Vikan


Vikan - 20.06.1995, Síða 34

Vikan - 20.06.1995, Síða 34
LIFSREYNSLA Einar Valur Kristjánsson, yfirkennari Grunnskólans á ísa- firði, stendur nú á ákveðnum tímamótum í lífi sínu. Síð- astliðið haust greindist hann með krabbamein og þarf nú að hætta störfum eftir 37 ára starf. Hann stendur einnig á annars konar tímamótum. Einar Valur er nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann hitti móður sína, móðurina sem hann hafði aldrei séð nema á einni mynd sem hún sendi honum eigi alls fyrir löngu. Einar Valur er á 61. aldurs- ári en móðir hans, Kristjana Kristjánsdóttir Pedersen, verður áttræö í haust. Þegar Einar Valur var á öðru aldursári var hann gefinn. Stuttu síðar flutti móðir hans til Reykjavíkur og síðan til Bandaríkjanna þar sem hún giftist og hefur búið síð- an. Henni og bandarískum eiginmanni hennar varð ekki barna auðið og er Einar Valur því eina barnið sem Kristjana hefur fætt í þennan heim. „Það er kannski þess vegna sem mér fannst ennþá fremur skylda mín að fara að heimsækja hana, en mest um vert fyrir mig var að leita uppruna míns og hann fann ég í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum." 34 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.