Vikan - 20.06.1995, Side 37
MUN ÞJARMA AÐ
SJÚKDÓMNUM
Einar Valur er sáttur við líf-
ið og tilveruna og vágestur
sá, sem barði að dyrum hjá
honum síðastliðið haust,
hefur þar engin áhrif á. Einar
Valur greindist með krabba-
mein í blöðruhálskirtli og er
ákveðinn í að þjarma að
sjúkdómnum í stað þess að
hann þjarmi að honum.
„Þetta er þannig krabba-
mein að það er vel viðráðan-
legt, a.m.k. finnst mér það
og lyfin virðast hafa góð áhrif
á mig. Ég er ekkert kvíðinn
yfir þessum vágesti og hann
hafði ekkert með það að
gera að ég fór vestur um
haf. Ég var búinn að stefna
að þessari ferð um langan
tíma og það hefði ekki skipt
neinu máli, hvort ég hefði
fengið þennan sjúkdóm eður
ei, ég hefði alltaf farið til
fundar við móður mína. Ég
mun þjarma að sjúkdómnum
en ekki hann að mér.
Ég viðurkenni að þegar
læknirinn tjáði mér í haust
að ég væri kominn með
krabbamein þá fékk ég
sjokk, en eftir að við höfðum
rætt stöðuna, hvers konar
sjúkdómur þetta væri og
fleira, kom aðeins eitt upp í
hugann, ég ætlaði mér að
berjast við þennan vágest.
Og ég er kannski betur undir
það búinn en margur annar
vegna þess að ég hef alltaf
verið bindindismaður. Ég er
með krabbamein í blöðru-
hálskirtli en það er sú tegund
krabbameins sem er talin al-
gengust á meðal karlmanna.
Hjá mér var meinið komið út
í beinin í bakinu og því verð
ég að passa mig á því að
verða ekki fyrir hnjaski. Síð-
ustu blóðsýni sýna það að
þetta er allt á réttri leið, en
krabbameinið verður alltaf til
staðar og ég verð alltaf á
lyfjum. Ég er samt bjartsýnn
á framtíðina, ég ætla að
halda krabbanum niðri og
hef ekki haft neinar and-
vökunætur út af honurn."
TOPPURINN AÐ TAKA
ÞÁTT í
ÓLYMPÍULEIKUNUM
Einar Valur hefur stundað
íþróttir frá barnsaldri og það
sama má segja um börn
hans. Elsti sonur hans, Ey-
þór, stundaði skíðin á sínum
yngri árum, dóttirin, Sigriður,
hefur kepþt mikið í sömu
íþrótt með góðum árangri og
það sama má segja um son-
inn Atla, sem varð margfald-
ur unglingameistari á skíð-
um. Atli hefur einnig getið sér
gott orð í knattspyrnunni og
stundar hana enn af krafti
enda talinn einn fóthvatasti
knattspyrnumaðurinn í 1.
deildinni. Yngsti sonurinn,
Auðunn, bjó ekki við sömu
aðstæður og eldri börnin,
a.m.k. hvað varðar skíðin, en
er í dag byrjaður að æfa fót-
bolta. Hann stundaði áður
körfubolta og golf, en þar hef-
ur hann náð góðum árangri.
„Það er sennilega hægt
að kalla mig „sportídjót", því
íþróttir hafa verið mitt líf og
yndi. Þær eru margar
íþróttagreinarnar sem ég hef
tekið þátt í þó svo að ég hafi
ekki náð góðum árangri í
mörgum þeirra. Á mínum
yngri árum stunduðum við
strákarnir skíðin á veturna
og fótboltann á sumrin. Og
þegar ég fór að eldast fór ég
að stunda badminton, bridds
og fleira. Þegar ég var í
skóla fyrir sunnan spilaði ég
körfubolta og keppti meðal
annars í sundi og biaki. Nú á
seinni árum hef ég tekið ást-
fóstri við golfið en er þó ekki
hættur að fara á skíði eða
spila bridds og badminton,
golfið er aðeins viðbót við
hinar greinarnar."
