Vikan


Vikan - 20.06.1995, Síða 40

Vikan - 20.06.1995, Síða 40
FYRIRSÆTUSTORF alltaf í fýlu og lotið í baki. í þessum bransa skiptir máli að vera eins og maður er og vera með báðar fætur á jðrðinni." Fyrirsætur þurfa að hafa sterkt bak til að kikna ekki undan álaginu sem oft fylgir starfinu. „I Tævan vaknaði ég stundum klukkan sex á morgnana og þurfti að vera brosandi í myndatökum til klukkan níu um kvöldið. Stundum borðaði ég ekki f tíu klukkustundir eða var í allt of litlum, háhæluðum skóm á tískusýningum." Þótt Ásta hafi aðallega setið fyrir á myndum hefur hún tekið þátt í fjölda tískusýninga. Og þátttaka í þeim er eitt það skemmtilegasta sem hún gerir. „Það er alltaf allt á síð- ustu stundu. Yfirleitt er fjöldi Ijósmyndara úti í sal og þeg- ar maður kemur fram á svið- ið fer adrenalínið á fullt og hjartað hamast. Þetta er mik- ið stress en mjög skemmti- legt.“ Auðvelt er að ímynda sér að tískusýningarstúlkur æfi saman fyrir hverja sýn- ingu en raunin er önnur. „Það eru yfirleitt engar æf- ingar. Oftast er bara gengið út á sviðið og inn aftur. Stúlk- urnar máta bara fötin áður. Þær verða að geta gengið í takt; það er eitthvað sem er ætlast til af þeim.“ Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, nýkjörin feguróardrottning íslands, er meóal þeirra sem Ásta hefur Ijósmyndaó. Ekki amalegt myndefni, Hrafnhildur; forsíöustúlka Samúels 1994 og Ijós- myndafyrirsæta Reykjavíkur 1995. Ásta í hlutverki Ijósmyndafyrirsæt unnar. FÁAR EN GÓÐAR Umboðsskrifstofa Ástu, Eskimo, er til húsa að Bankastræti 6. Hvers vegna þetta nafn? „Þetta er húmor sem er í gangi þar sem margir úti spyrja hvort á ís- landi búi eskimóar. Það er til dæmis ein umboðsskrifstofa úti sem heitir Ugly People eða Ljótt fólk.“ í Kanada var Ásta í læri hjá David Fierro, frægum tískuljósmyndara, og vann einnig fyrir tísku- tímaritin Cameo og Grind. í dag tekur hún allar myndir af fyrirsætunum sem leita til hennar. „Écj nýt þess að taka myndir. Ég veit hvernig stelpunum líður fyrir framan myndavélina þannig að það myndast gott samband á milli okkar. Það má segja að ég sé búin að prófa allar hliðarnar á fyrirsætubrans- anum og mér líkar rosalega vel að stjórna,1' segir hún og hlær. Þrjár vikur eru liðnar síðan Ásta auglýsti fyrst og komu 130 stelpur í viðtal. Af þeim leist henni einungis á tvær. „Stelpurnar þurfa að vera ákveðnar, hafa útgeisl- un, vera grannar og líta á fyrirsætustörfin sem atvinnu. Stundum koma stelpur til mfn sem eru aðeins of þybbnar. Oft líkar mér við þær og segi þeim að koma seinna þegar þær eru búnar að grenna sig. í allt er ég bú- in að finna tíu stelpur, og sjö af þeim hefur nú þegar verið boðinn samningur í Tókíó, París, Mílanó og New York, og ég stefni að því að vera ekki með fleiri en tuttugu.“ Ásta mun útvega stúlkun- um starf, bæði hórna heima og erlendis. „Það er synd þegar stelpur fá slæma reynslu af fyrirsætustörfum. Það er því mikilvægt fyrir mig að það sé gagnkvæmt traust á milli okkar og að óg finni handa þeim góða skrif- stofu og fbúð í útlöndum. Ég hef alltaf verið hjá góðum skrifstofum og það hefur allt- af verið hugsað vel um mig. En það eru margar stelpur sem hafa slæma reynslu, sérstaklega þær sem fara til Milanó." Stúlkurnar munu dvelja í útlöndum eins lengi og þær óska og eftir því hvað þær fá af verkefnum. En samningarnir eru yfirleitt til tveggja eða þriggja mán- aða. „Við erum að vonast til að finna eitt súpermódel á íslandi sem á eftir að koma á forsíðu Vogue," segir Ásta og brosir. Hún er næt- urgali og vinnutíminn er oft tíu til sextán klukkustundur á sólarhring og hún er kom- in til að sýna sig og sanna. „Ég stefni á að þetta verði orðin besta umboðsskrif- stofan á íslandi eftir nokkra mánuði.“ ; □

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.