Vikan


Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 31

Vikan - 20.06.1995, Blaðsíða 31
f BOÐI 0THE BODY SHOP HVAÐ Pað kemur ekki á óvart að bólur eru taldar táningaböl þar sem 80% unglinga fá bólur. Og eins og við öll vitum þá virðast þær alltaf koma þegar eitthvað sérstakt stendur til! En bólótt húð er ekki sjúkdómur - heldur hluti af uppvextinum og þess vegna hefur The Body Shop ER TEA framleitt Tea Tree húðvörurnar; skærgrænar vörur með skemmtilegri ímynd, en alvöru virkni. Pær eru sérstaklega hannaðar fyrir unglinga með venjulega, feita eða bólótta húð. Vörurnar eru byggðar á olíu sem er unnin úr Melaleuca alternifolia, en það er trjáteg- TREE? und sem vex einungis í Ástralíu og er betur þekkt undir nafninu Tea Tree. Nafnið er tilkomið vegna þess að frumbyggjar Ástralíu bjuggu til Ijúffengt te úr laufblöðunum. Einstæðir eiginleikar olíunnar gera hana að tilvöldu efni í húðsnyrtivörur, hún er bakteríueyðandi, drepur sveppi, hún er djúphreinsandi og sefandi og er því kjörin fyrir bólugrafna og erfiða húð. Mikilvægt er að hreinsa húðina vandlega Hugsaðu þér öll þau óhreinindi sem safnast saman yfir daginn fita, dauðar húðfrumur, ryk, salt og þvagefni, sem verða til við svitamyndun, bakteríur og andlitsfarði, ef þú notar hann. það tæki þessi óhreinindi um það bil 28 daga að hverfa af sjálfu sér ef húðin væri ekki hreinsuð. Það kallast ekki að hreinsa húðina að þvo sér lauslega um andlitið á hverju kvöldi fyrir svefninn. Nauðsynlegt er að blanda einhvers konar hreinsiefni saman við vatnið. Slík vökvablanda dregur óhreinindi fram þannig að hægt er að þvo þau eða þurrka í burtu. Ef þú hreinsar húð þína ekki vandlega, þá verður hún daufleg og líflaus og meiri líkur eru á bólum og fílapenslum sem orsakast af stífluðum svitaholum. Lykilatriði í árangursríkri hreinsun húðarinnar er að nota rétta tegund efna. Ef þú notar efni sem eru of sterk eða efni sem virkar hrjúft eins og sandpappír þá getur það eyðilagt varnarlag húðarinnar (sem nefnist "súr möttull"). Ef efnið er of milt þá er það gagnslaust. Tea Tree línan frá The Body Shop Fljótandi Tea Tree andlitssápa er bakteríueyðandi, hún hindrar að óhreinindi safnist saman og þar sem hún er mild þá þurrkar hún ekki húð þína. En ef þú vilt heldur vatn og sápu þá er til... Sápa með Tea Tree olíu, sem er sápa eingöngu gerð úr jurtum. Hana má nota á andlitið og líkamann til að sefa og styrkja bólugrafna húð.. Fljótandi hörundssápa með Tea Tree olíu er hægt að nota á allar húðgerðir og allur líkaminn getur haft gott af djúp- hreinsandi áhrifum hennar. Þessi bakteríueyðandi sápa eyðir bólum á baki, öxlum og brjóstkassa og þar sem i henni er glyserín þurrkar hún ekki húð þína. Andlitsvatn með Tea Tree oliu. í því er Tea Tree olía sem gefur raka og eyðir bakteríum, nornahesli sem herpir mildilega saman líkamsvefi, allantoin til að sefa og glyserín til að gefa raka. Olían tryggir að andlitsvatnið þurrkar ekki húð þína jafnvel ekki þegar nornaheslið hreinsar síðustu leifar óhreininda og andlitsfarða. Bólustaukur með Tea Tree olíu hjálpar til við að eyða bólum og flýtir fyrir að húðin grói. í bólustauknum eru einnig allatoin og bisaboloi til að sefa húðina. Tea Tree olía. Olíuna má bera beint á húðina og bólur eða blanda vatni saman við hana til að djúphreinsa andlitið. Hægt er að fá áfyllingar á: Fljótandi andlitssápuna, andlits- vatnið og fljótandi hörunds- sápuna. Eins og með aðrar vörur frá fyrirtækinu hafa Tea Tree vörurnar að sjálfsögðu ekki verið prófaðar á dýrum. Góðar ráðleggingar tíl að bæta húð þína Ef umhirða húðarinnar er eftir settum reglum þá ætti húð þín smám saman að verða betri. Það er einnig ýmislegt annað sem þú getur gert til að tryggja að húð þín verði heilbrigð og bólulaus. 1. Drekktu mikið af vatni. Það hreinsar líkamann auk þess sem það losar þig við óhreinindi sem geta valdið bólum. 2. Neyttu fjölbreyttrar fæðu. Borðaðu mikið af nýjum ávöxtum og grænmeti, grófu brauði, hrísgrjónum, pasta, morgunkorni, fiski og kjúkling. Reyndu að minnka neyslu á sykri og unninni matvöru. 3. Leggðu stund á líkamsrækt. Það örvar blóðrásina og húðin geislar af heilbrigði. 4. Ekki neyta of mikils áfengis. Það þurrkar upp líkamann þinn, sviptir hann B-vítamínum og eyðileggur æðar sem skilja eftir sig æðaslit í andliti. 5. Ekki reykja. Þá eldist húð þín hraðar. Það eitt að totta sígarettur veldur hrukkum kringum munn og augu. Benzopyrene er efni sem myndast í sígarettureyk, Það hindrar líkamann í að nýta C-vítamín, sem aftur veldur rýrnun á kollageni sem er aðalstuðningsprótínið í húð, sinum, beinum, brjóski og stoðvef. 6. Fáðu nægan svefn. Þá líður þér vel - og þegar þér líður vel þá lítur þú vel út. Frumu- skiptingar og endurnýjun húðvefja eiga sér stað hraðar í svefni en vöku. 7. Verndaðu húðina gegn sólinni. Sólin er mesti skað- valdur húðarinnar. Sólarljósið veldur mörgu af því sem áður var álitið ellimörk, þar með taldar hrukkur og þurr húð. 8. Ekki koma mikið við andlitið þegar þú ert með bólur. Það dreifir bakteríum og kemur í veg fyrir eðlilegan bata. 9. Slappaðu af. Streita gerir húðina feitari og grettur auka hrukkumyndun. 10. Notaðu rakakrem á veturna. Það kemur í veg fyrir að kuldinn þurrki húðina og hún springi. 11. Hindraðu áhrif mengunar. Haltu óhreinindum, mengun og fitu í skefjum með reglulegri og gagngerri hreinsun húðarinnar. Verslanir The Body Shop eru: í Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík, simi 588 1299 & Laugavegi 51,101 Reykjavík, sími 561 7299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.