Vikan - 20.06.1995, Síða 47
létt tónlist en ekki sú alvar-
lega,“ segir hann. Jóhann
var frumkvöðull að stofnun
Músíktilrauna og sat nokkur
ár í stjórn Tónlistarhússins.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
hann Púlsinn ásamt nokkr-
um félögum sínum. „Þetta
var áhugaverður tími. Við
tókum upp og mynduðum
helstu tónlistarviðburði með
vandaða útgáfu í huga á
þriggja ára afmælinu. Við
vorum m.a. í samstarfi við
Bylgjuna um beinar útsend-
ingar í hverri viku í samfleytt
níu mánuði svo það var úr
miklu efni að moða. Með
hvaða hætti rekstur Púlsins
lagðist af gerði þessar hug-
myndir að engu. Annars átt-
um við í rauninni aldrei að
opna Púlsinn því þegar stað-
urinn var opnaður sátum við
uppi með tíu milljóna skuld
vegna framkvæmda við eig-
ið húsnæði Vífilfells.
Þá var hluti framkvæmda-
kostnaðar reiknaður inn í
leiguna sem á endanum var
komin hátt í hálfa milljón á
mánuði fyrir vonlausan stað
undir veitingarekstur miðað
við staðsetningu. Endalok
Púlsins urðu þó til þess að
ég sneri mér aftur að eigin
sköpun og í framhaldi hef ég
markvisst verið að losa mig
út úr öllu öðru vafstri til að
geta sinnt myndlistinni og
tónlistinni sem best,“ segir
Jóhann.
Blaðamanni leikur forvitni
á að vita hvernig hafi gengið
að draga fram lífið sem
skapandi listamaður. Jóhann
segist hafa sett sér það
markmið strax í upphafi að
þrauka og fara ekki í nein
önnur störf en þau sem
snertu tónlist og síðan
myndlist.
„Ég var með gallerí á sín-
um tíma og kom upp m.a.
myndleigukerfi. Ég leigði fyr-
irtækjum og einstaklingum
málverk, setti þau upp og
bauð kaupleigusamninga,"
segir hann. í fyrra var stofn-
aður listkaupaklúbbur í
kringum Jóhann til þess að
skapa honum starfsgrund-
völl. „Þetta skilar sér í betri
aðstöðu, minna óöryggi og
því að hægt er að vinna
markvissar að sýningum.
Mikið af tíma myndlistar-
manna fer í fjárhagsáhyggj-
ur, þannig að allur stuðning-
ur, sem gerir listamanninum
kleift að einbeita sér betur
að listsköpuninni, ætti að
skila sér í betri verkum. Með
skattaívilnunum gæti ríkið
stuðlað að því að fyrirtæki
fjárfestu meira í myndlist en
það yrði góður stuðningur
við íslenska myndlistar-
menn.“
200 LÖG OG TEXTAR
Jóhann segir textagerðina
oft hafa verið veikasta hlekk-
inn í annars frábærri ís-
lenskri tónlist. „Margir textar
eru mikið yfirborðshjal,“ seg-
ir hann. „Ég vil taka afstöðu í
gegnum textana. Spilltur
heimur Óðmanna kom út
1969, og er, að ég held, fyrsti
ádeilutexti sem kemur fram.
Þar er verið að fjalla um stríð
og hagsmuni vopnaframleið-
enda. Á seinni plötu Óð-
manna, í laginu Bróðir, var
fjallað um misskiptingu lífs-
gæða og afleiðingu þess ef
höfin yrðu lífvana vegna
mengunar, eins og franskur
haffræðingur spáði f grein
sem ég las og varð kveikjan
að textanum. Á hippatímabil-
inu trúðu margir því að kær-
leikurinn væri lausnin og allt
þetta mótaði mann og hefði
áhrif. Ég vildi því syngja um
eitthvað sem skipti máli. Mitt
efni verður venjulegast til
vegna þess að mér liggur
eitthvað á hjarta," segir Jó-
hann.
Á sólóplötunni Langspil, er
Jóhann að fjalla um sam-
skipti kynjanna. Sú plata
snýst mjög mikið um mann
og konu og tilfinningar.
Langspil var bönnuð hjá Rík-
isútvarpinu því vissum aðil-
um fannst hræðilegt að ís-
lendingur væri að syngja á
ensku.
Lagið Ef, sem Björgvin
Halldórsson söng, var fyrsta
framlag Jóhanns til Eurovis-
ion-keppninnar en til þessa
hafa komið út 200 lög og
textar eftir hann. Meðal eftir-
minnilegra texta síðustu ára
er Hjálpum þeim, sem Jó-
hann samdi við lag eftir Axel
Einarsson. „Það þurfti tals-
vert til að koma þeirri hug-
mynd í framkvæmd því tón-
listarmenn skiptust í tvö horn
- með og á móti. Björgvin
Halldórsson hafði tekið að
sér umsjón með fram-
kvæmdinni svo það mæddi
mest á honum en venjulega
þegar hann tekur eitthvað að
sér þá gengur það upp. Þeg-
ar svo allir voru orðnir já-
kvæðir þá rann lagið inn en
það þurfti langan aðdrag-
anda. Margt gengi nú betur
ef fólk væri jákvætt og léti
ekki tortryggni og neikvæðni
hamla sér.“
Jóhann fór að semja lög
tólf ára gamall. Nú liggur
hann með mikið af efni og er
að reyna að koma því á
framfæri. Hann trúir því að
alþjóðleg tónlist eigi mögu-
leika í þeim opnu viðhorfum
sem ríkja í dag. „Óðmenn
lögðu áherslu á hijóðfæra-
leikinn og að fara eigin leiðir.