Einar Valur á tugi ef ekki
hundruð verðlaunapeninga
fyrir árangur sinn í hinum
ýmsu íþróttagreinum. í
hvaða íþróttagrein hefur
hann náð lengst?
„Skíðin hafa alltaf verið
númer eitt og sérstaklega
fannst mér gaman eftir að ég
fór að fara með krakkana
mína. Ég varð aldrei íslands-
meistari á skíðum, en ég var
oft númer tvö eða þrjú. Ég
veit ekki hvort hægt er að
kalla það titil, en ég var í liði
ísfirskra öldunga sem varð
íslandsmeistari í blaki á upp-
hafsárum þess.“
- En þú er einn fárra ísfirð-
inga sem hefur hlotnast sá
heiður að kepþa fyrir íslands
hönd á Ólymþíuleikum?
„Já, reyndar. Það var 1956
í Cortina á Ítalíu. Ég var einn
fjögurra ísfirðinga í þeirri
ferð en auk mín voru þarna
menn eins og Steinþór og
Jakobína Jakobsbörn og
Valdimar Örnólfsson, kunnur
íþróttakennari til margra ára.
Það var svolítið öðruvísi að
keþþa í þá daga en nú tíðk-
ast. Búnaður okkar var held-
ur fátæklegri en í dag og þá
höfðum við ekki eins mikla
æfingu á þessum stóru
brautum, eins og þeir ís-
lensku skíðamenn sem eru
erlendis í dag. Þrátt fyrir það
var ég þokkalega ánægður
með árangur minn á leikun-
um, ég náði 37. sæti í svigi
af um eitt hundrað keppend-
um. Við kepptum í erfiðri
braut, einhverri erfiðustu
braut sem lögð hefur verið í
svigkeppni á Ólympíuleikum.
Það var náttúrulega draumur
hvers íþróttamanns að fá að
taka þátt í Ólympíuleikunum.
hin síðari ár, er orðið svo
miklu meira en góðu hófi
gegnir,“ segir hann og er
mikið niðri fyrir og þegar talið
berst af kennaraverkfallinu
sem lauk í vor og þeirri
gagnrýni sem kennarar
fengu á sig, í þá veru að þeir
hugsuðu meira um eigin hag
heldur en nemenda, segir
hann:
„Þetta er fjarstæða. Það
er hastarlegt að kennarar
skuli þurfa að fara í verkfall
til að koma á sterkara og
betra skólastarfi. Kennara-
launin hafa lækkað hlutfalls-
Menn lifa lengi á því og það
er enginn vafi á því að leik-
arnir í Cortina 1956 voru há-
punkturinn á ferlinum."
EF ÉG VERÐ EKKI
DAUÐUR ÁÐUR. . .
Einar Valur hefur starfað
sem kennari á ísafirði frá
1958, eða í 37 ár, og sem yf-
irkennari í 11 ár. Hann er
lærður íþróttakennari og
smíðakennari en hefur þó
aldrei kennt íþróttir. „Það
hafa aðrir góðir menn séð
um þá kennslu," segir hann
og bætir við: „Skólastarfið
hefur breyst gríðarlega mikið
á þeim tíma sem ég hef ver-
ið við störf, sérstaklega
kennarastarfið sjálft. Álagið
á kennarana, sérstaklega
lega mikið undanfarin ár og
ég skil ekki hvernig kennari
með venjulegt kennaraþróf
nennir að standa í þessu
miðað við þau laun sem
hann fær.
Því hefur verið beint til
mín af læknum að ég hætti
að kenna. Ég mun því klára
skólaárið og síðan fer ég í
veikindafrí og hætti úr því. . .
þ.e.a.s. ef ég verð ekki
dauður áður!“ segir hann og
hlær. Ég mun hafa nóg að
gera, ég hef svo mikið af
áhugamálum. Ég mun snúa
mér meira að sportinu sem
og öðru sem ég hef trassað,
eins og til dæmis að ferðast
um heiminn. Ég ætla bara
að njóta lífsins og hugsa
minn gang um leið.“ □
6. TBL. 1995 VIKAN 37
LÍFSREYNSLA