Vikan


Vikan - 20.06.1995, Side 46

Vikan - 20.06.1995, Side 46
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN/UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Jóhann G. Jóhannsson opnaði nýverið glæsi- lega málverkasýningu á veitingahúsinu Argentína steikhús. Ekkert hefur verið til sparaö til að gera mynd- irnar sem best úr garði en Jóhann segist vera skorpu- maður og því hefur oft verið langt á milli sýninga hans. Blaðamaður VIKUNNAR tók hann tali til að frétta hvað fleira væri títt hjá honum því hann er ekki síður þekktur sem tónlistarmaður og laga- smiður. Jóhann er rómantískur Fiskur og herramaður fram í fingurgóma. Stjörnumerkið hans tengist svæði sem á sór engin landamæri og hef- ur enga mælanlega dýpt og Fiskurinn er að fiska eftir ekki minni leyndardómi en uppsprettu sjálfs lífsins. Jóhann er feiminn og hlé- drægur að upplagi eins og margir popparar sem tjá sig best með hljóðfærinu. Og, eins og svo margir aörir ís- lenskir gullaldarpopparar, er hann fæddur og uppalinn suður með sjó, í bæ sem enn er þekktastur undir nafninu Keflavík. Hvað sem allri hlédrægni leið stóð Jóhann í stöðugri baráttu fyrir félagslegri stöðu tónlistarmanna í nokkur ár. „Þaö að þurfa að gera hluti vegna þess að sannfær- ingin bauð mér það stækkaði sjóndeildar- hring minn og gaf mér margþætta reynslu sem hefur nýst mér vel og haft áhrif á það sem ég er að gera, bæði I tónlist og myndlist. Það var af hinu góöa að þurfa að taka á, tala sínu máli og róa,“ segir hann. Jóhann var einn stofnenda SATT og síð- an FTT, Félags tónskálda og textahöfunda. „Við vorum ut- angarðsmenn í STEFI. Við vildum sitja við sama borð og Tónskáldafélagið en það þref tók um sjö ár. Aðalupp- spretta tekna STEFS var þó 46 VIKAN 6. TBL. 1995

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.