Síðan þá hefur það ráðist af
eftirspurn markaðarins
hverju ég hef komið frá mér
að undanskilinni þeirri tónlist
sem ég hef gefið út sjálfur.
Ég stefni að útgáfu á næsta
ári og hef þegar valið um 20
lög með íslenskum textum
úr stóru safni og tólf lög með
enskum textum sem ætlunin
er að þróa áfram með til-
raunastarfsemi. Það gilda al-
veg sömu lögmál í tónlistinni
og hverri annarri vöruþróun
að tilraunastarfsemi er nauð-
synleg. Markaðurinn hér
heima er lítill og þeir, sem
honum ráða, eru nánast ein-
ráðir. Allt virðist snúast um
fyrirfram ákveðnar hug-
myndir um hvað selst og
hvað ekki, þrátt fyrir vel-
gengni óhefðbundinnar tón-
listar, samanber tónlist
Bjarkar. Sigur norska lags-
ins, Nocturne, í Eurovision-
keppninni bendir til þess að
Eurovision-formúlan sé ekki
óskeikult lögmál," segir lista-
maðurinn.
YRKJUM ÍSLAND
Fyrir nokkrum árum samdi
Jóhann lagið Yrkjum ísland.
Kveikja textans var stofnun
sjóðsins Yrkju í tilefni sex-
tugsafmælis forseta íslands,
Vigdísar Finnbogadóttur.
Lagið var gefið út í fyrra til
stuðnings hvatningarátakinu
Yrkjum ísland með stofnun
fræbanka Landgræðslusjóðs
að markmiði. Fyrir nokkru
hófst undirbúningur að
seinni hluta átaksins sem
verður hrint í framkvæmd á
næstunni. „Til að ná góðum
árangri þarf fólk að skynja
málefnið sjálft. Það gengur
ekki að þurfa að sannfæra
fólk endalaust um að mál-
efnið sé gott, hvað þá þegar
um landið okkar og velferð
komandi kynslóða er að
ræða. Álagið verður þá heift-
arlega mikið á þá sem eru í
framlínu hverju sinni."
Jóhann á tvær dætur, er
þrefaldur afi og finnst það
skemmtilegt hlutverk. „Þótt
mér finnist það furðulegt er
ég að ná þeim áfanga að
verða fimmtugur eftir tvö ár.
Nú finnst mér ég nægilega
þroskaður til að skynja lífið
og hve stórkostlegt það er.
Það skynja ég ekki síst í
barnabörnunum sem eiga
að erfa heiminn. Þar af leið-
andi finnur maður til meiri
ábyrgðarkenndar og spyr sig
hvernig heimi við séum að
skila til barna og barna-
barna.“ Það þarf ekki að
koma neinum á óvart að Jó-
hann er mikill áhugamaður
um umhverfisvernd og að
hann hefur einnig hugsað
sér að leggja „Friði 2000“ lið
og segir það stórmerkilegt
málefni.
■ Stefnumól við Jóhann G.
Jóhannsson á myndlistar-
sýningu hans ó veitinga-
staðnum Argentína steik-
hús.
■ Til þessa hafa komið út
eftir hann 200 lög og text
ar. Og nú undirbýr hann út
gófu á 20 nýjum lögum til
viðbótar.
■ „Nú finnst mér ég nægi-
lega þroskaður til að
skynja lífið og hve stór-
kostlegt það er . .
Blaðamaður telur það öf-
undsvert hlutskipti að geta
starfað að því einu sem
mann langar til en Jóhann
svarar því til að á tímum hafi
starfshættir hans verið hálf-
gerður kross. „Þegar ég hef
fylgst með vinum mínum
byggja upp fjölskyldur sínar,
eignir og öryggi, hafa komið
þeir tímar að ég hefði viljað
geta farið sömu leið og þeir.
En í upphafi ferils míns varð
mér það strax Ijóst að ég gat
ekki ráðist í kaup á fasteign,
varla bíl, því tekjurnar voru
svo ótryggar," segir hann.
Hann er þó galvaskur núna,
með fyrirhugaða plötuútgáfu
á næsta ári og er að vinna
að stærri málverkasýningu,
sem er fyrirhuguð f haust.
Jóhann á lokaorðin: „Það
sem virðist auðvelt og aug-
Ijóst í hugarheiminum verður
oft erfitt í framkvæmd þegar
að efnisheiminum kemur en
ótrúlega margt af því, sem
ég hef séð fyrir mér, hefur þó
orðið að veruleika." □
6.TBL.1995 VIKAN 47