar ekki byrjaöur aö syngja. 4 Eldband- iö ásamt stórsöngv- aranum Ragga Bjarna. F.v.: Sverr- ir Björns- son, Hrólf- ur Jóns- son, Raggi, Örv- ar Aðal- steinsson, Sigurberg- ur Kárason og Magnús Ingólfsson. 12.TBL. 1993 VIKAN 41 TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.