Vikan


Vikan - 20.06.1995, Síða 28

Vikan - 20.06.1995, Síða 28
HEILSAN Morgunógleöi er alda- gamalt vandamál sem háir meirihluta þungaðra kvenna. Af þessum hópi er talsvert stór hluti sem er illa haldinn í byrjun meö- göngunnar en morgun- ógleöin gengur oftast yfir á 12. - 14. viku en sjald- gæft er aö hún sé eftir 20. viku. í kennslubókum stendur yfirleitt að þess- um konum sé síöur hætt við aö missa fóstur en öðr- um eöa fæöa fyrir tímann. gleöi þungaðra kvenna er ekkert bundin viö morgn- ana vegna þess aö sumum konum verður óglatt seinni part dags eða á kvöldin. En í gamla daga gátu konur ekki fariö í þungunarpróf og ógleði á morgnana var oft fyrsta einkenni þungunar. Astæöa þess aö sumar kon- ur finna fyrir ógleöinni ein- göngu á kvöldin getur tengst líkamlegu álagi eöa félags- legum þáttum. Arnar Hauks- son, kvensjúkdóma- og fæð- ingarlæknir, segir aö morg- unógleði sé sambland af ógleði, uppköstum og þreytu. Allt aö 70% þung- aðra kvenna kvarta undan vanlíðan af morgunógleöi. Af þeim eru um þaö bil 25% sem kvarta eingöngu um ógleði eða vanlíðan og 45% eru meö ógleði og uppköst. Hjá þeim síðarnefndu bætist við úthaldsleysi og þreyta. Þegar um er að ræða óveru- lega ógleði geta konurnar kúgast á morgnana við það eitt að bursta í sér tennurnar. Þær sem verra eru haldnar byrja oft að kasta upp um leið og þær fara fram úr á morgnana og geta kúgast í hvert sinn sem þær heyra matarauglýsingu. Stundum mega þær varla hreyfa sig. „Ógleðin byrjar yfirleitt einni til þremur vikum eftir að tíðir áttu að hefjast. Hámark- inu er náð um það bil fjórum vikum eftir það og ógleði lýk- ur oftast á milli 12. -14. viku. Það er sjaldgæfara að morg- unógleði standi yfir 16. - 20. viku. Ef konur þjást af morgunógleði eftir 20. viku meðgöng- unnar þarf að athuga hvort aðrir þættir valdi henni eins og melt- ingarfæra- sjúkdómar sem eru ótrú- lega algengir í dag hjá ung- um stúlkum. Meltingar- færavanda- mál er hægt að laga veru- lega með breyttu mat- aræði. Stærstur hluti kvennanna fær ógleði af óskýrðum ástæðum og andlegar or- sakir valda ógleðinni hjá litlum hluta.“ í mörgum kennslubók- um stendur að ógleðin sé sennilega að mestum hluta til andlegs eðlis en Arn- ar er á annarri skoðun. „Þeg- ar kona verður þunguð verða ákveðnar breytingar í líkama hennar. Ástæðan fyr- ir ógleðinni getur tengst þungunarhormóni og æða- kerfinu sem stækkar. Einnig getur verið að efni, hormón, sem myndast í eggbúi og fylgju séu ástæðan, niður- brotsefni frá fóstri, breytt líf- eðlisfræði móðurinnar, breytt blóðrúmmál og æðaþenjandi þættir. Það liggur einna bein- ast við að álíta að það séu þessir líffræðilegu þættir sem valda ógleðinni. Að minnsta kosti hef ég sjálfur þá trú að þetta sé ekki nema að óverulegu leyti andlegt og andlegi þátturinn sé þá kominn til vegna vanlíðanar- innar en ekki öfugt. ► MORGUNógledi 28 VIKAN ó. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.