Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 18

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 18
Þrjár gerðir og buxur í stíl Blúnda, Satín 03 Blúnda hnepptur aö framan • Stærðir brjósthaldara: 32 til 38 A,B,C,D • Stærðir buxna: S,M,L OG XL • Litir: Midnisht (svartur), Frost (hvítur) 03 Champasne (kremlitur). • Verð brjósthaldara: Kr. 2.460,- • Verð buxna: Kr. 947,- BUÐIN SÉRVERSLUN MEÐ UNDIRFATNAÐ STRANDGÖTU 28 • 2. HÆÐ • HAFNARFIRÐI SÍMI: 555 0070 mn THE ONE AND ONLY wondefbra Engin eftirlíking stenst þetta Að upplifa hin æsifengnu lögunar áhrif sem „Hinn eini og sanni" wonderbra gefur, fyllir þig sjálfstrausti, öryggi og kynþokka. ALDARANS oo Ckí a' Q Qd LLJ o Fyrir rúmri öld losaði brjóstahaldarinn konur úr lífstykkinu og gerði þeim lífið eilítið bærilegra. Konur tóku samstundis ást- fóstri við brjóstahaldarann og þrátt fyrir að stundum hafi kastast í kekki á milli þeirra tveggja sér enn ekki fyrir endann á ástarambandinu. Á nítjándu öld voru dætur heldri borgara vandar við að ganga í lífstykkjum frá barnsaldri. Allt var gert til að vöxtur þeirra yrði sem líkast- ur stundarglasi og skipti þá engu þótt rifbein og innyfli hlytu skaða af. Franska lífstykkjagerðar- konan Herminie Cadolle var orðin þreytt á því að horfa upp á þær líkamsmeiðingar sem lífstykkin höfðu í för með sér. Árið 1889 útbjó hún fyrsta brjóstahaldarann sem vitað er um. Hún kynnti hann sem heilsubætandi því hann veitti brjóstunum stuðning án þess að herða að þindinni. Konur tóku uppfinningu Ca- dolle fagnandi og nú, rúmum hundrað árum síðar, selst yfir hálf milljón brjóstahaldara á dag í Bandaríkjunum einum. Brjóstahaldarinn hefur verið framleiddur í mörgum gerðum eftir því hvað verið hefur í tísku. Á þriðja ára- tugnum þótti ekki lengur fal- legt að ýkja kvenlegar línur Svona leit fyrsti brjóstahaldarinn út. Ifkamans heldur áttu konurn- ar að vera sem líkastar drengjum í vextinum. Þá var framleidd nærflík sem var allt í senn; magabelti, nær- buxur og brjóstahald. Ekki kunnu allar konur við það að eiga nú allt í einu að dylja línurnar og ein þeirra var kjólaframleiðandinn Enid Bissett. Hún hannaði afar kvenlegan brjóstahaldara sem kallaður var Maiden- form. Þeir náðu miklum vin- sældum og eru brjóstahald- Lana Turner í furöuflíkinni sem kölluö var Merry Wi- dow. arar enn framleiddir undir þessu merki. Árið 1935 fór undirfatafyr- irtækið Warner að bjóða upp á mismunandi skálastærðir eins og við þekkjum þær í dag A, B, C og D. Kvikmynda- stjörnur hafa allt- af haft áhrif á tískuna og leik- konan Jane Rus- sel vakti athygli fyrir að ganga í þröngum peys- um svo barmur hennar nyti sín sem best. Geim- ferðafyrirtæki Howard Hughes var fengið til að hanna brjósta- haldara á pers- ónu sem Russel lék í myndinni The Outlaw. Þetta var á tím- um seinni heimsstyrjaldar- innar þegar bómull og silki voru af mjög skornum skammti og var haldarinn þvf gerður úr málmi. Russel þótt hann svo óþægilegur að hún notaði hann aldrei. Eftir seinni heimsstyrjöld- ina notuðu konur stoppaða brjóstahaldara eða létu sig hafa það að stífa þá. Um það leyti hvarf tískuhönnuð- urinn Christian Dior aftur í tímann og hafi mittið á kven- fatnaðinum svo grannt að konur urðu að nota maga- belti. Og enn lifði stundaglasavöxturinn góðu lífi í dálítinn tíma. Þegar Merry Widow kom fram á sjónarsviðið gátu konur fengið brjóstahaldara, magabelti og nærbuxur í sömu flíkinni. Framleiðslan hófst eftir að leikkonan Lana Turner kom fram í slíkri flík í myndinni Merry Widow árið 1952. Hún lét þau orð falla að flíkin hefði eflaust verið framleidd af karlmanni. „Engin kona myndi gera annarri konu þetta.11 Á sjöunda áratugnum kröfðust konur jafnréttis á við karla og einn liðurinn í baráttunni var að brenna brjóstahaldarana. Læknar vöruðu þær við sliti en þær létu það sem vind um eyru þjóta. Konur áttu ekki að þurfa að líða nein höft og ekki heldur barmur þeirra. Úrvalið af brjóstahöldurum hefur aukist mikið á síðustu árum. Þeir fást nú í öllum lit- um og því engin ástæða til að einskorða sig við hvítt eða húðlitt. Rautt, svart, dökkblátt og ferskulitt þykja mun munúðarfyllri. Triumph framleiðir meðal annars sérstaka brjóstahald- ara fyrir mjólkandi mæður og íþróttakonur sem þurfa góð- an stuðning við brjóst sín. Einnig eru til fylltir haldarar fyrir konur með lítil brjóst og Lilyette, dótturfyrirtæki Triumph, sér til þess að ung- ar stúlkur, sem nota stórar skálar, fái fallega haldara. Wonder Bra brjóstahaldar- arnir hafa selst eins og heit- ar lummur hér á landi en þeir gera það að verkum að brjóstin sýnast eilítið stærri en þau eru og falleg skora myndast á milli þeirra. Ekki þykir verra að glitti aðeins í haldarann í gegn- um bolinn eða að hlýrinn gægist undan honum, enda synd og skömm að hylja jafn fallega flík og brjósta- haldarinn er. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.