Vikan


Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 41

Vikan - 16.06.1993, Blaðsíða 41
Ný slökkvistöð og vorfagnaÖur: BORGARSTJÓRI KEYRÐI BABÚINN OG RAGGI BJARNA • • SONG MEÐ ELDBANDINU Babú, babú, babú, borg- arstjórinn kemur. Hann hittir, hann hittir ekki, hann hittir, hann hittir ekki, hann hittir... Hann hittir. Og nauðhemlar. Fjöldi manns í stórhættu. En þó ekki. „Nú rættist loksins draumurinn um að fá að keyra brunabílinn," segir hann og tekur ofan hjálminn. Þar með hefur fyrsti slökkviliðsbíllinn, dælubíll eitt, aðalbíllinn, verið keyrður inn í nýju slökkvistöðina í Reykja- vík. Inni í stöðinni stendur marg- mennið og bíður þess sem verða vill þegar borgarstjórinn kemur brunandi með blá blikk- andi Ijósin inn í húsið. Þetta gekk allt saman eins og i sögu. Eftir að bæði Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri og Markús Örn Antonsson borg- arstjóri hafa flutt ræður syngur kór slökkviliðsins nokkur lög. Þar á meðal er eitt frumsamið lag eftir kórstjórann, Kára Frið- riksson. BROSHÝRIR BRUNAKALLAR Nú er búið að vígja nýju stöð- ina á Tunguhálsi og gestum boðið upp á veitingar. Öllum er frjálst að valsa um húsa- kynnin sem eru mjög glæsi- leg. Einungis fjórir menn verða þarna á vakt til að byrja með en í eldhúsinu eru þrjú borð. „Einhverjir verða að vera sam- an á borði," hvísla gárungarn- ir. í framtíðinni verður stöðin fullmönnuð með sama útkalls- styrk og Öskjuhlíðarstöðin og þá verður fjölmennara við borðhaldið. Allur aðbúnaður starfsmanna er hinn vandað- asti og mjög hefur verið vand- aö til innréttinga og tækjabún- aöar. Og sem tímanna tákn þá eru tveir búningsklefar, annar fyrir karla, hinn fyrir konur sem eru væntanlegar í slökkviliðið samkvæmt því. Meira að segja hafa menn komið sér uþþ félagsaðstöðu með bar, leðursófasetti og fleira fíniríi i kjallaranum. Slökkviliðsmenn ganga enda broshýrir um salarkynnin. Um kvöldið er vorfagnaður Slökkviliðsins í Reykjavík. Þar kennir ýmissa grasa og greini- legt er að brunakallarnir eru söngfuglar hinir mestu. Kórinn kemur fram og Hjörtur syngur ein- og tvísöng með Hrólfi slökkviliðsstjóra. Þá kemur Eldbandiö upp og tekur nokk- ur lög auk þess sem D-vaktin rappar um sjálfa sig og eigið ágæti. Góður andi þar eins og raunar virðist innan þessa hóps í hvivetna. SVEITTUR REYKKAFARI í salinn er leiddur reykkafari. Það er leynigestur kvöldsins. Nokkrir gestir úr salnum eru fengnir upp á svið til þess að spyrja gestinn spjörunum úr, i bókstaflegri merkingu. Þegar þeir komast aö því hver þarna er á ferðinni tínir hann af sér spjarirnar. Löðursveittur smokrar Raggi Bjarna sér úr gallanum, súrefnisgrímunni og hjálminum. Þarna inni i reykköfunargallanum er nefni- lega heitara en í helv..., já, sem sagt mjög heitt. Upp á svið með manninn, míkrófón og vatnsglas og syngja, gjörðu svo vel. Raggi Bjarna tekur lagið með Eldbandinu og hafi fjörið ekki verið nóg meðal gesta þá ærði ó- stöðuga þegar þessi nýi með- limur Eldbandsins tók lagið. Síðar um kvöldið stóð Eld- bandið fyrir nokkurs konar „læf-karókíi” sem nefnt var Sogbarkinn og þann eðla söngfuglstitil hlaut Björn Hjálmarsson, læknir á neyðar- bíl. Þess má að síðustu geta til skýringar að sogbarki er ekki líffæri í mannslíkamanum heldur slanga sem slökkviliðs- menn nota við ýmis tækifæri i starfi. Og nú bíðum við bara eftir þvi að fleiri frumleikans menn stígi á stokk. Hvernig væri til dæmis söngsveitin Votir barkar? 4 Fjöl- menni varö vitni aö því þegar Markús Örn fékk babú- drauminn uppfylltan viö vígslu nýrrar slökkvi- stöövar viö Tungu- háls. ◄ Búningur leynigests- ins var ekki af léttara tag- inu. 4 Leyni- gestur af- hjálmaöur, löörandi líkt og eft- ir þrjátíu slagara f funhita. Hér var Raggi hins vegar ekki byrjaöur aö syngja. 4 Eldband- iö ásamt stórsöngv- aranum Ragga Bjarna. F.v.: Sverr- ir Björns- son, Hrólf- ur Jóns- son, Raggi, Örv- ar Aðal- steinsson, Sigurberg- ur Kárason og Magnús Ingólfsson. 12.TBL. 1993 VIKAN 41 TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.