Vikan


Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 27

Vikan - 20.06.1995, Qupperneq 27
franka og þurfa að slá sinn eigin gest um þá. Ég gæti aldrei gert það. Ég vissi ná- kvæmlega hvað ég átti og yrði reikningurinn hærri, var ég ákveðinn í að stinga hendinni í vasann, og reka upp undrunaróp og segja, að peningunum hefði verið stolið. Auðvitað kæmist maður í bannsetta klípu ef hún hefði heldur ekki pen- inga til að greiða reikninginn. Þá væri ekki annað að gera en skilja úrið sitt eftir og segja að ég kæmi seinna og borgaði. Spergillinn kom. Hann var feikna stór og mikill, safarík- ur og ginnandi. Lyktin af bráðna smjörinu kitlaði nasaholur mínar eins og hin- ar brunnu fórnir dyggðugu Semítanna kitluðu nasaholur Jehova. Ég horfði á konu- fjandann háma græðgislega í sig hvern bitann á fætur öðrum og í hæversku minni ræddi ég um hvernig ástandið væri í harmleiknum í Balkanlöndunum. Loksins var hún búin. „Kaffi?“ spurði ég. „Já, bara ís og kaffi,“ svar- aði hún. Ég var orðinn alveg kæru- laus núna svo ég pantaði kaffi fyrir mig og ís og kaffi fyrir hana. „Ég skal segja yður að það er eitt, sem ég hef óbif- anlega trú á,“ sagði hún á meðan hún var að borða ís- inn. „Maður skyldi alltaf standa svo upp frá borðum, að maður finni að maður geti borðað svolítið meira.“ „Eruð þér ennþá svang- ar?“ spurði ég veikum rómi. „Ónei. Ég er ekki svöng. Þér vitið að ég borða ekki hádegismat. Eg fæ mér kaffi á morgnana og svo kvöldverð. En ég borða aldrei nema einn rétt um hádegið." „Já, einmitt!“ Það kom hræðilegt atvik fyrir. Á meðan við biðum eftir kaffinu kom yfirþjónninn, brosti smeðjulega og var ekkert nema falsið í framan. Hann kom að borðinu til okk- ar og hélt á körfu með feikna stórum ferskjum í. Liturinn á þeim var eins og þegar sak- laus stúlka roðnar. En ferskjuuppskeran gat þó ekki staðið yfir núna? Guð mátti vita, hvað þær kostuðu! Ég fékk að vita það - svolítið seinna, því að gestur minn, sem hélt áfram samræðun- um, tók eina ferskjuna og virtist gera það ósjálfrátt. „Sjáið þér nú til,“ sagði hún við mig í undrunartón. „Þér hafið raðað í yður ógrynni af kjöti (ræfils litla kótelettan mín!) - og þér getið því ekki borðað meira. En ég hef bara fengið mér svolítið snarl, og þess vegna nýt ég þess virkilega að fá mér eina ferskju." Reikningurinn kom, og þegar ég greiddi hann sá ég að ég átti aðeins óveru eina eftir í þjórfé. Hún horfði sem snöggvast á þrjá frankana, sem ég skildi eftir handa þjóninum, og ég vissi, að henni fannst ég vera smá- sálarlegur. En þegar ég gekk út úr veitingahúsinu, þá átti ég ekki grænan eyri eftir í vasanum til að lifa fyrir það sem eftir var mánaðarins. „Farið að mínum ráðum," sagði hún um leið og við tók- umst í hendur að skilnaði. - „Borðið aldrei nema einn rétt um hádegið." „Ég skal gera enn betur,“ svaraði ég. „Eg skal ekkert borða, hvorki í hádegisverð né kvöldverð." „Gárungi," kallaði hún glaðlega um leið og hún hoppaði inn í leigubíl. „Þér eruð nú meiri gárunginn!" En ég hef fengið hefnd að lokum. Ég held að ég sé ekki hefnigjarn maður að eðlis- fari. Þegar hinir ódauðlegu guðir taka málið í sínar hendur þá er það fyrirgefan- legt að maður virði árangur- inn fyrir sér með velþóknun. í dag er hún 140 kíló! □ 6. TBL. 1995 VIKAN 27 SMASAGAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.